Lesa meira: Nuddnámskeið í haust 2015

Nuddnámskeið haust 2015

Hef verið með námskeið í klassísku vöðvanuddi og svæðanuddi síðustu þrettán ár
. Hvert námskeið er 18 kennslustundir og eru haldin á þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 16.15 og 19.15  og stendur yfir í tvær vikur þ.e. fjögur skipti.  Einnig hef ég farið út á landsbyggðina og haldið helgarnámskeið. Næstu námskeið verða sem hér segir:

Sjá auglýsingu

 

Lesa meira: Kjarafréttir

Samninganefndir Sjúkraliðafélags Íslands, SFR og Landssambandi lögreglumanna fundurðu undir stjórn ríkissáttasemjara fyrir stundu. 

Á fundinum svaraði samninganefnd ríkisins áður framlögðum launakröfum félaganna með móttillögu frá  ríkinu.

Tillaga ríkisins setti illt blóð í samninganefndir félaganna enda hafði ríkið lítið breytt áherslum sínum frá þvi þeir lögðu fram tilboð 27. júní sl. Mikið bil er á milli krafna félaganna og tillögu SNR.

Launakröfur félaganna miða að því að litið verði til þess ramma sem kjaradómur dæmdi BHM og hjúkrunarfræðingum.

Félögin líta svo á að með tillögu sinni sé ríkið að senda skýr skilaboð um að þeir sem lægst hafa launin fái minni launahækkanir en aðrir ríkisstarfsmenn.

M.a kom fram hjá samninganefnd ríkisins að alls ekki stæði til að launatöflur félaganna yrðu leiðréttar. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands las formanni samninsganefndar ríkisins Gunnari Björnssyni, bókun úr síðasta kjarasamningi SLFÍ, þar sem beinlínist er tekið á því að stefna aðila væri að leiðrétta launatöfluna frá þeirri skekkju sem inn kom vegna svokallaðra krónu hækkana sem skekktu allar launatöflur í tvígang.  

Samninganefnd SNR var bent á að lítill tilgangur væri með því að gera kjarasamning sem vitað yrði að félagsmenn félaganna felli. 

Ríkissáttasemjari ákvað eftir að ljóst var að hvorugur samningsaðili myndi beygja sig að boða ekki til samningafundar fyrr en á miðvikudag í næstu viku. 

 

 

Lesa meira: Breyting á eignaraðild að Framvegis

Á hluthafafundi sem haldinn var í gær 31. ágúst, voru undirrituð breyting á eignaraðild að Framvegis símenntun, þegar samþykkt var að Framvegis leysti út Prómennt ehf, sem áður átti 49% hlut í félaginu.

Eigendur að Framvegis eru nú eftirfarandi stéttarfélög:

Sjúkraliðafélag Íslands,

SFR stéttarfélag í almannaþjónustu og

STRV, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar.

Lesa meira: Munið gönguferðina í Þjórsárdal föstudaginn 4. sept

Minnt er á gönguferð í Þjórsárdal þann 4. sept mk. 

Sjá http://orlof.is/slfi/site/product/product_list.php

Ferðin hefst við skrifstofu Sjúkraliðafélagsins að Grensásvegi 16 klukkan 8.30 föstudaginn 4. september. Ferðaáætlun: Reykjavík, Þjósárdalur, Laugavatn, Þingvellir, Reykjavík. Við ökum eins og leið liggur yfir Hellisheiði að Árnesi sem verður fyrsta stopp. Höldum þaðan upp Þjórsárdalinn og skoðum Hjálparfoss, einn af þekktustu áningarstöðum í Þjórsárdal. Stuðlabergið við fossinn myndaðist við snögga vatnskælingu Þjórsárdalshraunsins þegar það rann um Gjána og niður dalinn fyrir u.þ.b 4000 árum. Ganga um Gjána sem er dásamlegt svæði. Við hefjum gönguna við Stöng, þaðan er göngustígur í Gjána. Göngum meðfram Gjánni sem er einn af fallegri áfangastöðum á Suðurlandi. Tærar uppsprettur, klettar og mikið af gróðri. Eftir að hafa skoðað og notið innsta hluta Gjárinnar förum við yfir Rauðá og göngum niður að Stöng í Þjórsárdal, en þar eru uppgrafnar rústir sem byggt hefur verið yfir til varðveislu. Talið er að Stöng hafi farið í eyði eins og flestir bæir í Þjórsárdal árið 1104, en þá gaus Hekla í fyrsta sinn eftir landnám. Spúði hún miklu magni af ljósum vikri og kaffærði bæi í Þjórsárdal. Göngulengd 2,4 km, 1 til 2 klukkustundir. Lagt af stað í átt að Laugarvatni. Kvöldmatur í Efstadal, sem er fjölskyldurekinn sveitabær á milli Laugavatns og Geysis. Ekið um Lyngdalsheiði, Þingvelli og til Reykjavíkur. Áætluð heimkoma klukkan 21.00. Innifalið: Rúta og leiðsögn. Kvöldmatur í Efstadal. Verð: 5000 kr. á félagsmann. Ekki innifalið: Nesti fyrir daginn.

 

 

Lesa meira: Ferð í Kerlingarfjöll 2015

10. september 2015 verður farið í Kerlingarfjöll.

Sjá dagskrá

Lesa meira: Orlofshúsið á Eiðum laust vikuna 7. - 14. ágúst

Vegna forfalla er húsið að Eiðum laust vikuna 7. - 14. ágúst 2015.

Fyrstur bókar, fyrstur fær.

 

Lesa meira: Viðræðum við ríki og Reykjavíkurborg frestað til 6. og 7. ágúst.

Fundur samninganefndar SLFÍ SFR og LL sem haldinn var 26. júní með ríki, var ákveðið í samráði við ríkissáttasemjara að fresta viðræðum fram til 6. ágúst nk.

Samkomulag varð um að náist samningar fyrir lok september nk. muni samningur taka við af samningi.

Sama samkomulag var síðan gert á samningafundi SLFÍ og Reykjavíkurborgar í gær 29. júní. 

Verið er að vinna að viðræðuáætlun milli Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og er þar einnig horft til þess að ekki verði byrjað fyrr en í ágústmánuði. 

 

Lesa meira: Tvær dagsferðir  frá Akureyri og Reykjavík

Minna á dagsferðir sem farið verður frá Akureyri þann 10. júlí og Reykjavík þann 4. september 2015.

Sjá dagskrá Sjúkraliðinn orlofsblað 2015 

http://www.slfi.is/images/stories/sjukralidinn/2015/SLFI_mars_2015.pdf

 Fellsmúli mynd

Vegna forfalla er íbúðin að Fellsmúla laus þann 7. - 14. ágúst 2015 

Fyrstur bókar, fyrstur fær.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.icelandunlimited.is/wp-content/uploads/2010/07/Reykjavikur-myndir-II.jpg
There was a problem loading image http://www.icelandunlimited.is/wp-content/uploads/2010/07/Reykjavikur-myndir-II.jpg

Lesa meira: Opinn fundur um húsnæðisstefnu RVK-borgar

Heilbrigðis- og velferðarnefnd BSRB boðar til morgunverðarfundar á fimmtudaginn 4. júní kl: 8:30 um Reykjavíkurhús, húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar

Sjá nánar

 Lesa meira: Sjúkraliðafélag Íslands, SFR og Landssamband lögreglumanna vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara

Sjúkraliðafélag Íslands, Stéttarfélag í almannaþjónustu (SFR) og Landssamband lögreglumanna vísuðu kjaradeilu félaganna til ríkissáttasemjara í dag. 

Félögin hafa átt um 9 sameiginlega samningafundi með samninganefnd ríkisins og telja nú fullreynt að samningar náist án aðkomu ríkissáttasemjara.