Í tilefni af hálfrar aldar afmæli Sjúkraliðafélags Íslands verður staðið að ráðstefnu föstudaginn 18. nóvember kl.13.00 -16.15 á Hótel Natura.

Eftir ráðstefnuna verður   opið hús þar sem félagið mun bjóða upp á léttar veitingar.

Vonast er til að sem flestir sjái sér fært um að mæta og taki daginn frá.
Opnað verður fyrir skráningu miðvikudaginn 5.október.
Hægt verður að skrá sig á vefnum, senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skrá sig símleiðis í s. 553-9494.
 

 Lesa meira: Ráðstefna í tilefni af 50 ára afmæli Sjúkraliðafélags Íslands

 

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Nordica fimmtudaginn 20. október frá kl 13-14

Sjá nánar 

Lesa meira: Ráðstefna vinnuverndarvikunnar 2016

Lesa meira: Ályktanir frá Trúnaðarmannaráðsfundi SLFÍ 13. október 2016

 

Fundur í Trúnaðarmannaráði Sjúkraliðafélags Íslands haldinn fimmtudaginn 13. október 2016.

Sjá ályktun

Lesa meira: Burt með launamuninn!

Jafnrétti og jafnlaunamál á íslenskum vinnumarkaði

Sjá meira

Skráning á fundinn fer fram á www.radstefna.is

 

 Lesa meira: Brú lífeyrissjóður býður sjóðfélögum óverðtryggð lán

Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga býður nú sjóðfélögum sínum upp á óverðtryggð íbúðarlán, nú með 6,44% breytilegum vöxtum. Sjóðurinn kemur þannig til móts við eftirspurn sjóðfélaga sinna um óverðtryggð lán, en fyrir hefur sjóðurinn eingöngu veitt lán á föstum verðtryggðum vöxtum sem nú eru 3,7%.

Sjá nánar

 Lesa meira: Vaktavinna og lýðheilsa - Einnig í fjarnámi!

Það geta verið mörg álitamál og ólík sjónarhorn sem mæstar þegar kemur að vaktavinnu og skipulagningu vakta. Á þessum námskeiðum er fjallað um þessi mál, ásamt nýjustu rannsóknum er lúta að vaktavinnu og lýðheilsu starfsmanna. 

Fjarnám er í boði fyrir alla sem ekki geta sótt námskeiðin. Fyrirlestrar í eru teknir upp og verða aðgengilegir á Mínum síðum hér á vefnum fyrir skráða þátttakendur. 
Sjá nánar.

 

Lesa meira: Samkeppni um nafn á íbúðaleigufélagi

 

BSRB og Alþýðusamband Íslands efna til samkeppni um nafn á íbúðaleigufélagi sem leigja mun út íbúðir til fólks með lágar- og meðaltekjur og verður rekið án hagnaðarmarkmiða. Höfundur bestu tillögunar fær 50 þúsund krónur í verðlaun.

Nýtt íbúðafélag ASÍ og BSRB mun starfa í nýju íbúðakerfi sem verið er að taka upp hér á landi. Kerfið byggir á danskri fyrirmynd og er því ætlað að verða hagstæður og öruggur valkostur fyrir fólk á leigumarkaði.

Íbúðfélagið er sjálfseignastofnun sem starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir og er rekin án hagnaðarmarkmiða. Skilyrði er að íbúðirnar verði leigðar út til fólks með lágar- og meðaltekjur.

Íbúðafélagið hefur undirritað viljayfirlýsingu við Reykjavík og Hafnarfjarðabær um lóðir fyrir 1.150 íbúðir á næstu fjórum árum. Undirbúningur framkvæmda vegna 180 íbúða mun hefjast á þessu ári.  Samhliða þessum fyrstu skrefum vinnur íbúðafélagið að lausn fyrir sveitafélög á landsbyggðinni.

Félagið óskar eftir tillögum um nafn á félaginu. Nafnið skal vera þjált í notkun og ýta undir jákvæða ímynd félagsins.

Tillögum um nöfn þarf að skila inn í síðasta lagi fyrir miðnætti þann 16. október. Tillögur má senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Frjálst er að senda inn fleiri en eina tillögu. Óskað er eftir því að nafn og símanúmer þess sem leggur fram tillöguna fylgi í tölvupóstinum.

Íbúðafélagið mun veita 50 þúsund króna verðlaun fyrir bestu tillöguna.  Ef fleiri en einn leggja til vinningsnafnið verður vinningshafinn dreginn út.

BSRB og ASÍ hvetja alla til að leggja höfuðið í bleyti og senda tillögur að nafni á nýju íbúðafélagi fyrir miðnætti 16. október.

 

Nám í fötlunarfræðum - spennandi valkostur 
Opið er fyrir umsóknir í meistaranám í fötlunarfræði til og með 15. október 2016
 

MA nám í fötlunarfræði (120 einingar)
 
MA nám í fötlunarfræði með áherslu á opinbera stjórnsýslu (120 einingar)
 
MA nám í fötlunarfræði með áherslu á margbreytileika (120 einingar)
 

Nánari upplýsingar um námið veitir Snæfríður Þóra Egilson formaður námsbrautar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími:5254264 og Ásdís Magnúsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu félags og mannvísindadeildar Háskóla Íslands This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sími: 5255497
 
http://www.hi.is/felags_og_mannvisindadeild/fotlunarfraedi 

Lesa meira: Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar 2016

Ágæti viðtakandi!

Vek athygli þína á Evrópsku vinnuverndarvikunni sem verður 17.-21. október nk. en þema árin 2016-2017 er VINNUVERND ALLA ÆVI. Vinnuaðstæður snemma á lífsleiðinni hafa áhrif á heilbrigði fólks á efri árum. Forvarnir vegna vinnuslysa, heilsufarsvandamála og starfstengdra sjúkdóma eru nauðsynlegar alla starfsævina.

 

Sjá dagskrá

 

Því er komið á framfæri að Hamratún á Akureyri var að losna dagana 6-10 október 2016.