Lesa meira: Dagana 16.-18. mars verður haldið Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardagshöllinni

Nú auglýsum við eftir sjúkraliðum til að standa vaktina þessa daga, bjóða upp á blóðþrýstings- og súrefnismettunarmælingar og kynna starfið okkar .
Mótið er fimmtudaginn 16. mars, kl. 9 - 17, föstudaginn 17. mars, kl. 9 - 17 og laugardaginn 18. mars, kl. 9 - 12.

Sjá auglýsingu

Lesa meira: UPPSTILLINGANEFND SLFÍ

Kæri sjúkraliði vilt þú kynnast félaginu þínu og taka þátt í nefndarstörfum og leggja þitt af mörkum við að gera gott félag enn betra ?

Sjá auglýsingu

Lesa meira: Íslandsmót iðn og verkgreina

Mín framtíð – Íslandsmót verk- og iðngreina 2017

& Framhaldskólakynning

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið dagana 16. – 18. mars 2017 og fer fram í Laugardalshöll í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að um 150 keppendur taki þátt í Íslandsmótinu og keppt verði í 21 iðn- og verkgrein, þar á meðal keppa sjúkraliðanemar í hjúkrun. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt  í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa. 
Samhliða Íslandsmótinu verður kynning á framhaldsskólum landsins og námsframboði þeirra.

Verkiðn – Skills Iceland eru samtök sem halda utan um Íslandsmót iðn- og verkgreina. Þau voru stofnuð árið 2010 og hafa síðan þá haldið Íslandsmót árin 2010, 2012 og 2014. Á þessum mótum hafa um 150 keppendur tekið þátt í um 20 iðn og verkgreinum.

Von er á um 8 þúsund grunnskólanemendum í 9. - 10. bekk alls staðar af landinu í Höllina til að kynna sér námsmöguleika og fjölbreytni greinanna. Þessi heimsókn er hugsuð sem liður í náms- og starfsfræðslu þessara nemenda og einn liður í að styrkja nemendur í að taka upplýsta ákvörðun um náms- og starfsval.

Á laugardeginum eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar. Gefst þá einstakt tækifæri til að snerta og upplifa ýmislegt skemmtilegt sem snertir nám og störf í iðn- og verkgreinum. Team Spark kynnir rafmagnsbíl og einnig verður í boði að smakka upp á kræsingar sem útbúnar hafa verið í keppninni.  


Mótið fer fram í Laugardalshöll og er opið fyrir áhorfendur sem hér segir:

  • Fimmtudaginn 16. mars kl. 9 – 16
  • Föstudaginn 17. mars kl. 9 – 16
  • Laugardaginn 18. mars kl. 10 – 14
    • Laugardagurinn verður fjölskyldudagur, fræðsla og fjör


Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir!

 Lesa meira: Ályktun af fundi félagsstjórnar Sjúkraliðafélags Íslands

Reykjavík 23. febrúar 2017

 

Ályktað á fundi félagsstjórnar Sjúkraliðafélags Íslands 23. febrúar 2017.

Félagsstjórn Sjúkraliðafélags Íslands telur framkomna skýrslu og þá umræðu sem verið hefur um meðferð samfélagsins á íbúum Kópavogshælis fyrr á tímum mjög þarfa og bendir á að nauðsynlegt er að draga lærdóm af slíkum mistökum. Sífellt þarf að huga að þjónustu við þá sem gera litlar kröfur fyrir sjálfa sig og eiga fáa talsmenn.

Þjónustan, aðhlynningin, umönnunin og hjúkrunin við aldraða og fatlaða á stofnunum sem kostaðar eru að meirihluta til af almannafé er veitt af mjög veikum mætti. Alvarleg undirmönnun hefur verið viðvarandi í áraraðir, sem komið hefur niður á allri þjónustu við þá sem oft á tíðum minnst mega sín. Einungis er boðið upp á 20-30% faglærðra starfsmanna á flestum öldrunarheimilum landsins, sem að sjálfsögu leiðir til lakari þjónustu eins og dæmin sanna.

Stjórn Sjúkraliðafélagsins hvetur stjórnvöld og stjórnendur nefndra heimila til að leggja metnað í þennan rekstur og láta það ekki gerast að innan fárra ára komi fram enn ein svört skýrsla um þjónustu við þá sem minnst mega sín. Bregðumst við núna, því okkur ber skylda til að læra af mistökum forvera okkar.

Fyrir hönd stjórnar Sjúkraliðafélags Íslands

_______________________________

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður

 

 Lesa meira: Lausar helgar og vikur í Birkihlíð

Athygli er vakin á því að það eru lausar helgar og vikur framundan í Birkihlíðinni í Munaðarnesi sem hér segir 3. – 10. og 17. – 24. mars einnig 18. – 28. apríl og 5. – 12. maí.

Til að leigja og fá upplýsingar um laus tímabil í Birkihlíð þá vinsamlega hafið samband við skrifstofu BSRB í síma 525-8300eða sendið tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Lesa meira: Fræðslufundur vegna starfsloka


Fundurinn verður mánudaginn 6. mars kl. 13:00-16:30 í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga innan BSRB sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.

Skráning á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 525 8306 fyrir 1. mars.

Dagskrá:

13:00  Bjarni Karlsson prestur og MA í siðfræði fjallar um efnið: Seinni hálfleikur – farsæld eða vansæld. Hvað ræður niðurstöðunni?

13:45  Ásta Arnardóttir sérfræðingur-Tryggingastofnun - Lífeyrisþegar og almannatryggingar

14:30  Kaffihlé

15:00  Ágústa H. Gísladóttir forstöðumaður réttindamála hjá LSR og Þórdís H. Yngvadóttir sérfræðingur hjá Brú lífeyrissjóði-Lífeyrismál

16:30  Fundarlok

 

Lesa meira: Tjáningafrelsi opinberra starfsmanna: Hvar liggja mörkin?

Námskeið þar sem fjallað er um hvar mörk tjáningafrelsis

opinberra starfsmanna kunna að liggja, m.a. með tilliti til þeirra

sjónamiða sem leidd verða úr réttarframkvæmd. 

Lesa meira: Tjáningafrelsi opinberra starfsmanna: Hvar liggja mörkin?

Lesa meira: Könnun á veikindum og örorku meðal sjúkraliða
 
Sjúkraliðafélag Íslands vill koma á framfæri þakklæti til allra sem þátt tóku í könnun sem sett var í gang á heimasíðu félagsins í desember sl. 
1.670 sjúkraliðar svöruðu og er hægt að segja að um algjört met sé að ræða. Könnunin verður opin fram yfir helgina inni á heimasíðunni. 
Könnunin mun nýtast félaginu vel í vinnu þess við að sýna fram á afkomu sjúkraliða, Veikindi  þeirra með tilliti til undirmönnunar ofl.
 
Niðurstöður frá spurningu 4 sýnir fram á að svörunin var jöfn allstaðar að af landinu.   
 
Búseta? Settu inn fyrsta staf í þínu póstnúmeri
Svar Talið Prósent
1 (1) 525 31.44%
2 (2) 469 28.08%
3 (3) 123 7.37%
4 (4) 33 1.98%
5 (5) 86 5.15%
6 (6) 207 12.40%
7 (7) 80 4.79%
8 (8) 109 6.53%
9 (9) 38 2.28%

Lesa meira:  Þorrablót í Félagsaðstöðu sjúkraliða Grensásvegi 16

Þorrablót í Félagsaðstöðu sjúkraliða Grensásvegi 16 


Miðaverð er kr. 5.000- aðgöngumiði er einnig happdrættismiði, einnig hægt að kaupa auka happdrættismiða á 500 kr á staðnum
Miðasala verður í félagsaðstöðu SLFÍ Grensásvegi 16 6.febrúar frá kl: 16:30 – 19:00
ATH við tökum kort Einnig er hægt að panta miða og greiða í heimabanka með því að hafa samband í síma 8628619 eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
takk fyrir kveðja jóhanna