Laun hækkuðu almennt um 2,5 til 3% frá 1. júní - 25. júní 2018

 merki felagsins

 

Laun sjúkraliða hækkuðu almennt um 2,5 til 3% frá 1. júní 2018.
Launaskrið hefur verið leiðrétt hjá mörgum vinnuveitendum, en Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa enn ekki leiðrétt laun vegna launaskriðs.
Samkvæmt upplýsingum frá þeirra forsvarsfólki er það vegna seinagangs í störfum Sjúkratrygginga Íslands.
Margar smærri stofnanir hafa leiðrétt laun sjúkraliða, en enn eiga nokkrar stofnanir eftir að uppfæra laun í takt við launaskriðið og er unnið að því.
Mikil vinna hefur verið í gangi í samstarfsnefnd Sjúkraliðafélags Íslands og LSH vegna uppfærslu og hugsanlegra breytinga á uppbyggingu stofnanasamnings við stofnunina. Ýmis vandamál hafa komið á daginn þegar
kjör sjúkraliða eru skoðuð og borin saman við störf, starfslýsingar, verk og verklýsingar og ábyrgð sjúkraliða á mismunandi deildum. Mikill vilji er hjá báðum aðilum á að finna lausn eða gerð stofnanasamnings þar sem raunverulegt réttmætt mat fer fram á hverjum sjúkraliða fyrir sig, sem endurspeglar störf og ábyrgð hvers og eins.