Lesa meira: Frestur umsókna og fylgigagna 2017

Styrktarsjóður BSRB vill benda félagsmönnum á að til að geta fengið styrk vegna ársins 2017 er nauðsynlegt að skila umsóknum og fylgigögnum í síðasta lagi miðvikudaginn 20. desember nk.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/stories/uglysingar/Doktorsritgerð.jpg'
There was a problem loading image 'images/stories/uglysingar/Doktorsritgerð.jpg'

 

Lesa meira: Fyrsta doktorsvörnin um sjálfstætt líf og NPA, 13.des kl. 14.00 í HÍ

 

Lesa meira: Fyrsta doktorsvörnin um sjálfstætt líf og NPA, 13.des kl. 14.00 í HÍ

 

Miðvikudaginn 13. desember 2017, kl. 14.00 ver Ciara S. Brennan doktorsritgerð sína: Sjálfstætt líf og notendastýrð persónuleg aðstoð á Norðurlöndum: Sjónarhorn mannréttinda (The Nordic Experience of Independent Living and Personal Assistance: A Human Rights Approach)

 

Andmælendur eru dr. Tom Shakespeare, prófessor í fötlunarrannsóknum, Norwich Medical School, University of East Anglia og dr.polit. Karen Christensen, prófessor og deildarforseti, Department of Sociology, University of Bergen.

Leiðbeinandi í doktorsverkefninu er Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, Félags- og mannvísindadeild, Háskóla Íslands en doktorsnefnd skipa einnig dr. James G. Rice, lektor í mannfræði við Félags- og mannvísindadeild, Háskóla Íslands og dr. Peter Anderberg, dósent við Blekinge Institute of Technology í Svíþjóð. 
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir deildarforseti Félags- og mannvísindadeildar stýrir athöfninni.

 

Doktorsritgerðin er gagnrýnin greining á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og notendastýrða persónulega aðstoð á Norðurlöndum og innleiðingu 19. greinar Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Rannsóknargagna var aflað með viðtölum við leiðtoga miðstöðva um sjálfstætt líf, einstaklinga sem leiddu stefnumótun á þessu sviði og starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sem vann að innleiðingu stefnunnar í löndunum þremur.

Athöfnin er öllum opin. Hún fer fram á ensku en verður rittúlkuð á íslensku.
Nánari upplýsingar veita Ciara S. Brennan (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) og Rannveig Traustadóttir (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) (sími 847-0728).

Lesa meira: Ráðstefna um lífsgæði aldraðra

 

TAKTU FRÁ ÞRIÐJUDAGINN 21. NÓVEMBER!

Ágætu sjúkraliðar og sjúkraliðar með sérnám      

Mér er ánægja að bjóða ykkur til áhugaverðrar ráðstefnu um lífsgæði aldraðra þriðjudaginn 21. nóvember n.k.

Ráðstefnan er haldin í tilefni af 60 ára afmæli Hrafnistu og 80 ára afmæli Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna.

Ráðstefnan fer fram kl 9-16, í Silfurbergi í Hörpu. Fyrir hádegi verður áherslan lögð á starfsfólk í velferðar- og heilbrigðisþjónustu en eftir hádegi verður almenningi boðið að slást í hóp ráðstefnugesta og njóta dagskrárinnar.

Fram koma með annars reynsluboltar úr starfsemi Hrafnistu, Páll Matthíasson forstjóri Landspítala, Ari Eldjárn skemmtikraftur, Einar Kárason rithöfundur, Sigríður Thorlacius söngkona og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhanesson, auk nokkra annara. Ráðstefnustjóri er Gísli Einarsson fjölmiðlamaður.

Formleg dagskrá verður kynnt á næstunni. Þátttakendum er boðið til leiks án endurgjalds og skráðum þátttakendum er boðið í hádegverð.

Hægt er að fylgjast með Facebook-síðu ráðstefnunnar hér:

Skráning fer fram á netfanginu: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Allir velkomnir

Endilega takið daginn frá og ég vonast til að sjá ykkur með okkur í Hörpunni!

Bestu kveðjur,

Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna

Lesa meira: Vanhugsun stjórnenda Landspítala

 

Það er ótrúleg vanvirðing sem yfirstjórn Landspítala sýnir því starfi sem unnið er á Landspítalanum af fjölmörgum stéttum sem þar starfa við ótrúlega erfiðar aðstæður, þegar tekin er út ein stétt og tönglast endalaust á skortinum á henni. 
Ég tel það mikla vanþekkingu í mannauðsstjórnun eða alvarlegan skort á stjórnkænsku að gera sér ekki grein fyrir að með þessu er verið að kveikja elda við þær púðurtunnur sem þar hafa hlaðist upp vegna þreytu, veikinda, reiði, erfiði starfsins og vanmáttar sem hlotist hefur af langvarandi undirmönnun og í sumum tilfellum stjórnleysis. 
Gríðarlegur og viðvarandi skortur hefur verið á sjúkraliðum sem starfað hafa í algjörri undirmönnun í mjög langan tíma og eru við það að bugast þ.e. þeir sem enn eru eftir í starfi og slík einsleit umræða yfirmanna eykur ekki baráttuþrekið eða eflir starfsandann. 
Að leyfa sér að sjá ekkert út fyrir þann fagramma sem þessir yfirmenn eru sprottnir úr þ.e. læknir og hjúkrunarfræðingur, sýnir fram á gríðarlegan skort á stjórnunarhæfileikum eða algjöra vanhæfni að þessu marki.

Lesa meira: Einkavæðing áhyggjefni víða um heim

Hugmyndir um einkavæðingu í opinbera geiranum, til dæmis í heilbrigðiskerfinu, vekja áhyggjur víðar en á Íslandi og eru eitt af umræðuefnum á heimsþingi Public Service International (PSI), alþjóðlegra heildarsamtaka opinberra starfsmanna, sem fulltrúar BSRB og aðildarfélaga bandalagsins sitja.

Umræðuefnin á þingi sem fram fer nú í vikunni í Genf eru fjölmörg. Yfirskrift þingsins er „fólk umfram gróða“ (e. people over profit). Á þinginu er farið yfir helstu stefnu- og baráttumál PSI á heimsvísu. Málefnin eru fjölmörg og meðal annars þess sem er rætt um einkavæðingin sem virðist tröllríða öllum opinberum stofnunum hvar sem er í heiminum. Þá er fjallað um baráttu einstakra þjóða, svo sem baráttu Filippseyinga fyrir viðurkenningu á réttindum starfsmanna og baráttu japanskra slökkviliðsmanna til að stofna stéttarfélög í skugga kjarnorkugeilsunar og jarðskjálfa.

Á þinginu er einnig fjallað um öryggi heilbrigðisstarfsmanna, hvort heldur sem er á Vesturlöndum eða í miðjum Ebólu faraldri í Líberíu, og baráttuna gegn skattaundanskotum stórfyrirtækja, sem er umfangsmikil og á alheimsvísu. Þá er einnig fjallað um mannréttindi, umhverfismál, innflytjendur og mikilvægt framlag þeirra til vinnumarkaðarins, flóttafólk og mögulega fjölgun þeirra í framtíðinni, nýjar áskoranir, framtíðarvinnumarkaðinn, tæknibreytingar og fjölmargt fleira.

Horft til framtíðar og fortíðar

Þingið sitja fulltrúar stéttarfélaga og bandalaga innan PSI frá 150 aðildarlöndum. Fulltrúar Íslendinga frá BSRB og aðildarfélögum þess eru Árni Stefán Jónsson, fyrsti varaformaður BSRB og formaður SFR stéttarfélags, Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, Birna Ólafsdóttir frá Sjúkraliðafélagi Íslands, auk þeirra Þórarins Eyfjörð og Sólveigar Jónasdóttir frá SFR.

Alheimsþingið er haldið á fimm ára fresti og þar eru teknar ákvarðanir um framkvæmdáætlanir næstu ára og litið bæði til fortíðar og framtíðar. Ályktanir þingsins eru fjölmargar og taka oft mikinn tíma í vinnslu þegar svo margar þjóðir koma að borðinu, en í þeim birtist meðal annars sameiginlegur skilningur okkar á stefnu PSI og framkvæmd hennar.

Framtíðin er okkar að móta

Guy Ryder, forseti Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), var gestur á þinginu og tók meðal annars þátt í umræðum um framtíðarvinnumarkaðinn. Þar bað hann fólk að varast að týnast í tölum og útreikningum um fjölda nýrra starfa í vangaveltum sínum um framtíðarvinnumarkaðinn. Þess í stað þurfi að einbeita sér að kröfunni um lýðræði framtíðarinnar, tryggja félagslega virkni og leysa úr verkefnum mikilla fólksflutninga.

Rosa Pavanelli, forseti PSI, og fleiri töluðu á svipuðum nótum. Í máli hennar kom fram að í framtíðinni verði valdið fólgið í þekkingu á tækninni og það þyrfti að tryggja að það vald væri í réttum höndum. Ekki sé hægt að taka breytingum framtíðarinnar sem fórnarlömb heldur verið að taka þeim sem þátttakendur og höfundar. Framtíðin sé okkar að móta.

Lesa meira: Fréttir af þingi PSI sem haldið er í Genf

Dagana 29. október til 3. nóvember stendur yfir aðalþing PSI ( Public Services International ) í Genf

Fulltrúar BSRB á þinginu eru Kristín Á. Guðmundsdóttir, form SLFÍ, Arna Jakobína Björnsdóttir, form Kjalar og Árni Stefán Jónsson, form SFR ásamt Birnu Ólafsdóttur, SLFÍ, Sólveigu Jónsdóttur, SFR og Þórarni Eyfjörð, SFR

 

 

Lesa meira: Aðalfundur Reykjavíkurdeildar 2017

13. nóvember 2017 kl. 18:00
í félagsaðstöðu SLFÍ Grensásvegi 16

 

 

Dagskrá

 1. Kosning fundarstjóra.
 2. Skýrsla formanns um starfsemi deildarinnar.
 3. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir reikningar deildarinnar
 4. Tillögur um breytingar á reglum deildarinnar.
 5. Kosning formanns til tveggja ára.
  Í framboði er:
  Jóhanna Traustadóttir núverandi formaður Reykjavíkurdeildar 
 6. Kosning stjórnar.
 7. Kosning tveggja deildarkjörinna skoðunarmanna.
 8. Kosning fulltrúa deildarinnar til setu á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga félagsins.
 9. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun deildarinnar til samþykktar.
 10. Önnur mál.

Að lokinni dagskrá kemur Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri SLFÍ og fer yfir mismunandi kjarasamninga og stofnanasamninga okkar samningsaðila.

Léttar veitingar verða í boði á fundinum og hvetjum við alla til að koma og kynna sér málin og fá upplýsingar.

Fyrir hönd stjórnar Reykjavíkurdeildar Sjúkraliðafélags Íslands

Jóhanna Traustadóttir
Formaður Reykjavíkurdeildar SLFÍ

Lesa meira: Ný heimasíða hjá Framvegis

Á nýrri heimasíðu framvegis.is hefur verið opnað fyrir skráningu á sjúkraliðanámskeið sem eru í boði á haustmisseri 2017. Endilega kynnið okkur fjölbreytt úrval hagnýtra námskeiða.

Fyrsta námskeið annarinnar Sjúkleg streita verður kennt 25. og 26. September. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað streita er, hvernig streituviðbrögð geta nýst okkur og hvernig þau vinna gegn okkur en streita er talin hafi fylgni við 80% sjúkdóma sem herja á mannkynið í dag. Námskeiðið á erindi til flestra sem starfa innan heilbrigðisgeirans.

Hvetjum ykkur til að kynna ykkur námskeiðin og skrá ykkur á þau sem þið teljið áhugaverð og gagnleg.

Kærar kveðjur,

Starfsfólk Framvegis

www.framvegis.is

Sími 5811900

Lesa meira: Sjúkraliðaferð um suðurland 2017

Enn eru 14 sæti laus í ferðina, fimmtudaginn 24. ágúst.

Nauðsynlegt að skrá sig og greiða fyrir 14. ágúst.

Fyrstur kemur, fyrstur fær.

Sjá auglýsingu

Lesa meira: Sumarferð sjúkraliða 2017

Reykjavíkur -, Suðurnesja - og Suðurlandsdeild SLFÍ sameinast nú í ferð um Suðurlandið í von um góða þátttöku.    

VERÐ 14.000.-  

Skráning á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til 1. ágúst 2017

Sjá dagskrá