Ákveðið hefur verið að senda fréttabréfið út nú um þessi mánaðarmót júní/ júlí, þrátt fyrir það að ekki sé um nein stórtíðindi að ræða. 

Skoða Kjarafréttir Lesa meira: Kjarafréttir Til Sjúkraliða - Júní/Júlí

Vel tókst til með rafrænu kjarafréttirnar sem sendar voru út í síðasta mánuði. Félagsmenn hafa verið í sambandi við félagið og lýst yfir almennri ánægju með bætt upplýsingaflæði um kjaramál á umbrotatímum.  
Hér er hægt að skoða annað tölublað Kjarafrétta, með því helsta sem drifið hefur á daga Kjaramálanefndar félagsins frá því að síðustu kjarafréttir bárust. 

Lesa meira: Kjarafréttir til sjúkraliða - júní 2015

 

Meðfylgjandi er rafrænt fréttabréf sem hugsað er sem tilraun til þess að koma til ykkar upplýsingum um stöðu félagsins í viðræðuferli kjarasamninga sem nú er hafið við ríkið.

Skoða fréttabréf

Lesa meira: Kjarafréttir til sjúkraliða

Fundað var með Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Verið er að vinna við textaskjalið. Vinnan gengur vel og næsti fundur boðaður miðvikudaginn 6. júlí nk.   

 

Fyrirhugaður fundur sem vera átti í dag kl 10:00 fyrir hádegi hefur verið frestað að beiðni fulltrúa Sambands Íslenskra sveirarfélaga fram til kl.13:00 á morgun föstudag.   

 

Skrifað var undir nýjan kjarasamning við ríkið kl. að ganga eitt eftir miðnætti 28. júní.

 

Samningurinn er á líkum nótum og samið var um við stéttarfélög innan BSRB.

 

Fundað var með ríkinu í dag. Aðilar skiftust á tillögum. Næsti fundur er ákveðinn á mánudag kl. 10:00

 

Kjaramálanefnd félagsins fundaði með Sambandi sveitafélaga í dag. Á fundinum lögðu fulltrúar sveitafélaganna fram grunn að kjarasamningi. Ákveðið var að fram að næsta fundi yrði farið yfir drögin. Ekki er enn farið að ræða launaliðinn. Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 30. júní kl. 10 fyrir hádegi.

 

Nú á níunda tímanum slitnaði uppúr viðræðum félagsins við Reykjavíkurborg, en þá hafði fundurinn staðið frá kl. 13:00 í dag.

 

Eins og áður hefur komið fram hefur Sjúkraliðafélag Íslands lagt í mikla vinnu við það að greina launamun þann sem er á sjúkraliðum hjá Reykjavíkurborg og ríki. Viðsemjendur félagsins hafa samþykkt útreikningana og talið þá vel unna. Af hálfu félagsins var lögð fram ýtarlega útreiknuð tillaga sem lögð var fram fyrir helgi. Borgin hefur einnig samþykkt þá útreikninga. Borgin hefur tekið undir tillögu félagsins sem lítur að því að hækka lægst launuðu sjúkraliðana með breytingu á töflu. Í þeim störfum eru fáir ef nokkrir sjúkraliðar sökum þess hve lág launin eru. Sjúkraliðar sem eru í hæstu stöðunum og eru komnir með langann starfsaldur hefur borgin talið að hægt væri að lækka þar sem það örlar á því að þeir séu hærri en sjúkraliðar hjá ríkinu. Félagið hefur gert kröfu um að laun sjúkraliða sem starfa á samningi  Reykjavíkurborgar við heimahjúkrun verði lagfærð til jafns við laun sjúkraliða sem starfa hjá sömu atvinnurekendum en eru á kjarasamningi ríkisins vegna sólarlags sem sett var við yfirfærslu starfa frá ríki til borgar. Þessu er hafnað. Félagið gerir kröfu um að almennir sjúkraliðar eftir fimm ár í starfi verði hækkaðir, þar sem í ljós kom að það munar rúmlega 7% sem þeir eru lægri en sjúkraliðar í sambærilegu starfi hjá ríkinu. Þessu hafnar borgin.

Ríkissáttasemjari álytur að lítið þýði að kalla aftur til fundar fyrr en í lok júlí eða í byrjun ágúst.

Kjaramálanefnd SLFÍ fundaði með ríkinu í dag. Á fundinum lögðu fulltrúar ríkisins fram fyrstu drög að kjarasamningi.

 

Báðir aðlilar töldu rétt að vinna hratt að því að stylla upp samningi og var næsti fundur ákveði nk föstudag .

Fundað var með Reykjavíkurborg í dag. Farið var yfir tillögu sem félagið lagði fram á síðasta fundi. Borgin taldi að skoða  þyrfti betur innihald hennar. Ríkissáttasemjari boðaði næsta fund miðvikudaginn 22. júní nk. kl 13:00