Lesa meira: Niðurstaða úr atkvæðagreiðslu Sjúkraliðafélags Íslands við Fjármálaráðuneytið
 
Já       641 eða  96.25% 
 
Nei       22 eða 3.30% 
 
             3 tóku ekki afstöðu eða 0.45% 
 
 
59,9% þátttaka = 666 af 1111 sem voru á kjörskrá.
 
 
 
 

Lesa meira: Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SLFÍ og ríkisins hefst í dag

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SLFÍ og ríkisins hefst í dag

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SLFÍ og ríkisins hefst fimmtudaginn 5. nóvember kl. 13:00. Atkvæðagreiðslan er rafræn og verður á heimasíðu félagsins undir hnappnum rafræn kosning nota skal kennitölu og félaganúmerið sitt til að komast inn.

Kosning lýkur 10. nóvember kl. 14:00.

Lesa meira: Greiðslur úr verkfallssjóði

Kæru sjúkraliðar

Vegna mikils fjölda umsókna úr verkfallssjóði um þessi mánaðamót og fjölda mistaka í launagreiðslum vinnuveitenda hefur stjórn verkfallssjóðs ákveðið að greiða 4 verkfallsdaga út í þessari viku í stað 6. Þetta á við um Landspítala, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Reykjaness. 

Greiðslurnar eru fyrir skatt:

Sjá nánar

Kynningarfundi á nýgerðum kjarasamningi við ríkið kl. 16.00. í dag 

 

Einnig er hæg að fara inn á http://www.ustream.tv/channel/radstefna 

 

Lesa meira: Bein útsending frá kynningafundi

Lesa meira: Kynning á kjarasamningi

Þriðjudaginn 3. nóvember 2015 kl.16:00 verður nýji kjarasamningurinn við Fjármálaráðuneytið

kynntur í félagsaðstöðu okkar að Grensásvegi 16.

Lesa meira: Greiðslur úr Verkfallssjóði SLFÍ

Kæru sjúkraliðar.

Greitt verður úr Verkfallssjóði Sjúkraliðafélags Íslands í næstu viku (þriðjudag/miðvikudag).

Á heimasíðu félagsins verður „hnappurinn Umsókn um greiðslu úr verkfallssjóði

og þar fylla félagsmenn út eyðublað með nauðsynlegum upplýsingum.

Félagið er með upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu um starfsprósentu félagsmanna þannig að þau gögn liggja fyrir þegar greiðslur úr sjóðnum fara fram

Sjá nánar

 

 

Umsókn um greiðslur úr Verkfallsjóði er hnappur sem stendur Submit en hann þýðir staðfesta umsókn og  sendist til SLFÍ.

Lesa meira: Kjarasamningar í höfn og verkfalli frestað

Klukkan 0.4.00 voru kjarasamningar Sjúkraliðafélags Íslands, Landsambands Lögreglumanna og SFR við Samninganefnd ríkisins fyrir hönd fjármálaráðuneytisins undirritaðir. Samningarnir eru í takt við niðurstöður Gerðadóms varðandi hjúkrunarfræðinga og þá samninga sem ríkið hefur gert við aðra ríkisstarfsmenn.

Samninganefndir félaganna voru orðnar frekar framlágar, en fóru heim ánægðar með vel unnin störf. 

Verkfalli hefur verið frestað og samningarnir verða kynntir á fundum næstu daga og fljótlega verður kosið um samningana rafrænt.

Lesa meira: Bún­ir að fá sig fullsadda

Síðustu ár hef­ur álag á sjúkra­liða auk­ist mjög og valdið m.a. stoðkerf­is­vanda­mál­um og aukn­um veik­ind­um. Vakt­ir eru und­ir­mannaðar, öll rúm full og því alls ekki sam­ræmi á milli mönn­un­ar og hjúkr­un­arþyngd­ar. Það þykir því miður sjálfsagt að sjúkra­liðar hlaupi hraðar, en er það sjálfsagt?“

Sjá grein í heild sinni

 

Lesa meira: Vegna veikindaforfalla

Félagið hefur móttekið erindi frá Landspítalanum þ.s. fram kemur ótti við að sjúkraliðar tilkynni sig veika um komandi helgi.  Óskað er eftir því að félagið hvetji sjúkraliða til að láta ekki nýfallinn dóm félagsdóms í vinnudeilu ljósmæðra verða til þess að sjúkraliðar tilkynni „ óeðlileg“ veikindaforföll.

Af augljósum ástæðum bendir Sjúkraliðafélag Íslands félagsmönnum á að þeim beri að fara að lögum og kjarasamningum eins og ávalt. 

Einnig hvetur félagið sjúkraliða til að taka extravaktir um helgina sé eftir því leitað.