Lesa meira: Námskeiði fyrir leiðbeinendur frestað

 

 

 

 

 

 

Námskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema í verknámi

fellur niður.

Af óviðráðanlegum ástæðum fellur niður námskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema í verknámi.
Námskeiðið átti að vera dagana 5. og 6. maí. 
Ný dagsetning verður auglýst síðar.


Lesa meira: Samkomulag samþykkt.


Samkomulag Sjúkraliðafélags Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga,

fyrir hönd Garðabæjar var kynnt á fjölmennum fundi meðal sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ í dag 4. apríl. 

Að kynningu lokinni var kosið um samkomulagið í leynilegri kosningu.

Á kjösrskrá  voru 18 sjúkraliðar. Atkvæði greiddu 13. Já sögðu 12 nei sagði einn. 

Samkomulagið er því samþykkt með meirihluta greiddra atkvæða. 

Áður boðuðu verkfalli sem hefjast átti 17. apríl nk. er því aflýst Lesa meira: Síðustu námskeið vetrarins

Síðustu sjúkraliðanámskeið vetrarins

 

Núna fara síðustu sjúkraliðanámskeið vetrarins að hefjast og ekki seinna vænna en að tryggja sér pláss.

Hjúkrun eftir liðskiptaaðgerð, 7. og 9. apríl. Á námskeiðinu eru kenndir helstu verkferlar við hjúkrun einstaklinga sem hafa gengið í gegnum liðskiptaaðgerð. Leiðbeinandi námskeiðsins er Kolbrún Kristiansen, hjúkrunarfræðingur M.Sc. Bæklunardeild LSH.

Kulnun í starfi 8. og 10. apríl. Markmið námskeiðsins er að sjúkraliðar læri að þekkja einkenni kulnunar í starfi og hvaða áhrif kulnun getur haft á viðhorf til starfsins og samskipti við sjúklinga. Leiðbeinandi er Magnea B. Jónsdóttir, sálfræðingur á LSH. 


Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu Framvegis eða í síma 581 1900.

 

Lesa meira: Samkomulag við Ísafold undirritað

Samkomulag hefur náðst milli Sjúkraliðafélags Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Garðabæjar um laun sjúkraliða sem starfa á hjúkrunarheimilinu Ísafold. 

Með samkomulaginu færast sjúkraliðar af kjarasamningi félagsins við Samtök  fyrirtækja í velferðarþjónustu yfir á kjarasamning félagsins við sveitarfélögin. 

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. mars 2013. 

Kynningarfundur verður með sjúkraliðum á Ísafold 4. apríl kl. 14:00 og greidd verða atkvæði um samninginn að því loknu. 

Lesa meira: Sjúkraliðar á Ísafold Garðabæ boða til verkfalls

 

Sjúkraliðar á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ boða til verkfalls hafi ekki samist fyrir 17. apríl nk. Deilan hefur verið á borði ríkissáttasemjara og hafa nokkrir fundir verið haldnir undir hans stjórn. Á kjörskrá voru 18 sjúkraliðar, 16 greiddu atkvæði og var niðurstaðan afgerandi eða 93,75% samþykktu.

Fréttatilkynning:  Máttur matarins

 

Máttur matarsins er yfirskrift málþings Náttúrulækningafélags Íslands sem haldið verður á Hótel Natura nk. þriðjudag kl. 19:30. Á málþinginu verður fjallað um hvað í raun gerist þegar við borðum  óhollann / hollann mat.  Hvað gerir t.d.  íþróttafólk sem vill ná langt í sinni íþrótt.

Náttúrulækningafélag Íslands hefur um langt árabil talað fyrir tengslum milli góðs heilsufars og mataræðis.

Sjá nánar

Sjá auglýsingu

Kæri sjúkraliði. Vilt þú kynnast félaginu þínu og taka þátt í nefndastörfum og leggja þitt af mörkum til að gera gott félag enn betra?

Sjá auglýsingu

Lesa meira: Dreifibréf til hjúkrunarheimila

 

Vinnueftirlit ríkisins hefur sent frá sér dreifibréf til hjúkrunarheimila vegna hættu á smiti og sýkingum ef skortur er á að starfsfólk hafi viðeigandi vinnufatnað. 

Sjá dreifibréfið 

Lesa meira: Frestur til að sækja um orlofshús

Hægt er að sækja um orlofshús til og með 2. apríl 2014.

image002

 

Vefflugan, nýtt veffréttabréf Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur hafið sig til flugs á vefnum:

 

http://issuu.com/athygliehf/docs/ll_vefflugan_1.tbl_2014?e=2305372/7149185

 

Vakin er athygli á umfjöllun þar um

 gott ávöxtunarár lífeyrissjóðanna 2013.

„öldrunarsprenginguna“.

kjarasamningana 1969 þegar aðild launafólks að lífeyrissjóðum var staðfest.

fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni OECD með aðild Íslands.

Lesa meira: Umsókn orlofsíbúða í sumar

Þriðjudaginn 25. mars verður opnað fyrir umsóknir um orlofshús í sumar.

Klára þarf umsóknir fyrir miðnætti miðvikudaginn 2. apríl 2014.

Úthlutun fer fram 3. apríl kl. 16.00.

Umsókn orlofshúsanna er á ORLOFSVEF SLFÍ.  Klikkið hér

 

Sjá nánar