Lesa meira: Námskeið á vorönn 2019Fjölbreytt námskeið verða boði hjá Framvegis, miðstöð símenntunar á vorönn 2019. Sjúkraliðanámskeiðin eru öll starfstengd og metin til launa fyrir stéttina. Framvegis nýtur liðsinnis fagráðs með uppbyggingu nýrra námskeiða og á í góðu samstarfi við aðrar símenntunarmiðstöðvar um námskeiðin.  Öll sjúkraliðanámskeiðin eru kennd í staðnámi en mörg þeirra eru einnig fjarkennd sem auðveldar sjúkraliðum á landsbyggðinni að sækja símenntun.

 

Sjá námsskrá sjúkraliða vor 2019 

Skráning fer fram á vefsíðu Framvegis www.framvegis.is en einnig er hægt að hringja í síma 581 1900

.

Námskeið sem verða í boði vorið 2019:

HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ

  Tími: 11., 14. og 18. febrúar

 

AÐ STJÓRNA TÍMA SÍNUM OG VERKEFNUM

  Tími: 25. og 26. febrúar

 

Nýtt: ÞAÐ ERU TIL LAUSNIR - AUKIN VITUND UM ÁHRIF SJÚKDÓMA Á AÐSTANDENDUR

  Tími: 28. febrúar, 5. og 7. mars.

 

GÓÐ NÆRING – BÆTT LÍFSGÆÐI

  Tími: 11. og 12. mars

 

MIKILVÆGI GÓÐRAR ANDLEGRAR HEILSU HJÁ ÖLDRUÐUM

  Tími: 18. og 19. mars

 

SAMSKIPTAFÆRNI Í STARFi SJÚKRALIÐA

 Tími: 20. og 21. mars

 

Nýtt: AÐ STYRKJA FJÖLSKYLDUR SEM GLÍMA VIÐ VEIKINDI

  Tími: 26. mars

 

LÍFSTÍLSSJÚKDÓMAR OG LÍFSSTÍLSLYF

  Tími: 27. og 28. mars

 

KULNUN Í STARFI HJÁ SJÚKRALIÐUM

  Tími: 1. og 4. apríl 

 

Nýtt: DAUÐHREINSUN - HVAÐ FELST Í HUGTAKINU DAUÐHREINSUN

  Tími: 2. apríl

 

Nýtt: ÓLÖGLEG FÍKNIEFNI OG ÁVANABINDANDI LYF

  Tími: 10. apríl

 

VERKIR OG VERKJAMEÐFERР

  Tími: 29. og 30. apríl

 

Auk þess verður boðið upp á:

Leiðbeinendanámskeið, námskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema.

Náms- og starfsráðgjöf; náms- og starfsráðgjafar hjá Framvegis eru til staðar fyrir þig ef þú ert eldri en 20 ára og hefur ekki útskrifast úr framhaldsskóla.

Raunfærnismat; raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og frítíma.

 

Framvegis – miðstöð símenntunar býður fyrirtækjum og stofnunum þjónustu við að greina þarfir fyrir fræðslu, þjálfun og annað sem tengist uppbyggingu starfsmanna og notar til þess faglega greiningaraðferð sem ber heitið Markviss.