Almennur kjaramálafundur 

Verður haldinn í dag, 12. október kl 16:00 í félagsaðstöðu félagsins að Grensásvegi 16. Sjúkraliðar eru hvattir til að mæta. Sérstaklega er höfðað til þeirra sem taka þátt í verkfalli á ríkisstofnunum. 

Dagskrá fundarins er;

  • Staðan í samningunum
  • Rekstur verkfallsins
  • Verkfallsvarsla
  • Önnur mál

Fundarboð var sent í rafrænu fréttabréfi þann 2. október. Hægt er að skrá sig á póstlistann okkar hér fyrir neðan.

Lesa meira: Fundur í dag kl. 16:00 

 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.sfr.is/files/medium_IMG_0417_630841359.JPG
There was a problem loading image http://www.sfr.is/files/medium_IMG_0417_630841359.JPG

Lesa meira: Hvatningarfundur fyrir utan stjórnarráðið

 

 

 

 

Sjá vídeó

 

Vel var mætt á hvatningarfund sem haldinn var fyrir utan Stjórnarráðið í morgun við upphaf ríkisstjórnarfundar.

Lesa meira: Hvatningarfundur fyrir utan stjórnarráðið

 

 

 

Enn er tími!

Formenn SFR, SLFÍ og LL hittu ásamt fjölda félagsmanna Sigmun Davíð forsætisráðherra nú í morgun í stjórnarráðinu í upphafi ríkisstjórnarfundar. Þar afhentu þau ráðherra yfirlýsingu frá félögunum þar sem stjórnvöld voru hvatt til þess að semja áður en verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna skellur á.

YFIRLÝSING FÉLAGANNA:

Félagsmenn SFR, SLFÍ og LL krefjast þess að stjórnvöld taki ábyrgð á þeirri stöðu og staðreynd að fleiri þúsund starfsmenn ríkisins eru á leið í verkfall með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir samfélagið allt!

Körfur okkar eru sanngjarnar og skýrar! Að við fáum sambærilegar kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn! Að okkur verði sýnd sú lágmarks virðing að  hafa sjálfstæðan samningsrétt. Við sættum okkur ekki við virðingarleysi stjórnvalda  sem birtist í þeirri ákvörðun að leggja enn og aftur á borð, tilboð sem margsinnis hefur verið hafnað. 

Forsætisráðherra, ríkisstjórn. Það er enn tími!

Það er grundvallaratriði að við fáum réttlátar leiðréttingar á kjörum okkar til samræmis við aðrar stéttir hjá ríkinu, öllu öðru verður hafnað.

 

sukralidar-svunta 411262960

Algengar spurningar um greiðslur og störf í verkfalli

Launagreiðslur í verkfalli

Laun falla niður í verkfalli. Líklegt er að ríkið muni hafa þann hátt á, að draga laun af öllum félagsmönnum SLFÍ sem starfandi eru undir kjarasamningi SLFÍ við ríkið þá daga sem verkfallið stendur yfir.

Félagsmenn sem vinna í verkfalli eiga rétt á launum fyrir þann tíma sem þeir vinna. Hver og einn félagsmaður þarf síðan að fara fram á að fá greitt ef hann hefur verið verið starfandi samkvæmt undanþágulista.

Hver er réttarstaða félagsmanna í verkfalli?

Hvað varðar réttarstöðu starfsmanna í verkfalli er meginreglan sú að réttarsamband starfsmanna og atvinnurekanda fellur niður á meðan á verkfalli stendur og eru aðilar ekki bundnir af ákvæðum ráðningarsamnings á þeim tíma sem verkfall varir. Þannig falla launagreiðslur niður og einnig skyldur starfsmanns til að inna af hendi vinnu sömuleiðis.

Þegar verkfalli hins vegar lýkur vakna skyldur aðila við á ný og er mönnum skylt að koma þá strax til vinnu og atvinnurekanda jafnframt skylt að taka við starfsmönnum sínum í vinnu. Hins vegar hefur almennt verið litið svo á að verkföll hafi ekki áhrif á ávinnslu réttinda. Þannig telst sá tími sem fólk er í verkfalli til vinnutíma þegar réttur viðkomandi er reiknaður út.

Orlof/sumarfrí. Ef félagsmaður er í orlofi/sumarfríi þegar þegar verkfall stendur yfir?

Þegar félagsmaður er í orlofi/sumarfríi þá telst hann vera í verkfalli. Hann færi því ekki laun frá vinnuveitanda og orlofstaka hans fellur niður á þeim tíma sem verkfall stendur. Félagsmenn í orlofi/sumarfríi fá greitt úr Vinnudeilusjóði líkt og aðrir í samræmi við úthlutunarreglur Vinnudeilusjóðs.

Ef félagsmaður er á fyrirframgreiddum launum og fyrirfram ákveðin og skipulögð orlofstaka hefst áður en verkfall skellur á, telst hann vera í orlofi.

Má kalla félagsmenn sem eru í sumarfríi/orlofi til vinnu

Vinnuveitanda er ekki heimilt að kalla til vinnu félagsmenn sem hafa verið í sumarfríi eða vaktafríi eftir að verkfall er hafið, ekki frekar en aðra félagsmenn, nema þá ef þeir eru á undanþágulista eða eru kallaðir til vinnu samkvæmt ákvæði 20. gr. laga nr. 94/1986. Skiptir í því sambandi ekki máli hvort starfsmaður hefur hafið orlof eða hvort hann hugðist hefja það á verkfallstímabilinu.

Má kalla félagsmenn til vinnu sem eru í vaktafríi?

Um þessa spurningu gildir sama svar og að ofan.

Má kalla út aðra starfsmenn á aukavaktir meðan á verkfalli félagsmanna SLFÍ  stendur?

Það má ekki bæta í mönnun vegna verkfalls sjúkraliða. Aðrir starfsmenn eiga ekki að fá aukin  verkefni, utan þeirra er þeir sinna öllu jöfnu. SLFÍ lítur svo á að með því að fjölga öðrum starfsmönnum sé verið að láta þá ganga í störf félagsmanna.

Geta  yfirmenn gengið í störf félagsmanna í verkfalli?

Forstöðumenn geta gengið í öll störf í verkfalli þar sem þeir bera ábyrgð á rekstri stofnunarinnar.

Má taka aukavaktir, breyta vöktum í verkfalli?

Í verkfalli gildir fyrirliggjandi vaktaskýrsla. Breytingar á henni, þar með taldar aukavaktir eða breyttar vaktir eru ekki heimilar nema til komi samþykkt undanþágunefndar sem SLFÍ skipar.

Þeir sem eru í fæðingarorlofi, eru þeir í verkfalli?

Engar breytingar verða á högum þeirra sem eru í fæðingarorlofi. Launagreiðslur félagsmanna í fæðingarorlofi koma frá Fæðingarorlofssjóði og hafa því ekkert með verkfall félagamanna sem starfa samkvæmt kjarasamningi félagsins við ríkið að gera .

Félagsmenn í tímavinnu

Um félagsmenn sem eru í tímavinnu gildir sama regla og ef um fastráðinn starfsmann væri að ræða. Ef félagsmaður er skráður í starfshlutfall eða á vaktarúllu, gildir fyrirliggjandi vaktaskýrsla og er félagsmaður þá í hópi þeirra sem starfað geta á öryggislista (undanþágulista). Ef félagsmaður í tímavinnu er ekki skráður á vaktaskýrslu telst hann vera í verkfalli líkt og aðrir og kemur því ekki til greina við störf skv. undanþágulista.

Námsleyfi, fellur það niður í verkfalli?

Laun í námsleyfi falla niður í verkfalli og verður félagamaður að taka leyfið út seinna.

Undanþágulistar. Hvernig er þeim háttað, hverjir eiga að vinna vaktirnar?

Undanþágulisti (einnig nefndur öryggislisti) er listi yfir störf sem undanþegin eru verkfalli.  Á honum er tilgreindur sá fjöldi félagsmanna sem skal vera við störf í verkfalli á hverri stofnun og deild. Listinn er sundurgreindur niður á vaktir.  Tilgangur listanna er að tryggja „nauðsynlegustu öryggisgæslu og  heilbrigðisþjónustu“ (eins og segir í lögum 94/1986) og koma í veg fyrir skaða. 

Í vaktakerfum skal fara eftir þeirri vaktaskýrslu sem liggur fyrir þegar valinn er starfsmaður til þess að vinna í verkfalli samkvæmt undanþágulista. Sé fleiri skráðir á vakt en tiltekið er á undanþágulista ákveður stjórnandi í samráði við starfsmenn hvaða starfsmaður vinnur vaktina.

Undanþágur frá verkfalli og undanþágunefnd, hvernig virkar hún

Samkvæmt 20. grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 segir um heimild til að kalla starfsmenn til vinnu:

Sé verkfall hafið er heimilt að kalla starfsmenn, sem eru í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðarástandi.

Samkvæmt 21. grein sömu laga segir um undanþágunefnd:

„Nefnd tveggja manna ákveður hverjir skulu kvaddir til starfa skv. 20. gr. Annar nefndarmanna skal tilnefndur af því stéttarfélagi sem á í verkfalli en hinn af viðsemjanda þess. Ákvarðanir um kvaðningu til vinnu skulu teknar með atkvæðum beggja nefndarmanna og eru þær endanlegar.“

Undanþágunefnd fjallar um einstök störf en ekki einstök verk sem starfsmenn taka að sér í verkfalli

Getur félagsmaður neitað að koma til starfa í verkfalli?

Félagsmanni er ekki heimilt að neita að koma til vinnu í verkfalli. Honum ber að sinna boði yfirmanns um að koma til starfa við þessar aðstæður sbr. almenn ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.

Ef félagsmaður sem á að mæta skv. undanþágulista veikist, hvernig virkar það?

Túlkun SLFÍ er að ef félagsmaður sem á að mæta skv. undanþágulista veikist þá eigi að greiða honum laun líkt og um unnin dag væri að ræða.  Þessi túlkun byggist á því að umræddum starfsmanni er ætlað að ganga í þau störf sem eru á undanþágulista, þ.e. viðkomandi væri við störf í verkfalli ef ekki kæmi til veikinda.

Starfsmaður í veikindum,  heldur hann launum?

Á meðan á verkfalli stendur falla megin skyldur ráðningarsamningsins niður. Þannig mega aðilar ekki framkvæma ákvæði ráðningarsamningsins á meðan á því stendur. Félagsmaður fær því ekki laun á meðan verkfalli varir og heldur ekki veikindalaun, þrátt fyrir að veikindi hafi verið tilkomin áður en til verkfalls kom.

Félagsmaður sem er í veikindum hefur hins vegar rétt til greiðslu úr Vinnudeilusjóði líkt og hann sé í starfi. 

Hvaða störfum á að sinna í verkfalli?

Félagamenn sem kallaðir eru til starfa skv. undanþágulistum eiga að sinnna sem miðast við að tryggja lámarks öryggisþætti og öryggi sjúklinga og að engin verði fyrir beinum skaða af verkfallsaðgerðum.

Hverjir fara í verkfall? Allir eða sumir?

Verkfallsaðgerðir verða tvískiptar.

  • Allsherjarverkfall þar sem allir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu leggja niður störf í tiltekin fyrirfram ákveðinn tíma
  • Stofnanabundin verkföll þar sem tilteknar stofnanir fara í ótímabundið verkfall þar til að samið verður. Þær stofnanir eru Landspítalinn, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Reykjaness og eru þau verkföll tímabundin frá 8.00 – 16.00.

               

Hver er staða Vinnudeilusjóðs og hvernig eru verkfallsbætur hugsaðar?

Vinnudeilusjóður SLFÍ verður nýttur til stuðnings við félagsmenn og mun stjórn sjóðsins taka ákvörðun um hvernig hann verður best og sanngjarnast nýttur.

Lesa meira: Dagar verkfallsins.

Framkvæmd verkfallsins hjá ríkinu verður sem hér segir

Sjá skjal

Lesa meira: Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls.

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls sjúkraliða sem starfa á kjarasamningi SLFÍ og ríkisins er eftirfarandi.

Fjöldi á kjörskrá........... 1106

Fjöldi kjósenda............ 772

Kosninga þátttaka....... 69,8%

Sjá nánar

 

Lesa meira: Fundað með sjúkraliðum á Landakoti

 

Vel var mætt á vinnustaðarfund með sjúkraliðum á Landakoti. 

Á fundinn mættu formaður og framkvæmdastjóri til þess að fara yfir stöðuna í samningamálum við ríkið. 

 

Lesa meira: Ályktun baráttufundar SLFÍ, SFR og LL í Háskólabíó

Sanngjarnar og

raunhæfar kröfur

           

Fé­lags­menn á bar­áttufundi fyr­ir bætt­um kjör­um, í Há­skóla­bíói 15. sept­em­ber 2015 kl. 17, krefjast þess að rík­is­stjórn Íslands taki raun­hæf skref í átt að lausn á kjara­deilu SFR, SLFÍ og LL við ríkið. Staðan er grafal­var­leg. Ef ekk­ert verður að gert stefn­ir í að fleiri þúsund starfs­menn inn­an al­mannaþjón­ust­unn­ar fari í aðgerðir með til­heyr­andi áhrif­um og álagi á sam­fé­lagið allt.

Sjá ályktun í heild sinni.

Kynning á verkefnum Norrænu velferðarvaktarinnar í Norræna húsinu
fimmtudaginn 17. september 2015 kl. 12.00–13.15.

Sjá nánar

Lesa meira: Hlekkur inn á baráttufundinn í Háskólabíó

Fundinum í Háskólabíó verður streymt út til landsbyggðarinnar sérstakleg 

Sjá hlekk 

https://www.youtube.com/watch?v=_m1BWs3607c

Attachments area
 

 

Lesa meira: Baráttufundur fyrir bættum kjörum verður haldinn

Baráttufundur fyrir bættum kjörum verður haldinn á Akranesi 21. sept kl. 15:00

 

Sjúkraliðar eru hvattir til þess að mæta  

 

Lesa meira: Munið barátturfundinn í Háskólabíói

Munið barátturfundinn í Háskólabíói 

Farið inn og merkið við mætingu 

Samstaða er afl sem ekkert fær staðist