Fundað með Reykjavíkurborg - 8. nóv. 2010

Fundað var með Reykjavíkurborg í dag 8. nóvember 2010. Á fundinum fóru fulltrúar félagsins yfir þann samning sem gerður var við ríkið og undirritaður var 14. okt 2010 með ósk um að gerður yrði sambærilegur samningur við félagið.

 

Fram kom hjá fulltrúum Reykjavíkurborgar að borgin sé ekki tilbúin til þess að semja til svo stutts tíma.

Niðurstaða kjaramálanefndar eftir fundinn er að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og mun það verða gert með erindisbréfi strax í vikunni