Kjarafréttir til sjúkraliða - september 2016 - 21. sept. 2016

Lífeyrismál

Bandalags háskólamanna, BSRB og Kennarasambands Íslands, annars vegar, og fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. ríkissjóðs, og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hins vegar, um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna.

Viðræður hafa staðið milli Bandalags háskólamanna (BHM), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ), annars vegar, og fulltrúa ríkisins og sveitarfélaga, hins vegar, um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Þessar breytingar miða að samræmingu lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði, að aldurstenging réttinda verði grundvallarregla kerfisins og að lífeyristökualdur verði hækkaður í áföngum til að stuðla að sjálfbærni þess. Breytingarnar miða að því að koma á samræmdu lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn.
Undirrituð, f.h. ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og heildarsamtaka opinberra starfsmanna lýsa sig samþykk eftirfarandi forsendum, markmiðum og ráðstöfunum um skipan málefna A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (Brú).

Skoða kjarafréttir

kjarafrettir bordi slfi 1