Vegna forfalla losnaði pláss fyrir einn í gönguferðina á Spáni nú 17. september. 

Verðið er 155.000 krónur fyrir félagsmenn Sjúkraliðafélagsins.

Ferðaáætlunin er í stórum dráttum sem hér segir:

Flogið verður í beinu flugi frá Keflavík til Malaga 17. september, en komið heim á ný 27. september eftir 10 nætur á Spáni. Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir sjúkraliði skipuleggur ferðina og er leiðsögumaður. Ferðaáætlunin er í stórum dráttum sem hér segir: Flogið verður frá Keflavík til Malaga að morgni 17. september. Ekið frá flugvellinum í Malaga um 35 kílómetra leið í fjallaþorpið Competa sem liggur í 635 metra hæð í Sierra Almijara fjallgarðinum.

Lítil hvítkölkuð þorp hanga í fjallshlíðunum í Axarquiahéraði. Competa er sá bær í héraðinu sem hefur mest aðdráttarafl fyrir ferðamenn, ekki síst vegna nálægðar við þjóðgarðinn Sierras de Tejda þar sem eru vinsælar gönguleiðir.

Competa er um það bil 20 kílómetra frá ströndinni Algarrobo Costa. Íbúar í þessu fallega fjallþorpi eru 2.485 talsins, þar af eru um 45% frá Norðurlöndum og Bretlandi.

Axarquiahérað var fyrr á öldum frægt fyrir stigamenn. Fjallstindar á Sierras de Tejeda, Almijara og Alhama mynda náttúruleg landamæri milli héraðanna Malaga og Granada. Tejeda og Almijara fjöllin eru Malaga megin í hjarta Axarquía svæðisins. Alhama er í vestasta hluta héraðsins Granada. Tejeda tindurinn nær 2065 metra yfir sjávarmál og býður upp á fallegt útsýni yfir Miðjarðarhafsströndina og aðliggjandi fjallgarða. Það er vinsælt svæði hjá göngufólki.

Hvítir og gráir litir eru yfirgnæfandi á svæðinu því þar er gnægð af marmara.

Fimm ferðir

Gist verður á Hotel Balcon de Competa sem er þriggja stjörnu hótel með sundlaug og frábæru útsýni yfir héraðið. Gist í tveggja manna herbergjum með morgunmat. Aukakostnaður fyrir einbýli.Lesa meira: Gönguferð á Spáni 17. september.

Fimm ferðir verða farnar á vegum spænskrar ferðaskrifstofu með enskumælandi leiðsögumönnum. Allar ferðirnar byrja frá hótelinu í Competa.

  • Tvær gönguferðir og jeppaferð í þjóðgarðinn Sierras de Tejeda.
  • Dagsferð til Malaga þar sem meðal annars verður farið á Picasso safnið, markað og fleira.
  • Dagsferð til Nerja þar sem meðal annars verða skoðaðir hinu frægu dropasteinshellar sem fundust árið 1957.

Innifalið

  • Flug til og frá Íslandi til Malaga.
  • Ferðir til og frá flugvellinum í Malaga.
  • Gisting á hótelinu í Competa í 10 nætur, morgunmatur innifalinn.
  • Fimm ferðir á vegum Spænsku ferðaskrifstofunnar með enskumælandi leiðsögumönnum. Hádegismatur innifalinn í ferðunum.

Ferðaskipuleggjandi og leiðsögumaður er Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir sem veitir allar nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 6944920.