Lesa meira: Formannskjör í Sjúkraliðafélag Íslands

Kjörstjórn Sjúkraliðafélags Íslands, auglýsir hér með eftir framboðum til formanns félagsins.

Sjá auglýsingu

Mjög mikil umræða hefur verið á síðustu árum um mögulega skaðsemi sykurs og sætuefna. Almenningur og fagfólk er sífellt meðvitaðra um mikilvægi þess hvaða fæðu við neytum í daglegu lífi.

Náttúrulækningafélag Íslands hefur um áratuga skeið varað við neyslu hvíta sykrinum og heldur nú í annað sinn málþing um sykur, viðbættan sykur og sætuefni.

Á heimasíðu Náttúrulækningafélag Íslands www.nlfi.is er að finna fjölda greina langt aftur í tímann um sykurog skaðsemi hans.

Á  málþinginu verða frummælendur með gríðarlega þekkingu bæði um sykur og sætuefni sem einnig geta verið varasöm.
•       Er sætuefni hollara en sykur ?

Sjá nánar

Lesa meira: Íbúðin í Safamýri og íbúðin á Akureyri laus.

Vegna forfalla er íbúðin á Akureyri laus 18. - 21. mars 2016 og líka Safamýri 23. - 30. mars 2016.

Fystur bókar, fyrstur fær.

Reykjavík 9. mars 2016

Lesa meira: Framkvæmdastjórn Sjúkraliðafélags Íslands ályktar

 

 

 

 

 

 

 

 

Ályktun framkvæmdastjórnar Sjúkraliðafélags Íslands

vegna fyrirhugaðra arðgreiðslna tryggingafélaga

 

Framkvæmdastjórn Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir harðlega fyrirhuguðum arðgreiðslum tryggingafélaga.

Félagið mun, ef að slíku „arðráni“ verður færa tryggingar félagsins til þess tryggingafélags sem nýtir „arðinn“

til lækkunar iðgjalda í þágu viðskiptavina og hvetja alla sjúkraliða til að gera slíkt hið sama.

Fh. framkvæmdastjórnar SLFÍ

Kristín Á Guðmundsdóttir, formaður

Lesa meira: Kosning um verkfall hjá stofnunum sveitarfélaga

Kæru sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögunum. 
Nú hefur verið sett í gang kosning um verkfallsboðun á vinnustöðum sjúkraliða sem starfa á kjarasamningi SAMBANDS ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA inni á heimasíðu félagsins.
Alsherjarverkfall hæfist þá 4. apríl nk. 
Það geta hafa orðið mistök við útsendingu upplýsinga. 
Það er tölvufyrirtæki sem sendir út um 300 tölvupósta. 
Það hafa komið upp þau tilvik að póstur berist ekki. 
Vil því biðja ykkur um að vera í sambandi hvert við annað svo að allt gangi sem best við kosninguna. 
Einnig getur það gerst að einstaklingur sé ekki skráður starfsmaður sveitarfélags á listanum og þurfi því að kæra sig inn á kjörskránna. 
Fyrir því geta verið nokkrar ástæður. Svo sem ný byrjuð/byrjaður, eða vinnur á tveimur stöðum sem eru með sitthvorn kjarasamninginn eða annarslags óhöpp. 
Þá er um að gera að vera í sambandi við skrifstofu félagsins og óska eftir lagfæringu þar á. 
Slíkt kæmi í ljós strax ef viðkomandi getur ekki kosið á heimasíðunni. 
Áætlað er að lok kosningarinnar verði um helgina.

Vil einnig benda ykkur á að til þess að kjósa þarf að nota rafræn skilríki svo sem Íslykil eða hafir þú verið búin að virkja símann þinn sem rafræn skilríki. 
Á islykill.is er hægt að panta lykilinn sem þá er sendur í heimabankann þinn. 
Munið svo að það er mjög mikilvægt að allir taki þátt í kosningunni

SAMSTAÐA ER AFL SEM EKKERT FÆR STAðIST

 

logo BSRB

Hádegisverðarfundur á Grand Hóteli Reykjavík 8. mars 2016 kl. 11.45 – 13.00.

Sjá auglýsingu

Lesa meira: Námskeiðið

 

 

 

 

 

Opnað hefur verið fyrir skráningar í námsleiðina Vaktavinna og lýðheilsa bæði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu.

 

 

Slóð á Vaktavinna og lýðheilsa á Akureyri

Sjá nánar 

 

 

 

Slóð á Vaktavinna og lýðheilsa á höfuðborgarsvæðinu

Lota 1: Sjá nánar 

Lota 2: Sjá nánar 

Lota 3: Sjá nánar

 

 

Endilega kynnið þetta sem víðast.

 

Lesa meira: Ályktanir frá Félagsstjórnarfundi Sjúkraliðafélags Íslands

Félagsstjórnarfundur Sjúkraliðafélags Íslands 26. febrúar 2016

Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu:

Félagsstjórn Sjúkraliðafélags Íslands tekur undir ályktun Formannaráðs BSRB  og mótmælir harðlega einkvæðingu heilsugæslustöðva, sem sitjandi ríkisstjórnin er leynt og ljóst að  læða inn, þvert gegn vilja þjóðarinnar.

Ljóst er að ríkisstjórnin hefur markvisst fjársvelt heilbrigðiskerfi og brotið það niður til þess að koma einkvæðingaráformum sínum til leiðar. Félagsstjórn SLFÍ gerir kröfu um  jafnan og góðan aðgang allra landsmanna að öflugu heilbrigðiskerfi og telur það forsendu þess að tryggja megi grundvallarrétt til heilbrigðis óháð efnahag og búsetu.  

Félagsstjórn SLFÍ hafnar algjörlega hverskyns markaðs- og einkavæðingu heilbrigðiskerfisins sem byggir á hagnaðarsjónarmiðum og forgangi hinna efnameiri.

Skortur á sjúkraliðum

Félagsstjórn Sjúkraliðafélags Íslands tekur undir með stjórnendum heilbrigðisstofnana sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af vaxandi og viðvarandi  skorti á sjúkraliðum.  Aldur stéttarinn er hár, margir að ljúka sinni starfsævi, sjúkraliðar fara til starfa í nágrannalöndunum og mennta sig til annarra starfa, m.a. vegna þess vinnuálags sem verið hefur hér á landi í áraraðir.

Félagsstjórn hvetur vinnuveitendur til að koma áhyggjum sínum á framfæri við þar til bæra aðila og auglýsa markvist eftir sjúkraliðum og vinna með félaginu að því að auðvelda ófaglærðum starfsmönnum að fara í sjúkraliðanámið.

Sala áfengis í verslunum

Félagsstjórn Sjúkraliðafélags Íslands lýsir yfir mikilli andúð á þingfrumvarpi þar sem lagt er til að áfengi verði selt í almennum verslunum.

Áfengisneysla er víða böl sem sundrað hefur fjölskyldum og valdið börnum ómældri sorg, og engin ástæða er til að auka aðgengi að því.  Aukið og óheftara aðgengi eykur enn frekar þær hörmungar sem fylgja óhóflegri áfengisneyslu.

Heilbrigðiskerfið hefur illa geta sinnt núverandi heilbrigiðsvandamálum þjóðarinnar og engin ástæða er til að auka á þau vandamál með slíku vanhugsuðuðu einkavæðingarfrumvarpi.

logo

Fræðslufundur vegna starfsloka

Fundurinn verður þriðjudaginn 15. mars kl. 13:00-16:30 í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga innan BSRB sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.

Skráning á netfangið:

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 525 8306 fyrir 11. mars.

Dagskrá:

13:00  Ásta Arnardóttir sérfræðingur-Tryggingastofnun - Lífeyrisþegar og almannatryggingar

13:40  Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB

14:00  Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur

14:45  Kaffihlé

15:15   Ágústa H. Gísladóttir forstöðumaður réttindamála hjá LSR og Þórdís H. Yngvadóttir sérfræðingur hjá LSS – Lífeyrismál

16:30  Fundarlok

Lesa meira: Föstudaginn 4. mars 2016 fagnar Iðjuþjálfafélag Íslands 40 ára afmæli með ráðstefnu á Hótel Örk í...

Dagskráin fyrir hádegi föstudagsins er helguð umfjöllun um teymisvinnu og þverfaglega samvinnu í íslensku samfélagi samkvæmt meðfylgjandi dagskrá. Seinni hluti dagskrár föstudagsins er haldin í samstarfi við Velferðarráðuneytið og mun fjalla um ávinning af nýrri nálgun í endurhæfingu með aukinni þverfaglegri þjónustu og notkun velferðartækni.

Sjá dagskrá

Sjá afmælisráðstefna