Gönguferð til Andalúsíu á Spáni, 28. maí til 4. júní - 3. jan. 2019

mynd gönguferð copyFlogið verður í beinu flugi til Malaga og verður fararstjóri Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir, leiðsögumaður og sjúkraliði. Einnig verða spænskir leiðsögumenn, sem hafa sérhæft sig á þessum slóðum, með í för.

Gengið verður milli „hvítu þorpanna", en tvær síðustu næturnar verður gist í strandbænum Estepona. Hámarksfjöldi er 16 manns, verð á ferðinni liggur ekki fyrir, en gert ráð fyrir svipuðu verði og í fyrra, þ.e. rúmlega 200.000 krónum.

Skráning hefst 15. janúar og er reiknað með að skráningu ljúki 15. apríl, eða þegar fullbókað verður. Skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 553-9494.