Jaðarleiti í Rvk í leigu 17. des - 10. des. 2018

jaðarleitiOpnað verður fyrir bókanir á leigu á orlofsíbúðinni í Jaðarleiti 2 í Reykjavík, miðvikudaginn 12. desember kl. 13.00. Leigutímabilið er frá og með 17. desember kl. 15.00. 

Íbúðin er þriggja herbergja. Hjónarúm er í báðum svefnherbergjunum, en þau eru einnig færanleg í sundur ef vill. Í stofu er sófi sem jafnframt er tvíbreiður svefnsófi. Auk þess er barnarúm inni í skáp. Í íbúðinni eru 7 sængur og koddar, en sængurfatnaður fylgir ekki. 
Íbúðinni fylgir allur almennur búnaður sem eðlilegt er að fylgi heimilishaldi. Borðbúnaður er fyrir 10-12, útvarp, sjónvarp, nettenging. Gasgrill er á svölum.
Jaðarleiti 2