Fyrsta doktorsvörnin um sjálfstætt líf og NPA, 13.des kl. 14.00 í HÍ - 6. des. 2017

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/stories/uglysingar/Doktorsritgerð.jpg'
There was a problem loading image 'images/stories/uglysingar/Doktorsritgerð.jpg'

 

Doktorsvorn

 

Doktorsritgerð

 

Miðvikudaginn 13. desember 2017, kl. 14.00 ver Ciara S. Brennan doktorsritgerð sína: Sjálfstætt líf og notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum: Sjónarhorn mannréttinda (The Nordic Experience of Independent Living and Personal Assistance: A Human Rights Approach)

 

Andmælendur eru dr. Tom Shakespeare, prófessor í fötlunarrannsóknum, Norwich Medical School, University of East Anglia og dr.polit. Karen Christensen, prófessor og deildarforseti, Department of Sociology, University of Bergen.

Leiðbeinandi í doktorsverkefninu er Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, Félags- og mannvísindadeild, Háskóla Íslands en doktorsnefnd skipa einnig dr. James G. Rice, lektor í mannfræði við Félags- og mannvísindadeild, Háskóla Íslands og dr. Peter Anderberg, dósent við Blekinge Institute of Technology í Svíþjóð. 
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar stýrir athöfninni.

 

Doktorsritgerðin er gagnrýnin greining á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og notendastýrða persónulega aðstoð á Norðurlöndum og innleiðingu 19. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Rannsóknargagna var aflað með viðtölum við leiðtoga miðstöðva um sjálfstætt líf, einstaklinga sem leiddu stefnumótun á þessu sviði og starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sem vann að innleiðingu stefnunnar í löndunum þremur.

Athöfnin er öllum opin. Hún fer fram á ensku en verður rittúlkuð á íslensku.
Nánari upplýsingar veita Ciara S. Brennan (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og Rannveig Traustadóttir (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) (sími 847-0728).