Lesa meira: Íbúðin í Safamýri laus 22. - 26. febrúar 2016

Vegna forfalla er íbúðin í Safamýri laus frá 22. - 26. febrúar 2016.

Fyrstur bókar, fyrstur fær.

Lesa meira: Vegna kjarasamninga við sveitarfélög.

Lítið hefur þokast í samningsátt við sveitarfélögin á síðustu fundum. Næsti fundur undir stjórn ríkissáttasemjara hefur verið boðaður 9. febrúar.

Tvær ferðir verða farnar til Spánar í vor og haust á vegum SLFÍ.

Skráning í fyrri ferðina hefst í dag, 25. janúar kl. 13.00.

Fyrri ferðin verður 29. maí til 9. júní.

Beint flug til Malaga. Ferðin byrjar í Ronda, þar er gist í 2 nætur. Gengið milli þorpa í 6 daga, ferðin endar í strandbænum Estapona, þar verður gist í 2 til 3 nætur. Meðalgöngutími er 4 til 6 tímar á dag.

Innifalið: Flug,skattar, gisting með morgunmat, fæði og piknik hádegisverðir nema á frídögum, akstur til og frá flugvelli, flutningur á farangri, innlend leiðsögn enskumælandi leiðsögumanns og íslensk fararstjórn Úlfheiðar Ingvarsdóttur leiðsögumanns og ferðaskipuleggjanda, sem veitir nánari upplýsingar. S.6944920, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráning á skrifstofu SLFÍ.

Ferðin kostar 200.000 krónur á mann.

Greiða þarf 20.000 kr. staðfestingargjald í síðasta lagi 1. mars.

Seinni ferðin verður 12. september til 22. september.

Beint flug til Malaga: Ekið í fjallaþorpið Competa, þar er gist allan tímann. 5 ferðir frá hótelinu, 3 gönguferðir, jeppaferð og dagsferð til Malaga. Auðveldar göngur 3 til 4 tímar

Innifalið. Flug, skattar, gisting með morgunmat, fæði og piknik hádegisverðir nema á frídögum, akstur til og frá flugvelli, innlend leiðsögn enskumælandi fararstjóra og íslensk fararstjórn Úlfheiðar Ingvarsdóttur leiðsögumanns og ferðaskipuleggjanda, sem veitir nánari upplýsingar. Sími 6944920 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráning á skrifstofu SLFÍ.

Verð og skráning í seinni ferðina verður auglýst í orlofsblaði félagsins.

Lesa meira: Göngu og skemmtiferðir til Andalúsíu á Spáni 2016

Lesa meira: Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu Sjúkraliðafélag Íslands við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu
 
 
 
 
Svar     Talið     Prósent
Já         216       93.51%  
Nei         13         5.63%  
 
Ég tek ekki afstöðu 2    0.87%
 
 
 
Fjöldi á kjörskrá........... 423
Fjöldi kjósenda............ 231
 
 

Starfsmennt

Framundan er að kenna í fyrsta sinn Vaktavinnu og lýðheilsunámið núna í byrjun febrúar. 

Sjá auglýsingu

 

Vefgátt námsleiðarinnar

 

Lesa meira: Bíókvöld 14. janúar 2016

Deild sjúkraliða með sérnám verður með bíókvöld fimmtudaginn 14. janúar 2016  í félagsmiðstöð SLFI, Grensásvegi  16, kl 20 húsið opnar 19:30.

 

Sjá nánar

 

 

Lesa meira: Kynning á kjarasamningi Sjúkraliðafélags Íslands  við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Föstudaginn 15. janúar, kl.15:30 verður nýgerður kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu kynntur í félagsaðstöðu okkar að Grensásvegi 16.

Samningurinn verður sendur á trúnaðarmenn utan suðvesturhornsins með útskýringum og eru þeir beðnir um að kynna hann fyrir sjúkraliðum.

Trúnaðarmenn geta hringt á skrifstofu félagsins ef þeir óska eftir nánari útlistun á samningnum.

Að lokinni kynningu hefst atkvæðagreiðsla um samninginn á heimasíðu félagsins.

Kjaramálanefnd SLFÍ

Lesa meira: Nuddnámskeið í klassísku vöðvanuddi og svæðanuddi vorið 2016


Gunnar L. Fridriksson 1

Nuddnámskeið vor 2016

Hef verið með námskeið í klassísku vöðvanuddi og svæðanuddi síðustu þrettán ár.

Hvert námskeið er 18 kennslustundir og eru haldin á þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 16.15 og 19.15 og stendur yfir í tvær vikur þ.e. fjögur skipti. Einnig hef ég farið út á landsbyggðina og haldið helgarnámskeið. Næstu námskeið verða sem hér segir:

Svæðanudd

2. –3. og 9. – 10. febrúar.

Í svæðanuddi er farið inn á öll kerfi líkamans gegnum iljar, rist og ökkla. Á námskeiðinu er farið í gegnum hugmyndafræði og sögu svæðanudds og verklega kennslu. Eftir námskeiðið á fólk að geta nuddað heilnudd í svæðanuddi sjálfstætt. Verð á námskeiðið er 28.000 kr. Innifalið í námskeiðinu er kennslumappa, plakat með svæðum fóta og dvd diskur sem tekinn var upp á námskeiði hjá mér nemendum til stuðnings.

Klassískt vöðvanudd

Það verða tvö eins námskeið í vöðvanuddi.
19. – 20. og 26. – 27. janúar.
23. – 24. febrúarog 1. – 2. mars.

Í klassísku vöðvanuddi er kennt að nudda bak, háls og höfuð og andlit.
Hámarksfjöldi nemenda á hvert námskeið er takmarkaður við 6 manns til að hægt sé að leiðbeina hverjum og einum sem best. Verð á hvert námskeið er 28.000 kr. Innifalið í námskeiðinu er DVD kennslumyndband, kennslumappa og olíubrúsi með ilmolíum.

Víða taka verkalýðsfélög þátt í kostnaði við námskeiðin. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar í síma 822 0727 eða sendið póst til: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Lesa meira: Kjarasamningur við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu í höfn

Skrifað var undir kjarasamning við SFV kl. 19:00 í kvöld, föstudaginn 8. janúar. 

Samningurinn er á sömu nótum og gerður var við ríkið. 

Kynning á samningnum mun hefjast eftir helgina. 

Lesa meira: Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu Sjúkraliðafélags Íslands við Reykjavíkurborg

44 78.57%
Nei 7 12.50%
Ég tek ekki afstöðu 5 8.93%

 

127 voru á kjörskrá og þar af kusu 56 = 44,1%