Kjarasamningar í höfn og verkfalli frestað

mynd á heimasíðu

Klukkan 0.4.00 voru kjarasamningar Sjúkraliðafélags Íslands, Landsambands Lögreglumanna og SFR við Samninganefnd ríkisins fyrir hönd fjármálaráðuneytisins undirritaðir. Samningarnir eru í takt við niðurstöður Gerðadóms varðandi hjúkrunarfræðinga og þá samninga sem ríkið hefur gert við aðra ríkisstarfsmenn.

Samninganefndir félaganna voru orðnar frekar framlágar, en fóru heim ánægðar með vel unnin störf. 

Verkfalli hefur verið frestað og samningarnir verða kynntir á fundum næstu daga og fljótlega verður kosið um samningana rafrænt.