Lesa meira: Mætum öll í kröfugöngu á baráttudegi verkalýðsins
 

 

 

Samstaðan hefur skilað íslensku launafólki miklu á undanförnum áratugum. Þá samstöðu sýnum við með því að mæta í kröfugöngu á baráttudegi verkalýðsins.

BSRB hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna í kröfugöngu og á baráttufundi hvar sem þeir eru á landinu.

Bandalagið tekur þátt í kröfugöngu í Reykjavík. Safnast verður saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00 og hefst kröfuganga klukkan 13:30. Útifundur á Ingólfstorgi verður settur klukkan 14:10.

Sjá dagskrá

Lesa meira: Kynning á starfsmati sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg

Kynning á Starfsmati Sjúkraliða hjá Reykjavíkurborg fór framm í Félagsaðstöðu SLFÍ í gær. 

Góð mæting var a´fundinn. Hér má sjá hluta fundarmanna 

 

Lesa meira: Almenningur standi vörð um heilbrigðiskerfið

Almenningur þarf að halda vöku sinni nú þegar heilbrigðisráðherra er í þann mund að fara að taka ákvörðun um hvort ganga eigi lengra í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins en gert hefur verið hér á landi hingað til, sagði Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur í sjónvarpsþættinum Silfrinu fyrr í dag.Í þættinum var fjallað um einkarekna heilbrigðisfyrirtækið Klíníkina, sem bíður þess nú að heilbrigðisráðherra ákveði hvort fyrirtækið fái að opna legudeild. Samþykki ráðherra að veita leyfið eru íslensk stjórnvöld í raun að samþykkja fjármálavæðingu íslenskrar heilbrigðisþjónustu, sagði Sigurbjörg.Hún sagði stóran mun á einkareknum fyrirtækjum sem rekin séu með hagnaðarsjónarmið í huga og þeim sem ekki séu rekin í hagnaðarskyni. Í tilviki Klíníkurinnar eigi til dæmis sjávarútvegsfyrirtæki sem greiði sér arð af auðlind þjóðarinnar og noti hann til að kaupa hlut í heilbrigðiskerfinu. Fjárfestar sem leggi fé í heilbrigðisfyrirtæki vilji greiða sér arð af sinni fjárfestingu.„Rannsóknir sýna að almenningi er umhugað um þetta kerfi verði áfram fjármagnað úr opinberum sjóðum,“ sagði Sigurbjörg. Hún sagði hlutfall þeirra sem það vilja vera um 90 prósent, og litlu færri vilji að heilbrigðisþjónustan sé veitt af opinberum stofnunum að mestu.

Má ekki raska lögbundinni þjónustu

Sigurbjörg sagði skýrt í lögum að við val á viðsemjendum um heilbrigðisþjónustu skuli gæta þess að raska ekki þeirri þjónustu sem veita beri samkvæmt lögum. Til þess hljóti ráðherra að horfa þegar hann taki ákvörðun.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er einn þeirra sem varað hefur við því að Klíníkin fái leyfi til að reka legudeild. Hann bendir á, 
í nýlegum pistli á vef spítalans, að sú þróun myndi án efa grafa undan rekstri Landspítalans.

„Yrði af þessum tilteknu áformum þá myndi það ekki einfalda eða létta undir með rekstri Landspítala, eins og fram er haldið, heldur trufla hann,“ skrifar Páll. Einkasjúkrahúsið geti grafið undan fámennri sérgrein bæklunarlækna. Þar sem Landspítalinn þurfi áfram að sinna flóknari aðgerðum yrði hann verr í stakk búinn til þess þar sem sérfræðigreinin yrði veikari á spítalanum. 

Forysta BSRB fundaði með heilbrigðisráðherra

Áform um frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu ganga þvert gegn þeirri stefnu sem BSRB hefur talað fyrir árum og áratugum saman. Á fundi forystu BSRB með heilbrigðisráðherra nýverið var lögð þung áhersla á að ekki yrði af frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Ljóst er að mikill meirihluti Íslendinga, rúmlega fjórir af hverjum fimm samkvæmt nýlegri rannsókn, vilja að heilbrigðiskerfið sé fyrst og fremst rekið af hinu opinbera. Heilbrigðisráðherra bíður erfið ákvörðun en BSRB bindur vonir við að hann gangi ekki þvert gegn vilja þorra þjóðarinnar og stöðvi áform um frekari einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Lesa meira: Íslandsmeistaramóti lauk laugardaginn 18. mars.

Íslandsmeistarar í hjúkrun varð lið VMA .

Hér eru þær Bergrós Vala Marteinsdóttir og Amelía Ósk Hjálmarsdóttir ásamt kennara sínum og þjálfara, Maríu Albínu Tryggvadóttur, sem einnig er sviðstjóri sjúkraliðabrautar VMA

Sjúkraliðafélag Íslands óskar vinningshöfum til hamingju með titilinn

Félagið vill koma á framfæri þakklæti sínu til allra liðanna og einnig allra þeirra sem unnu óeigingjarnt undirbúningsstarf og stóðu vaktina meðan á keppninni stóð. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lesa meira: Dagana 16.-18. mars verður haldið Íslandsmót iðn- og verkgreina í Laugardagshöllinni

Nú auglýsum við eftir sjúkraliðum til að standa vaktina þessa daga, bjóða upp á blóðþrýstings- og súrefnismettunarmælingar og kynna starfið okkar .
Mótið er fimmtudaginn 16. mars, kl. 9 - 17, föstudaginn 17. mars, kl. 9 - 17 og laugardaginn 18. mars, kl. 9 - 12.

Sjá auglýsingu

Lesa meira: UPPSTILLINGANEFND SLFÍ

Kæri sjúkraliði vilt þú kynnast félaginu þínu og taka þátt í nefndarstörfum og leggja þitt af mörkum við að gera gott félag enn betra ?

Sjá auglýsingu

Lesa meira: Íslandsmót iðn og verkgreina

Mín framtíð – Íslandsmót verk- og iðngreina 2017

& Framhaldskólakynning

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið dagana 16. – 18. mars 2017 og fer fram í Laugardalshöll í Reykjavík. Gera má ráð fyrir að um 150 keppendur taki þátt í Íslandsmótinu og keppt verði í 21 iðn- og verkgrein, þar á meðal keppa sjúkraliðanemar í hjúkrun. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt  í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa. 
Samhliða Íslandsmótinu verður kynning á framhaldsskólum landsins og námsframboði þeirra.

Verkiðn – Skills Iceland eru samtök sem halda utan um Íslandsmót iðn- og verkgreina. Þau voru stofnuð árið 2010 og hafa síðan þá haldið Íslandsmót árin 2010, 2012 og 2014. Á þessum mótum hafa um 150 keppendur tekið þátt í um 20 iðn og verkgreinum.

Von er á um 8 þúsund grunnskólanemendum í 9. - 10. bekk alls staðar af landinu í Höllina til að kynna sér námsmöguleika og fjölbreytni greinanna. Þessi heimsókn er hugsuð sem liður í náms- og starfsfræðslu þessara nemenda og einn liður í að styrkja nemendur í að taka upplýsta ákvörðun um náms- og starfsval.

Á laugardeginum eru fjölskyldur sérstaklega velkomnar. Gefst þá einstakt tækifæri til að snerta og upplifa ýmislegt skemmtilegt sem snertir nám og störf í iðn- og verkgreinum. Team Spark kynnir rafmagnsbíl og einnig verður í boði að smakka upp á kræsingar sem útbúnar hafa verið í keppninni.  


Mótið fer fram í Laugardalshöll og er opið fyrir áhorfendur sem hér segir:

  • Fimmtudaginn 16. mars kl. 9 – 16
  • Föstudaginn 17. mars kl. 9 – 16
  • Laugardaginn 18. mars kl. 10 – 14
    • Laugardagurinn verður fjölskyldudagur, fræðsla og fjör


Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir!

 Lesa meira: Ályktun af fundi félagsstjórnar Sjúkraliðafélags Íslands

Reykjavík 23. febrúar 2017

 

Ályktað á fundi félagsstjórnar Sjúkraliðafélags Íslands 23. febrúar 2017.

Félagsstjórn Sjúkraliðafélags Íslands telur framkomna skýrslu og þá umræðu sem verið hefur um meðferð samfélagsins á íbúum Kópavogshælis fyrr á tímum mjög þarfa og bendir á að nauðsynlegt er að draga lærdóm af slíkum mistökum. Sífellt þarf að huga að þjónustu við þá sem gera litlar kröfur fyrir sjálfa sig og eiga fáa talsmenn.

Þjónustan, aðhlynningin, umönnunin og hjúkrunin við aldraða og fatlaða á stofnunum sem kostaðar eru að meirihluta til af almannafé er veitt af mjög veikum mætti. Alvarleg undirmönnun hefur verið viðvarandi í áraraðir, sem komið hefur niður á allri þjónustu við þá sem oft á tíðum minnst mega sín. Einungis er boðið upp á 20-30% faglærðra starfsmanna á flestum öldrunarheimilum landsins, sem að sjálfsögu leiðir til lakari þjónustu eins og dæmin sanna.

Stjórn Sjúkraliðafélagsins hvetur stjórnvöld og stjórnendur nefndra heimila til að leggja metnað í þennan rekstur og láta það ekki gerast að innan fárra ára komi fram enn ein svört skýrsla um þjónustu við þá sem minnst mega sín. Bregðumst við núna, því okkur ber skylda til að læra af mistökum forvera okkar.

Fyrir hönd stjórnar Sjúkraliðafélags Íslands

_______________________________

Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður