Fundur hjá ríkissáttasemjara - 28. sept. 2010

Kjaramálanefnd Sjúkraliðafélags Íslands mætti á fund hjá ríkissáttasemjara strax eftir hádegið í dag. Fundað var með fulltrúum fjármálaráðuneytisins.

 

Á fundinum lagði kjaramálanefnd Sjúkraliðafélags Íslands fram svar við tilboði ríkisins sem lagt var fram á síðasta fundi. Fundi var frestað fram á fimmtudag 30. september nk.