Lesa meira: Samstöðufundur við Laugardalshöll í dag kl. 16:00, 23. október 2015
Sjúkraliðar! Mætum við Laugardalshöll kl. 16:00, fylktu liði þegar
fjármálaráðherra og gestir mæta á Landsfund Sjálfstæðisflokksins.

Lesa meira: Samstöðufundur föstudaginn 23. október kl. 9:00 við Stjórnarráðið

Kjarasamningsviðræður SFR, SLFÍ og LL við ríkið standa enn yfir og ganga alltof hægt að áliti félaganna. Enn eru á annað þúsund félagsmanna í verkfalli. Knýjum á um lausn deilunnar og mætum á samstöðufund kl. 9 í fyrramálið við stjórnarráðið.

Mætum öll og sýnum samstöðu!

 

Lesa meira: Gengur hægt í viðræðum

Verkfall, SLFÍ  SFR og LL hefur nú staðið í tæpa viku. Fyrstu lotu í allsherjarvinnustöðvun er lokið og lögðu um fimm þúsund starfsmenn niður vinnu í fjóra daga. Félagsmenn SFR sem starfa hjá Tollstjóra, Ríkisskattstjóra og sýslumannsembættunum og Landspítala eru áfram í ótímabundnu verkfalli og einnig eru sjúkraliðar sem starfa á dagvöktum á Landspítala, Heilsustofnun Austurlands og Heilsustofnun Suðurnesja í verkfalli á dagvöktum alla virka daga.

Samninganefndir félaganna og samninganefnd ríkisins undir stjórn sáttasemjara hafa fundað alla verkfallsdagana fram á kvöld og reynt að ná samningum. Viðræður hafa verið í gangi og eitthvað þokast í rétta átt, en hægagangurinn er mikill og hafa félögin ýtt á að lausn finnst sem fyrst svo binda megi enda á þessa erfiðu deilu sem hefur nú þegar haft mikil áhrif á samfélagið allt. Formenn félaganna minna á að enn sé fjöldi fólks í verkfalli og mikilvægar stofnanir meira og minna lamaðar vegna þessa. Það sé ástand sem stjórnvöld beri ein ábyrgð á, samningar séu búnir að vera lausir frá því í lok apríl og það hafi verið neyðarbraut að grípa til verkfallsaðgerða vegna sinnuleysis þeirra.

Undanþágunefndir félaganna hafa setið við fram á kvöld alla dagana síðan verkfalls hófst og afgreiða beiðnir frá stofnunum sem enn eru að berast. Mikið álag hefur verið á fulltrúum í nefndunum enda hefur verkfallið áhrif á starfsemi um 160 stofnana sem margar hverjar eru grundstoðir í íslensku velferðarkerfi. Þau gífurlegu áhrif sem verkfall SFR félaga og sjúkraliða hefur á samfélagið nú sýnir okkur svart á hvítu mikilvægi þeirra starfa sem félagsmenn þessara félaga sinna og eflir okkur enn frekar í því að krefjast bættra kjara.

Lesa meira: HSA sökuð um heilsuspillandi óréttlæti (RÚV)
Sjúkraliðar á Austurlandi gagnrýna harðlega aðstæður sínar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands. Í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi í vikunni er fullyrt að HSA beiti þá óréttlæti.
 

Þeir fái ekki fullt starf, séu þvingaðir í hlutastörf með tilheyrandi kjaraskerðingu og óhagræði. Þá mótmæla þeir því sem þeir kalla stubbavaktavæðingu. Stubbavaktir eru stuttar vaktir sem spilla deginum fyrir fólki án þess að það fái fullan vinnudag borgaðan. Í ályktun sjúkraliða segir: „Slík vinnubrögð leiða til meira álags, lægri launa, skerðingar lífsgæða, dregur úr samvistum við fjölskyldu og er heilsuspillandi.“

Sjúkraliðar á Austurlandi skora ríkið að koma í veg fyrir að stofnanir fari „svo illa með starfsmenn sína eins og raun ber vitni,“ segir í ályktuninni. Þá skora þeir á fjármálaráðherra að semja strax við sjúkraliða og tryggja þeim öruggt starfsumhverfi.

Lesa meira: Kröfuganga á morgun 20. október 2015

Gengið verður frá Hlemmi niður Laugaveg að Stjórnarráðinu kl. 9:00 á morgun 20. október 2015.

Endilega mætið sem flest því ekki veitir af.

 

 Lesa meira: Það vantar í verkfallsvörslu eftir helgi á Hringbraut og Landakot.

Kæru sjúkraliðar! 

(ríkisstarfsmenn)

Það vantar í verkfallsvörslu eftir helgi á Hringbraut og Landakot.

Mánudaginn 19. október  á mv. kv. nv. Og þriðudaginn 20. október mv.kv. og nv.

Gott að fara 2-3 saman í hóp og skipta verkum á Hringbraut.

 

Sjá nánar

 

Lesa meira: Verkfallsmiðstöð félaganna er í húsi BSRB að Grettisgötu 89, Reykjavík

Samninganefndir SFR, SLFÍ og LL funduðu allan gærdaginn með samninganefnd ríkisins þar sem einhverjar nýjar hugmyndir að samningi voru ræddar. Félögin hafa verið að fara yfir þessar hugmyndir og munu aftur funda með samninganefnd ríkisins síðar í dag.

Verkfallsmiðstöð félaganna er á 1. hæð í húsi BSRB að Grettisgötu 89. Fólk er hvatt til að líta þar við, hitta aðra félaga og sýna samstöðu í baráttunni.

Lesa meira: Samstöðufundur við Stjórnarráðið kl. 09.15 á morgun, 16. október 2015.

Samstöðufundur við Stjórnarráðið kl. 09.15
Fjölmennum á samstöðufund vegna kjaradeilu Sjúkraliðafélag Íslands, SFR stéttarfélags og lögreglunnar. Mætum öll og sýnum samstöðu!

 Lesa meira: Fundur á Austurvelli fimmtudag k. 10:00

 

Samstöðufundur Austurvelli fimmtudag kl. 10:00
Fjölmennum á samstöðufund vegna kjaradeilu félagsfólks SFR stéttarfélags, sjúkraliða og lögreglunnar á Austurvelli næstkomandi fimmtudag kl. 10:00. Mætum öll og sýnum samstöðu!

Lesa meira: Fjölmenni á almennum kjaramálafundi Sjúkraliðafélags Íslands

Mikill fjöldi mætti á almennan kjaramálafund SLFÍ í húsakynnum félagsins að Grensásvegi 16.