Iðnó opinn fundur 13. maí

radstefna

Ágæta fólk,

Þið eruð boðin velkomin á opinn fund sem til stendur að halda í Iðnó næstkomandi laugardag klukkan tólf um málefni sem brennur á mörgum og ætti að brenna á öllum, sbr, viðhengi og neðangreint:

ER ÖLDRUÐUM Í HEIMAHÚSUM SINNT SEM SKYLDI?
Næstkomandi laugardag klukkan 12 verður efnt til fundar í Iðnó um stöðu aldraðra sem búa heima en þurfa engu að síður á aðstoð að halda.
Spurt er hvort öldruðum í heimahúsum sé sinnt sem skyldi.
Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur fjallar um aldraða og kerfið og spyr: Að búa sem lengst heima … er það valkostur?

Sjá nánar