Lesa meira: Fréttabréf BSRB

Fréttabréf BSRB er nýkomið út. 

Hér fyrir neðan er linkur inn á það 

Fréttabréf BSRB 

 

 

Lesa meira: Haustferð sjúkraliða 2016

Farið verður í ferð þann 25. ágúst um Snæfellsnes.

Sjá auglýsingu

Lesa meira: Sjúkraliðar minna ykkur á sal Sjúkraliðafélag Íslands.

FÉLAGSAÐSTAÐA SJÚKRALIÐAFÉLAGS ÍSLANDS

Salurinn er einungis í boði fyrir félagsmenn SLFÍ og deildir þess.

Verð kr. 40.000.- um helgar og á almennum frídögum.

Verð kr. 30.000.- virka daga.

Staðfestingargjald er kr. 10.000.- og verður að greiðast innan 3ja daga frá pöntun.
Gjaldið er óendurkræft
 og síðan þarf lokagreiðsla að berast ekki seinna en 2 vikum fyrir útleigu.

Greitt er sérstaklega fyrir þrif og starfsmann.

Salurinn tekur um 90 manns.

 Lesa meira: Gönguferð á vegum Sjúkraliðafélagsins um Jónsmessu.

Dagana 24.-26.júní verður farið í gönguferð um Múlasveit í Austur – Barðastrandarsýslu. Svæðið er rómað fyrir náttúrufegurð og villt dýralíf. Hámarksfjöldi í ferð eru 14 manns.  Nokkur sæti eru laus og kostar 30.000 kr. í ferðina á mann. Innifalið er akstur frá Reykjavík, sigling með Baldri í Flatey, sigling úr Flatey í Stykkishólm, akstur til Reykjavíkur og leiðsögn. Eldað verður saman fyrsta og annað kvöldið sem er ekki innifalið í verði. Fólk nestar sig að öðru leyti sjálft. 

Lagt verður af stað frá SLFÍ kl.9.00 að morgni föstudagsins 24.júní. Gist verður í Fjarðarhorni í Kollafirði, tvær nætur. Sjá nánari ferðatillögun í orlofsblaði Sjúkraliðans frá því í mars. Ferðaskipuleggjandi og leiðsögumaður er Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir í s. 694- 4920.

Þeir sjúkraliðar sem áhuga hafa geta skráð sig símleiðis í s.533-9494 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða sent póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Lesa meira: Velheppnað þing evrópusambands sjúkraliða

Um 140 sjúkraliða tóku þátt í þingi evrópusamband sjúkraliða EPN 

Formannaskipti urðu á þinginu er Reumond Turö, formaður í noregi tók við af Tiia Rautpalo, finnlandi

Á ráðstefnunni var fjallað um sjálfboðavinnu í heilbrigðisþjónustunni, þar sem margir sérfræðingar á því sviði fluttu erindi. 

Nánar verður gerð grein fyrir ráðstefnunni í blaði félagsins Sjúkraliðanum 

 Lesa meira: Evrópusamband sjúkraliða (The European Council of Practical Nurses) verður með ráðstefnu þann 31....

Í tilefni af ráðstefnu evrópusambands sjúkraliða sem haldin verður í Reykjavík, þriðjudaginn 31.maí kl.9.00 á Grand hótel, bjóðum við alla sjúkraliða velkomna. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár verður tileinkuð umfjöllun um sjálfboðaliðastörf í heilbrigðisþjónustu.

Fjallað verður um framtíðarsýn þjónustunnar ásamt einkarekstri og ríkisrekstri.

Sjúkraliðar eru hvattir til að mæta og hlýða á áhugaverð erindi. Þeir sem sjá sér fært að mæta, skrái sig til þátttöku með því að senda félaginu tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Eins er velkomið að skrá sig símleiðis í s.553-9494.

Ferðakostnaður fyrir sjúkraliða á landsbyggðinni:

Ákveðið hefur verið að styrkja sjúkraliða til þátttöku á ráðstefnunni, að upphæð 10.000 kr fyrir 250 – 400 km. akstur og 15.000 kr fyrir akstur umfram 400 km á bifreið. Fyrir flugfargjöld er greitt allt að 15.000 

Sjá dagskrá

Lesa meira: Höfðingleg gjöf til Sjúkraliðafélags Íslands

 

Þann 18. maí sl. afhenti Ingibjörg R. Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur Sjúkraliðafélagi Íslands eina miljón krónur að gjöf.

SLFÍ hefur ákveðið að gjöfin verði notuð í að setja á stofn sjóð til styrktar rannsóknum á námi og störfum sjúkraliða.

Ingibjörg R. Magnúsdóttir, er fyrrverandi námsbrautarstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu.

Ingibjörg hefur verið einn ötulasti talsmaður þróunar hjúkrunarmenntunar á Íslandi. Hún var frumkvöðull að því að hafið var sjúkraliðanám við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (FSA) og lagði til að hin nýja stétt fengi nafnið Sjúkraliðar.  Fyrstu sjúkraliðarnir útskrifuðust frá FSA, 26. maí árið 1966. Ingibjörg var síðan ein þeirra sem stóð að stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands árið 1973.

Ingibjörg var gerð að heiðursfélaga Sjúkraliðafélagsins á 40 ára afmæli félagsins í nóvember árið 2006

 

Sjúkraliðafélag Íslands þakkar höfðinglega gjöf Ingibjargar og vonast til að sjóðurinn eigi eftir að vaxa og dafna, störfum og menntun sjúkraliða til góðs í framtíðinni.

 

 

Lesa meira: Árangursríku Fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands lokið

25. Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags íslands lauk nú á fjórða tímanum í dag.

Formaður félagsins Kristín Á. Guðmundsdóttir var endurkörin til næstu þriggja ára. 

Þingið afgreiddi frá sér lagabreytingar, ályktanir og skipulagsskrá fyrir nýjan starfsmenntasjóð SLFÍ áður Starfsmenntasjóður BSRB. 

Sjá ályktanir 

Sjá skipulagsskrá fyrir Starfsmenntasjóð SLFÍ. 

verða haldnir fyrir virka sjóðfélaga í  A- og B-deild LSR 18. og 19. maí n.k.

Nánari lýsing á kynningarfundunum fyrir sjóðfélaga:

Kynningarfundir um lífeyrismál fyrir sjóðfélaga

Árlega eru haldnir kynningarfundir um lífeyrismál fyrir virka sjóðfélaga í  A- og B-deild LSR. Sjóðfélagar skrá sig fyrirfram á fundina.

 

Sjá nánar

Lesa meira: Gönguferð, Andalúsía á Spáni 29. maí til 9. júní 2016

Vegna forfalla losnaði pláss í gönguferðina á Spáni í maí. Þeir sem áhuga hafa hringja í skrifstofu Sjúkrliðafélagsins sem fyrst.

Beint flug til Malaga. Ferðin byrjar í Ronda, þar er gist í 2 nætur. Gengið milli þorpa í 6 daga, ferðin endar í strandbænum Estapona, þar verður gist í 2 til 3 nætur. Meðalgöngutími er 4 til 6 tímar á dag.

Innifalið: Flug,skattar, gisting með morgunmat, fæði og piknik hádegisverðir nema á frídögum, akstur til og frá flugvelli, flutningur á farangri, innlend leiðsögn enskumælandi leiðsögumanns og íslensk fararstjórn Úlfheiðar Ingvarsdóttur leiðsögumanns og ferðaskipuleggjanda, sem veitir nánari upplýsingar. S.6944920, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráning á skrifstofu SLFÍ.

Ferðin kostar 200.000 krónur á mann.