Lesa meira: Vaktabók 2016

Kæru sjúkraliðar!

Því miður urðu okkur á þau mistök að láta prenta of lítið upplag af Vaktabókinni 2016 og því margir sem fengu hana ekki með desemberblaði Sjúkraliðans.

Viðbótarupplag er nú komið úr prentun. Þeir sem ekki hafa fengið bókina, en vilja fá hana, eru vinsamlegast beðnir um að senda ósk þar um á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Vinsamlegast látið kennitölu, nafn og heimilisfang fylgja.

Að lokum skal þess getið að villa hefur slæðst inn í dagatalið fyrir októbermánuð.

1. október er á laugardegi en ekki fimmtudegi eins og stendur í bókinni.

 

Að lokum skal þess getið að Félagsskírteinin 2015 eru enn í gildi og verða það þar til annað verður tilkynnt.