Vegna forfalla losnaði pláss fyrir einn í gönguferðina á Spáni nú 17. september. 

Verðið er 155.000 krónur fyrir félagsmenn Sjúkraliðafélagsins.

Ferðaáætlunin er í stórum dráttum sem hér segir:

Flogið verður í beinu flugi frá Keflavík til Malaga 17. september, en komið heim á ný 27. september eftir 10 nætur á Spáni. Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir sjúkraliði skipuleggur ferðina og er leiðsögumaður. Ferðaáætlunin er í stórum dráttum sem hér segir: Flogið verður frá Keflavík til Malaga að morgni 17. september. Ekið frá flugvellinum í Malaga um 35 kílómetra leið í fjallaþorpið Competa sem liggur í 635 metra hæð í Sierra Almijara fjallgarðinum.

Lítil hvítkölkuð þorp hanga í fjallshlíðunum í Axarquiahéraði. Competa er sá bær í héraðinu sem hefur mest aðdráttarafl fyrir ferðamenn, ekki síst vegna nálægðar við þjóðgarðinn Sierras de Tejda þar sem eru vinsælar gönguleiðir.

Competa er um það bil 20 kílómetra frá ströndinni Algarrobo Costa. Íbúar í þessu fallega fjallþorpi eru 2.485 talsins, þar af eru um 45% frá Norðurlöndum og Bretlandi.

Axarquiahérað var fyrr á öldum frægt fyrir stigamenn. Fjallstindar á Sierras de Tejeda, Almijara og Alhama mynda náttúruleg landamæri milli héraðanna Malaga og Granada. Tejeda og Almijara fjöllin eru Malaga megin í hjarta Axarquía svæðisins. Alhama er í vestasta hluta héraðsins Granada. Tejeda tindurinn nær 2065 metra yfir sjávarmál og býður upp á fallegt útsýni yfir Miðjarðarhafsströndina og aðliggjandi fjallgarða. Það er vinsælt svæði hjá göngufólki.

Hvítir og gráir litir eru yfirgnæfandi á svæðinu því þar er gnægð af marmara.

Fimm ferðir

Gist verður á Hotel Balcon de Competa sem er þriggja stjörnu hótel með sundlaug og frábæru útsýni yfir héraðið. Gist í tveggja manna herbergjum með morgunmat. Aukakostnaður fyrir einbýli.Lesa meira: Gönguferð á Spáni 17. september.

Fimm ferðir verða farnar á vegum spænskrar ferðaskrifstofu með enskumælandi leiðsögumönnum. Allar ferðirnar byrja frá hótelinu í Competa.

  • Tvær gönguferðir og jeppaferð í þjóðgarðinn Sierras de Tejeda.
  • Dagsferð til Malaga þar sem meðal annars verður farið á Picasso safnið, markað og fleira.
  • Dagsferð til Nerja þar sem meðal annars verða skoðaðir hinu frægu dropasteinshellar sem fundust árið 1957.

Innifalið

  • Flug til og frá Íslandi til Malaga.
  • Ferðir til og frá flugvellinum í Malaga.
  • Gisting á hótelinu í Competa í 10 nætur, morgunmatur innifalinn.
  • Fimm ferðir á vegum Spænsku ferðaskrifstofunnar með enskumælandi leiðsögumönnum. Hádegismatur innifalinn í ferðunum.

Ferðaskipuleggjandi og leiðsögumaður er Úlfheiður Kaðlín Ingvarsdóttir sem veitir allar nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 6944920.

 

Lesa meira: Baráttufundir á Húsavík og Akureyri

 

Lesa meira: Baráttufundir á Húsavík og Akureyri

Fundað var með sjúkraliðum á Húsavík og Akureyri í gær. Engan bilbug er að finna á þeim vígstöðvum

Lesa meira: Baráttufundur í Háskólabíói

Munið baráttufundinn í Háskólabíói kl 17:00 þriðjudaginn 15. september  

Deilið, svari og bjóðið ykkar samstarfsmönnum og vinum með því að senda þeim tilkynningu um viðburðinn

Sjá facebooksíðuna  Barátta2015 

 

 

Lesa meira: ORÐSENDING TIL ALLRA SJÚKRALIÐA Á NORÐURLANDI

Sjúkraliðafélag Íslands, efnir til baráttu- og kynningarfundar mánudaginn 14. september, kl. 15.00 á Sjúkrahúsinu Húsavík kl. 14:00 á sjúkrahúsinu á Akureyri, kennslustofunni á 2.hæð. kl.15:00
Ekkert hefur þokast í samningsátt í viðræðum stéttarfélaganna við samninganefnd ríkisins og eftir síðasta fund sá ríkissáttasemjari ekki ástæðu til að boða til nýs fundar. Í ljósi þessarar erfiðu stöðu var ákveðið að halda BARÁTTUFUND, þ.s. farið verður yfir stöðuna og baráttuandinn efldur.
Það eru ALLIR sjúkraliðar hvattir til að mæta, því að á meðan ekki nást samningar við ríkið, semja aðrir samningsaðilar ekki við félögin.

Endilega látið þetta berast.
 

Lesa meira: Orðsending til allra félagsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands

Sjúkraliðafélag Íslands, SFR- stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna efna til baráttu- og kynningarfundar þriðjudaginn 15. september, kl. 17.00 í Háskólabíói. 
Ekkert hefur þokast í samningsátt í viðræðum stéttarfélaganna við samninganefnd ríkisins og eftir síðasta fund sá ríkissáttasemjari ekki ástæðu til að boða til nýs fundar. Í ljósi þessarar erfiðu stöðu var ákveðið að halda BARÁTTUFUND, þ.s. farið verður yfir stöðuna og baráttuandinn efldur.
Það eru ALLIR sjúkraliðar hvattir til að mæta, því að á meðan ekki nást samningar við ríkið, semja aðrir samningsaðilar ekki við félögin.
Sjúkraliðar eru hvattir til að mæta í vinnuskrúða og eða hvítri flíspeysu merktri félaginu.

Opnuð hefur verið facebook síða vegna þeirrar baráttu sem framundan er undir nafninu „Barátta 2015“ og að sjálfsögðu verða áfram sendar út kjara-/baráttufréttir frá félaginu.
Einnig verið opnuð síða á Tvitter ‪#‎baratta2015‬
Formaður og framkvæmdastjóri SLFÍ hafa verið með vinnustaðafundi þar sem farið hefur verið yfir málin og munu halda því áfram og eru trúnaðarmenn beðnir um að vera í sambandi við skrifstofu félagsins ef óskað er eftir slíkum fundum.

Á fjölmennum fundi Sjúkraliðafélagsins með sjúkraliðum á Landspítala Fossvogi kom fram mikill stuðningur við kjaramálanefnd félagsins

 

Lesa meira: Fjölmennur fundur sjúkraliða á Landspítala Fossvogi

Lesa meira: Fréttatilkynning frá samningamálum

 

Sjúkraliðafélag Íslands, SFR stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa verið í sameiginlegum viðræðum við Samninganefnd ríkisins um nokkurt skeið.

 

 

 

Þegar hafa verið haldnir 6 fundir undir stjórn ríkissáttasemjara og lauk 7. fundi í dag án árangurs.

Ekki hefur verið boðaður annar fundur í kjaradeilu félaganna við ríkið.

Samninganefnd ríkisins hefur ekki sýnt neinn vilja til að ræða þær sanngjörnu kröfur sem félögin hafa lagt fram sem byggja á þeim kjarasamningum sem ríkið hefur nú þegar gert við starfsmenn sína og niðurstöðum gerðardóms.

Félögin munu nú þegar snúa sér til félagsmanna sinna til þess að ákvarða næstu skref. Staðan í kjaradeilunni er því grafalvarleg.

 

 

Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sími 896 8330

Árni Stefán Jónsson formaður SFR stéttarfélags sími 8929644

Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna sími 898 8184

 

Lesa meira: Fundað með sjúkraliðum á leið í Kerlingafjöll

 

Formaður og framkvæmdastjóri SLFÍ þau, Kristín Á. Guðmundsdóttir og Gunnar Örn Gunnarsson, funduðu með 100 sjúkraliðum sem voru á leið í Kerlingafjöll kl. 08:30 í morgun. 

Þau notuðu tækifærið og fóru yfir stöðuna í kjaramálum Sjúkraliðafélags Íslands, SFR og LL í samningamálum við samninganefnd ríkisins, áður en lagt var af stað.

Mikill baráttuhugur myndaðist meðal ferðafélaganna um að standa þétt að baki samninganefnd félagsins. 

Lesa meira: SAMSTAÐA ER AFL SEM EKKERT FÆR STAÐIST

 

Sjúkraliðar á Landspítala við Hringbraut taka undir slagorð stéttarinnar "SAMSTAÐA ER AFL SEM EKKERT FÆR STAÐIST"

Á fundi formans og framkvæmdastjóra með sjúkraliðum Landspítala við Hringbraut var farið yfir stöðuna í kjaraviðræðum stéttarinnar við samninganefnd ríkisins. 

Í ljós kom mikil einurð félagsmannanna að standa við bakið á samninganefnd félagsins 

Lesa meira: Sjúkraliðar Landsspítala Hringbraut athugið!

Áríðandi fundur um kjaramál verður haldinn á Landspítala Hringbraut

Fundurinn verður í Hringsal á Hringbraut

miðvikudaginn 9.september kl.16.00.

Fulltrúar samninganefndar verða á staðnum.

Formaður félagsins mun fara yfir stöðuna.

Við hvetjum alla tiað mæta.

Trúnaðarmenn.

 

Lesa meira: Stjórn BSRB ályktar

Ályktun stjórnar BSRB vegna kjaraviðræðna við ríkið

Stjórn BSRB krefst þess að ríkið gangi þegar í stað frá kjarasamningum við starfsfólk sitt sem margt hefur verið með lausa samninga í rúmlega hálft ár. Það er sanngjörn og eðlileg krafa að ríkisstjórnin veiti samninganefnd sinni skýrt umboð til að klára samninga svo forða megi frekari röskun á þeirri mikilvægu almannaþjónustu sem starfsfólk ríkisins sinnir.

Eftir vinnustöðvanir og verkföll annarra félaga opinberra starfsmanna síðastliðið vor tók ríkisstjórnin ákvörðun um að setja lög á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Við gildistöku þeirra laga tók Alþingi um leið samningsréttinn af umræddum félögum. Það var jafnframt ákvörðun ríkisins að fela gerðardómi að leiða kjaradeiluna til lykta.

Allt frá því að samningar losnuðu í lok febrúar og jafnvel eftir að gerðardómur kvað upp sinn úrskurð hefur samninganefnd ríkisins ekki sýnt af sér nokkurn vilja til að klára samninga við ríkisstarfsmenn í anda þess sem gerðardómur úrskurðaði að væri sanngjarnt. Ríkið setti kjaradeilu hluta starfsmanna sinna í gerðardóm þvert á vilja þeirra en vill svo ekki una niðurstöðu dómsins gagnvart öðrum starfsmönnum ríkisins, jafnvel þótt það starfsfólk starfi í mörgum tilfellum við hlið þeirra sem falla undir ákvörðun gerðardóms.

Þær kjarabætur sem ríkið hefur boðið aðildarfélögum BSRB eru langt frá þeim launahækkunum sem gerðardómur ákvað að væru sanngjarnar fyrir aðra ríkisstarfsmenn. Með nýjustu samningstilboðum sínum hefur ríkið sýnt því starfsfólki sínu sem enn er með lausa samninga mikla vanvirðingu og jafnframt sýnt af sér vilja til að mismuna starfsfólki sínu eftir því hvaða stéttarfélagi það tilheyrir.

Stjórn BSRB krefst þess að ríkið veiti samninganefnd sinni þegar í stað fullt umboð til að ganga til samninga við aðildarfélög BSRB þar sem mið verði tekið af úrskurði gerðardóms svo komast megi hjá frekari átökum á vinnumarkaði með tilheyrandi röskun á opinberri þjónustu.