Lesa meira: Sjúkraliðaferð um suðurland 2017

Enn eru 14 sæti laus í ferðina, fimmtudaginn 24. ágúst.

Nauðsynlegt að skrá sig og greiða fyrir 14. ágúst.

Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Sjá auglýsingu

Lesa meira: Sumarferð sjúkraliða 2017

Reykjavíkur -, Suðurnesja - og Suðurlandsdeild SLFÍ sameinast nú í ferð um Suðurlandið í von um góða þátttöku.    

VERÐ 14.000.-  

Skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til 1. ágúst 2017

Sjá dagskrá

Lesa meira: Skrifað undir nýjan stofnanasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir nýjan stofnanasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu 4. júlí sl.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. júní sl.

Um var að ræða 2,5% hækkun á starfslýsingar E og F  

 Lesa meira: Sumarlokun á skrifstofu Sjúkraliðafélags Íslands

Skrifstofu Sjúkraliðafélags Íslands verður lokað frá og með 17. júlí til  og með 7. ágúst 2017, vegna sumarleyfa 

 

 Lesa meira: Háskólinn á Akureyri og Sjúkraliðafélag Íslands semja um þróun náms í öldrunarhjúkrun fyrir...

 

 

Háskólinn á Akureyri og Sjúkraliðafélag Íslands semja um þróun fagháskólanáms í öldrunarhjúkrun fyrir sjúkraliða

HA og SLFÍ hafa samið um að þróa sameiginlega fagháskólanám sem byggir á hæfnigreiningu fyrir nám á 4 þrepi í  öldrunarhjúkrun fyrir starfandi sjúkraliða í samstarfi við heilbrigðisstofnanir. Námið hefur þann tilgang að auka enn frekar hæfni sjúkraliða til að hjúkra öldruðum einstaklingum og vinna að heilsueflingu og forvörnum meðal aldraðra auk þess að auka sjálfstæði og ábyrgð sjúkraliða innan og utan stofnana og að svara þörfum fyrir aukna sérþekkingu. Jafnframt er það markmið verkefnisins að opna dyr fyrir sjúkraliða í háskólanám.

Lengri lífaldur einstaklinga og auknir meðferðarmöguleikar margra langvinnra sjúkdóma hafa leitt til breytinga á aldurssamsetningu þjóðarinnar. Fleiri lifa nú á tímum með langvinna flókna sjúkdóma og fötlun. Afleiðingar þessa eru miklar breytingar á heilbrigðiskerfinu hér á landi sem erlendis, sem hafa kallað á enn auknar kröfur um menntun, sérhæfingu, samskiptahæfni, sveigjanleika, jafnrétti og sköpun.

Sjúkraliðar eru heilbrigðisstarfsmenn með lögverndað starfsheiti á Íslandi. Um 3.500 félagsmenn eru í Sjúkraliðafélagi Íslands, þar af um 2.000 starfandi.

Miðað er við að námið verði kennt með vinnu á tveimur árum og skiptist í almenna áfanga á heilbrigðissviði og sérhæfða áfanga á öldrunarsviði. Kennsla og verkefnavinna taki mið af miklu hópstarfi, umræðum og raunhæfri verkefnavinnslu út frá reynslu og tengt störfum nemenda í hinum ýmsu stofnunum innan heilbrigðiskerfisins.

Verkefnið hefur hlotið vilyrði um styrk úr fagháskólanámssjóði ASÍ, BSRB og SA ásamt því að sótt hefur verið um framlag frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þróunar námsins.

Lesa meira: Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní

Breytingar á A deild Brúar lífeyrissjóðs frá 1. júní

Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næst komandi.  Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.

Eftirfarandi breytingar verða eftir 1. júní 2017:

  • Réttindaávinnsla A deildar er breytt úr jafnri réttindaávinnslu yfir í aldurstengda réttindaávinnslu.
  • Lífeyrisaldur samræmdur við almennan vinnumarkað og verður 67 ár.
  • A deild er viðhaldið en þeir sem greiða áfram iðgjald til sjóðsins fara yfir í aldurstengda réttindaávinnslu en mismunur á réttindum í jafnri og aldurstengdri ávinnslu er mætt með sérstöku framlagi, lífeyrisauka, sem launagreiðendur greiða inn til sjóðsins.
  • Auk framlags í lífeyrisaukasjóð greiða launagreiðendur framlag í jafnvægissjóð sem er nýttur til að koma áfallinni stöðu A deildar í jafnvægi þann 31.maí 2017
  • Nýir sjóðfélagar frá 1. júní 2017 fara í aldurstengda réttindaávinnslu.
  • Launagreiðendur greiða einnig til sjóðsins framlag í varúðarsjóð.
  • Mótframlag launagreiðanda lækkar úr 12% í 11,5% þann 1. júní 2017.
  • Réttindi þeirra sem byrjaðir eru á lífeyri þann 31. maí 2017 og þeirra sem verða 60 ára á sama tíma verða ekki skert eða aukin þó svo til skerðingar eða réttindaaukningar komi hjá öðrum sjóðfélögum. Launagreiðendur gera sérstaklega upp fjárhagsleg áhrif vegna þessara sjóðfélaga við sjóðinn.

Sjá nánar um breytingu á A deild hér.

Ályktanir 26. fulltrúaþings, haldið föstudaginn 12. maí 2017 

Sjá ályktanirnar Lesa meira: Ályktanir 26. fulltrúaþings

Lesa meira: Iðnó opinn fundur 13. maí

Ágæta fólk,

Þið eruð boðin velkomin á opinn fund sem til stendur að halda í Iðnó næstkomandi laugardag klukkan tólf um málefni sem brennur á mörgum og ætti að brenna á öllum, sbr, viðhengi og neðangreint:

ER ÖLDRUÐUM Í HEIMAHÚSUM SINNT SEM SKYLDI?
Næstkomandi laugardag klukkan 12 verður efnt til fundar í Iðnó um stöðu aldraðra sem búa heima en þurfa engu að síður á aðstoð að halda.
Spurt er hvort öldruðum í heimahúsum sé sinnt sem skyldi.
Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur fjallar um aldraða og kerfið og spyr: Að búa sem lengst heima … er það valkostur?

Sjá nánar

Lesa meira: Námskeið fyrir sjóðfélaga í lífeyrissjóði Brú um lífeyrisréttindi við starfslok

Starfslokanámskeið miðvikudaginn 17. maí

Brú lífeyrissjóður heldur námskeið fyrir sjóðfélaga um lífeyrisréttindi við starfslok í húsakynnum sjóðsins, Sigtúni 42, Reykjavík miðvikudaginn 17. maí næstkomandi.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvar helstu upplýsingar um réttindi sjóðfélaga er að finna ásamt því að svara spurningum frá sjóðfélögum um lífeyrismál. Takmarkaður fjöldi sæta eru í boði á hvert námskeið en við leitumst við að bæta við námskeiðum fari skrásetning fram úr áætluðum sætafjölda.  

Næsta námskeið verður haldið miðvikudaginn 17. maí nk. 

kl. 16.30    B deild - Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar/Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar

kl. 17.30    A deild 

kl. 18.30    V deild 

Sjóðfélagar geta skráð sig á námskeiðið hér

 

Lesa meira: Fulltrúaþing / Aðalfundur Sjúkraliðafélags Íslands

Allir sjúkraliðar eru hvattir til að mæta á Fulltrúaþing / Aðalfundur Sjúkraliðafélags Íslands

sem haldið verður að Grensásvegi 16, nk. föstudag  12. maí 2017

 

 

Þingið hefst með þingsetningu kl. 10:00 um morguninn

Sérstaklega er vakin athygli á því að kl 13:30 mun Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri

Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna gera grein fyrir breytingunum á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna