Viðtal við formann félagsins Kristínu Á. Guðmundsdóttur á forsíðu Morgunblaðsins í dag - 5. mars 2018

Kristin A. Gudmundsdottir

Í viðtalinu er farið yfir stöðu stéttarinnar með tilliti til erfiði starfsins, undirmönnunar og fjölda örorku. 

Lesa má viðtalið í heild sinni á Facebooksíðu félagsins 

Kristín Á. Guðmundsdóttir, sem lætur af embætti formanns Sjúkraliðafélags Íslands á aðalfundi félagsins í maí, segir óhugnanlegt hversu margir sjúkraliðar séu metnir öryrkjar. „Það er svo mikil undirmönnun á vinnustöðunum og veikindi að það endar oft með örorku sjúkraliða, ef ekkert er að gert,“ segir Kristín. Þessar upplýsingar um hlutfallslega mikla örorku meðal sjúkraliða koma fram þegar félagaskrár Sjúkraliðafélagsins eru bornar saman við opinberar skrár og einnig þegar reiknað er út hlutfall starfsstétta vinnumarkaðarins í starfsendurhæfingu hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði. Kvennastéttir standi saman Kristín hefur verið formaður sjúkraliða í yfir 30 ár. Hún telur að ágætur árangur hafi náðst í kjarabaráttunni. Það hafi náðst fram að

laun sjúkraliða taki mið af launum hjúkrunarfræðinga. „Það er hins vegar álit mitt að kvennastéttir í heilbrigðisþjónustunni séu allt of lágt launaðar. Þess vegna hef ég lagt það til við hjúkrunarfræðinga að við leggjumst saman á árarnaren það hefur ekki verið gert. Ég tel að við næðum besta árangri með sameiginlegri vinnu fagstétta innan heilbrigðiskerfisins,“

segir Kristín Á. Guðmundsdóttir.