Kjaramálafundur SLFÍ og ríkisins hjá ríkissáttasemjara mánudaginn 4. október - 6. okt. 2010

Á fundinum var farið nánar yfir tillögu sem samninganefnd ríkisins lagði fram fyrir nokkrum dögum síðan.Tillagan var lítið útfærð af þeirra hálfu. Umræðurnar snerust um það hversu miklir fjármunir fylgdu tillögunni, ef til kæmi. Okkur hefur sýnst að það sem þeir bjóða sé afskaplega rýrt og þyrfti líklega að margfaldast til þess að vega upp það sem viðmiðunarstéttir sjúkraliða hafa fengið í hækkanir síðustu mánuði og misseri. Nýr sáttafundur var ekki ákveðinn. Í dag miðvikudag hafði ríkissáttasemjari samband og gerir ráð fyrir að funda í næstu viku