Lesa meira: 1. maí baráttudagur launafólks

1. maí 2015 Reykjavík- Baráttudagur launafólks

 

Sjá dagskrá

sukralidar---svunta 411262960

Heilir og sælir ágætu félagar.

 

Í aðdraganda 1. maí ætla BSRB og ASÍ að halda sameiginlegan morgunverðarfund um mikilvægi stéttarfélaganna í samfélaginu. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel og er kynningarefni um fundinn í viðhengi.

 

Um leið og við hvetjum allt forystufólk innan BSRB til að mæta þá hvetjum við til þess að félögin kynni fundinn vel meðal félaga sinna.

 

Athugið að þátttakendur verða að skrá sig á fundinn á www.1mai.is.

 

Sjá dagskrá

Fellsmúli mynd

Greiðsla fyrir orlofshús þarf að vera lokið fyrir miðnætti fimmtudaginn 16. apríl.

Lesa meira: Íbúðin í Kaupmannahöfn var að losna

 

 

Íbúð félagsins í Kaupmannahöfn var að losna dagana 16 – 20 apríl nk. 

Sjá orlofsvef SLFÍ 

Lesa meira: Úthlutun á orlofshúsum fer fram í dag 9. apríl 2015 kl. 16.00

Greiðslur fyrir húsin og frágangi leigusamninga þarf að vera lokið fyrir miðnætti fimmtudaginn 16. apríl 2015.

Sameiginleg kröfugerð SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna.

 

Í dag lögðu samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna fram sameiginlega kröfugerð félaganna í komandi kjarasamningum. Félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5200 manns. Innan Landssambands lögreglumanna eru rúmlega 600 félagsmenn sem allir starfa hjá ríkinu, Sjúkraliðafélag Íslands semur fyrir um 1100 starfsmenn hjá ríkinu og innan SFR stéttarfélags eru rúmlega 3500 manns hjá ríkinu. Fundur með samninganefnd félaganna þriggja og samninganefnd ríkisins fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara í dag.

Kröfugerðin skiptist í tvo hluta, annars vegar er um að ræða sameiginlegar kröfur félaganna og hins vegar eru sérkröfur hvers félags fyrir sig. Meginkröfurnar eru eftirfarandi:

  • Að hækka laun
  • Að stytta vinnuvikuna
  • Að tekin verði upp ný launatafla
  • Útrýma kynbundnum launamun
  • Endurskoða vaktavinnukaflann
  • Laun verði jöfnuð/leiðrétt á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði
  • Tekin verði upp launaþróunartrygging
  • Að samið verði um framlag til sérstakra leiðréttinga eða til endurnýjunar stofnanasamninga
  • Unnið verði að sérkröfum hvers félags

 

Árna Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, s: 892 9644

Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands, s: 896 8330

Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna, s: 898 8184

 

 

Lesa meira: Fréttatilkynning –

 

Sameinaðar samninganefndir SLFÍ, SFR og LL

 

Lesa meira: Fréttatilkynning –

 

Samninganefndir að störfum 

 

Lesa meira: Fréttatilkynning –

 

Formenn stéttarfélaganna, Snorri Magnússon form. LL 

Árni Stefán Jónsson, form. SFR 

og Kristín Á. Guðmundsdóttir, form. SLFÍ

Lesa meira: Fréttatilkynning –

 

 

Samninganefnd ríkisins. Gunnar Björnsson, form.

samninganefndar fyrir miðju 

 

 

Sam­einuð í kjaraviðræðum

Lesa meira: Sjúkraliðafélagið fer með SFR og Landsambandi lögreglumanna í kjaraviðræður við ríkið

Krist­ín Guðmunds­dótt­ir formaður Sjúkra­liðafé­lags Íslands, Snorri Magnús­son formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna og Árna Stefán Jóns­son formaður SFR stétt­ar­fé­lags í al­mannaþjón­ustu

Þrjú stærstu fé­lög­in inn­an BSRB sem semja við Ríkið hafa tekið hönd­um sam­an og leggja fram sam­eig­in­lega kröfu­gerð í kom­andi kjara­samn­ingsviðræðum. Þetta eru SFR stétt­ar­fé­lag í al­mannaþjón­ustu sem sem­ur fyr­ir um 3.500 starfs­menn, Lands­sam­band lög­reglu­manna með rúm­lega 600 starfs­menn og Sjúkra­liðafé­lag Íslands með um 1.100 starfs­menn hjá rík­inu, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Nú­ver­andi aðstæður á vinnu­markaði kalla á sterka viðspyrnu gagn­vart viðsemj­end­um og telja for­svars­menn fé­lag­anna að sá styrk­ur sem af sam­starf­inu fæst muni nýt­ast vel í viðræðunum framund­an. Eins og staðan er í dag er lík­legra en ekki að til aðgerða þurfi að grípa til að ná fram kröf­um fé­lag­anna. Enda hafa full­trú­ar rík­is­ins hvorki talað fyr­ir mikl­um hækk­un­um né leiðrétt­ing­um á laun­um rík­is­starfs­manna und­an­farna mánuði.

Síðar í dag munu full­trú­ar úr samn­inga­nefnd­um fé­lag­anna þriggja hitta samn­inga­nefnd rík­is­ins hjá sátta­semj­ara og leggja fram hug­mynd að viðræðuáætlun.

Í næstu viku mun kröfu­gerð SFR stétt­ar­fé­lags, Sjúkra­liðafé­lags Íslands og Lands­sam­bands lög­reglu­manna verða kynnt á sam­eig­in­leg­um blaðamanna­fundi.

Lesa meira: Fræðsludagur fagdeildar

Fimmtudaginn 26. mars kl. 14:00

á Grensásvegi 16 (nýju félagsaðstöðu SLFÍ).

Sjá auglýsingu