Kristínu þökkuð forystan - 26. okt. 2018

IMG 3830 copy copy

Sjúkraliðar og samstarfsmenn fjölmenntu í gær í kveðjuhóf til heiðurs Kristínu Á. Guðmundsdóttur, fráfarandi formanns SLFÍ, þar sem henni voru þökkuð vel unnin störf fyrir félagið.

Kristín hefur verið einn farsælasti verkalýðsleiðtogi þjóðarinnar síðustu þrjá áratugina. Undir hennar forystu blómstraði félagið og varð að stéttarfélagi með sjálfstæðan samningsrétt sem barðist fyrir kjara- og réttindamálum félagsmanna sinna. Baráttan fyrir bættum kjörum hefur oft verið hörð; sjúkraliða hafa farið í verkföll, sagt upp störfum og neitað að vinna yfirvinnu til að ná fram betri samningum við viðsemjendur sína. Merkir áfangar í fræðslumálum stéttarinnar hafa líka náðst á þessum tíma. Sjúkraliðanámið hefur bæði þróast og þroskast. Einn mikilvægur áfangi var að ná því inn í kjarasamninga að viðbótarnámskeið sjúkraliða yrðu metin til launa og unnið er að samningi um samstarf við Háskólann á Akureyri um framhaldsnám á háskólastigi.

Félagsmenn þakka Kristínu ómetanleg störf í þeirra þágu.