Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/frettamyndir/2018/IMG_6337.jpg'
There was a problem loading image 'images/frettamyndir/2018/IMG_6337.jpg'

Lesa meira: Launahækkanir í launatöflu

Nú um þessi mánaðarmót hækkaði launatafla sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu um 1,3%, afturvirkt frá 1. janúar 2017, vegna samkomulags um launaþróunartryggingu sem samið var um í síðustu kjarasamningum. 

Þeir útreikningar sem lágu til grundvallar sýndu að félagsmenn þriggja stéttarfélaga innan BSRB hefðu átt að fá meira í sinn hlut þar sem þeir lágu undir meðaltali launa innan BSRB samkvæmt útreikningi Hagstofunnar.  Þar á meðal eru sjúkraliðar. 

Félagið hefur lagt fram harðorða gagnrýni á vinnubrögð fjármálaráðuneytisins og hyggs vísa málinu til félagsdóms.

Í dag undirrituðu formaður og varaformenn BSRB fyrir hönd bandalagsins samkomulag um framhald launaþróunartryggingar opinberra starfsmanna. Laun félaga í aðildarfélögum bandalagsins sem starfa hjá sveitarfélögum hækka um 1,4 prósent frá 1. janúar 2018 vegna samkomulagsins en laun félaga hjá ríkinu hækka ekki að þessu sinni.

Laun félaga í ASÍ sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um 1,4 prósent og laun félaga í ASÍ sem starfa hjá ríkinu hækka um 0,5 prósent frá sama tíma. Þessar hækkanir koma til viðbótar við samningsbundnar hækkanir.

Samkomulagið um útfærslu launaþróunartryggingar er gert í kjölfar rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins sem gert var í október 2015. Aðild að samkomulaginu eiga íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, ASÍ, BSRB og Samtök atvinnulífsins.

Í rammasamkomulaginu er kveðið á um að starfsmönnum hjá ríki og sveitarfélögum verði bætt launaskrið á almennum vinnumarkaði verði það meira en hjá hinu opinbera. Með því er ætlunin að tryggja að laun opinberra starfsmanna sitji ekki eftir í almennri launaþróun.

Í samkomulaginu sem undirritað var í dag er horft til launaþróunar frá nóvember 2013 til nóvember 2017. Þetta er í annað skipti sem launaþróunin er mæld. Eftir síðustu mælingu, frá 2013 til 2016, voru laun félagsmanna aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríkinu hækkuð um 1,3 prósent. Nú hækka laun starfsmanna hjá sveitarfélögum um svipað hlutfall, eða 1,4 prósent.

Laun félaga í aðildarfélögum BSRB sem starfa hjá ríkinu hækka ekki að þessu sinni þar sem laun þeirra hafa hækkað meira en sem nemur hækkunum á almennum vinnumarkaði á tímabilinu. Þriðja og síðasta mælingin á launaskriði, vegna ársins 2018, verður gerð snemma á næsta ári.

Það sem formenn aðildarfélaga BSRB þurfa að gera:

 

  • Hafa samband við launanefnd sveitarfélaganna og ganga frá hækkun upp á 1,4 prósent frá 1. janúar 2018, samanber lið 2.b. í samkomulaginu, sem er meðfylgjandi.

 

  • Rýna samninga sem gerðir hafa verið sem taka mið af samningum við ríki og sveitarfélög með það í huga að sækja sambærilegar launahækkanir fyrir þá hópa sem taka laun eftir þeim samningum.