Sterkari saman kröfuganga 1. maí - 27. apríl 2018

P1018352 1 Medium

Við sýnum samtakamáttinn með því að fjölmenna í kröfugöngur og á baráttufundi um allt land á þessum alþjóðlega baráttudegi verkalýðsins 1.maí. 

Yfirskrift kröfugöngunnar í Reykjavík er "Sterkari saman" og er dagskráin eftirfarandi: 
Safnast verður saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00. Kröfuganga hefst klukkan 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni.
Útifundur á Ingólfstorgi verður settur klukkan 14:10. Þar munu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, halda erindi. Þá munu Síðan skein sól og Heimilistónar flytja tónlistaratriði. Öll dagskráin verður túlkuð á táknmáli. Kolbrún Völkudóttir túlkar söng á táknmáli. Fundarstjóri verður Þórarinn Eyfjörð.

Sjá dagskrá um allt land