Sjúkraliðafélag Íslands undirritaði tvo kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara í dag.

Annars vegar við Múlabæ / Hlíðabæ og hins vegar við FAAS, Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga.

Báðir samningarnir gilda til 30. apríl 2015.

Boðuðu verkfalli hjá Múlabæ/Hlíðabæ sem hefjast átti 3. febrúar nk. er frestað þar til í ljós kemur hvort samninngurinn verði samþykktur. 

Lesa meira: Sjúkraliðafélag Íslands undirritaði tvo kjarasamninga í dag 22. janúar 2015

Þórunn  Bjarney Garðarsdóttir, hjúkrunarforstjóri og Dagný Egilsdóttir , skrifstofustjóri Múlabæjar/Hlíðabæjar handsala kjarasamninginn við formann SLFÍ Kristínu Á. Guðmundsdóttur. 

Boðuðu verkfalli hjá stofnuninni er frestað þar til í ljós kemur hvort samningurinn er samþykkur. 

Lesa meira: Sjúkraliðafélag Íslands undirritaði tvo kjarasamninga í dag 22. janúar 2015

Árni Sverrisson formaður stjórnar FAAS handsalar nýjan kjarasamning við formann SLFÍ. Með á myndinni er Elísabet S. Ólafsdóttir hjá embætti ríkissáttasemjara en hún stýrði viðræðunum 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://bsrb.is/library/Myndir/Logo-med-frettum/SLFÍ.JPG?proc=250x250
There was a problem loading image http://bsrb.is/library/Myndir/Logo-med-frettum/SLFÍ.JPG?proc=250x250

Sjúkraliðar samþykkja tveggja daga verkfall

Lesa meira: Sjúkraliðar samþykkja verkfall

Sjúkraliðar sem starfa á Múlabæ og Hlíðabæ hafa samþykkt tveggja daga verkfall í febrúar hafi ekki samist fyrir þann tíma. Verkfallið mun standa yfir 4. til 5. febrúar frá kl. 8-16. Náist ekki að semja eftir fyrstu verkfallslotuna hefst þriggja daga verkfall 11. febrúar og ótímabundið frá og með átjánda febrúar hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Múlabær er dagþjálfun fyrir aldraða og öryrkja og Hlíðabær er dagþjálfun fyrir fólk sem greinst hefur með heilabilunarsjúkdóma. Báðar stofnanirnar eru í Reykjavík.

Lesa meira: Nuddnámskeið vor 2015

Hef verið með námskeið í klassísku vöðvanuddi og svæðanuddi síðustu þrettán ár. Hvert námskeið er 18 kennslustundir og eru haldin á þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 16.15 og 19.15  og stendur yfir í tvær vikur þ.e. fjögur skipti.  Einnig hef ég farið út á landsbyggðina og haldið helgarnámskeið. Næstu námskeið verða sem hér segir:


Sjá nánar

Kæri viðtakandi,

Við hjá POWERtalk á Íslandi viljum bjóða ykkar félagsmönnum á kynningarfund fimmtudaginn 15. janúar nk. þeim að kostnaðarlausu. Sjá nánar í meðfylgjandi skjali.

Á fundinum munu nokkrir POWERtalk félagar segja frá hvað þeir hafa fengið út úr starfinu í samtökunum, við munum kynna hagnýt atriði sem tengjast starfseminni og rúsínan í pylsuendanum verður svo örnámskeið í flutningi tækifærisræða.

Fundurinn verður haldin á Hallveigastöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík og hefst kl. 20.

Meira má lesa um fundinn á heimasíðu okkar www.powertalk.is

 

Sjá nánar

 

Nú styttist í að trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla Alþýðu fari af stað á ný. Í byrjun febrúar hefst kennsla á 1. þrepi trúnaðarmannanámsins og mun kennsla fara fram í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89.

 

Meginmarkmið Félagsmálaskóla alþýðu er öflug félagsmálafræðsla og menntun til að þekking og hæfni forystumanna og annarra talsmanna verkalýðshreyfingarinnar sé sem best á hverjum tíma.

 

Unnið er eftir tveimur námsskrám sem viðurkenndar hafa verið af mennta – og menningarmálaráðuneytinu. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs I eru samtals 81 klst. og skiptast á fjögur þrep. Námsþættir námsskrár Trúnaðarmannanámskeiðs II eru samtals 61 klst. og skiptast á þrjú þrep.

 

Meðal þess sem tekið er fyrir á fyrsta hluta námsins eru spurningar eins og:

 

  • Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði?
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
  • Hvert er hlutverk trúnaðarmanna samkvæmt lögum og kjarasamningum ?
  • Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð?
  • Hvað einkennir góð og slæm samskipti á vinnustað?

 

Frekari upplýsingar um trúnaðarmannanámið má fá á skrifstofu BSRB í síma 525 8300 og hjá Félagsmálaskóla alþýðu. Skráning í námið fer fram á vef Félagsmálskólans en skráningarsíðuna má nálgast hér.

 

Einnig bendi ég á frétt á vef BSRB sem fjallar um Trúnaðarmannanámskeiðin á komandi vikum.