Lesa meira: Kjarasamningar, yfirvofandi verkfall og undirbúningsfundur

Ágætu félagsmenn SLFÍ sem starfa hjá stofnunum sem eru aðilar að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, en þær stofnanir eru:
Ás, Dalbær, Eir, Garðvangur, Grund, Hlévangur, HNLFÍ, Hornbrekka, Hrafnista Reykjavík, Hrafnista Hafnarfirði, Hrafnista Kópavogi, Hrafnista Reykjanesi, Kumbaravogur, Lundur, Mörk, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún og Sunnuhlíð/Vigdísarholt.

 

Sjúkraliðafélag Íslands og SFR stéttarfélag hafa sameiginlega átt í kjaraviðræðum við SFV. Fundað hefur verið stíft síðustu daga. Lítið hefur þokast og flest mál óútkljáð. Því stefnir að óbreyttu í boðað verkfall næsta mánudag þann 12. maí. Þá munu allir félagsmenn SLFÍ og SFR hjá SFV leggja niður störf á tímabilinu frá kl. 08.00 til kl. 16.00.

 

Verkfallsmiðstöð mánudag 12. maí frá kl. 8.00 til kl. 16.00 á Grettisgötu 89
SLFÍ og SFR munu opna verkfallsmiðstöð að Grettisgötu 89 (fyrstu hæð) á verkfallsdaginn 12. maí frá kl. 8.00 til kl. 16.00. Dagskráin þar verður:

08.00 til 09.00   Kaffi, kleinur og spjall
09.00 til 10.00 Opinn fundur, upplýsingar og skipulag hópa í verkfallsvörslu
10.00 til 16.00 Hópar að störfum í í verkfallsvörslu og verkfallsmiðstöðin opin
16.00 til 17.00 Verkfallsvörsluhópar koma í miðstöðina og skila af sér. Kaffi og meðlæti.

 

Eins og að ofan segir þá verður verkfallsvarsla skipulögð á fundinum og því er mikilvægt að sem flestir félagsmenn komi á fundinn. Yfir daginn er síðan einnig mikilvægt að líta við í miðstöðinni og fá upplýsingar um gang mála við verkfallsvörslu og nánari upplýsingar.

Það er von SLFÍ að samningar náist og að ekki þurfi að koma til verkfalla. Ef hins vegar til verkfalla kemur þá mun stjórn Vinnudeilusjóðs SLFÍ vera búin að fjalla um bætur til þeirra félagsmanna sem verða fyrir launatapi og gera grein fyrir þeim sem fyrst.

 

Mjög mikilvægt er að sem flestir félagsmenn komi á fundinn og sýni samstöðu!

 

Tímasetning verkfalla:

Á tímabilinu frá kl. 08:00 til kl. 16:00, mánudaginn 12. maí 2014, munu allir félagsmenn SLFÍ hjá SFV leggja niður störf.

Á tímabilinu frá kl. 08:00 til kl. 16:00, fimmtudagur 15. maí 2014, munu allir félagsmenn SLFÍ hjá SFV leggja niður störf.

Á tímabilinu frá kl. 00:00 til kl. 24:00, mánudaginn 19. maí 2014, munu allir félagsmenn SLFÍ hjá SVF leggja niður störf.

Kl. 08:00 fimmtudaginn 22. maí 2014 hefst allsherjarverkfall allra félagsmanna SLFÍ hjá SFV sem mun standa þar til annað verður ákveðið.

 

Samstaða er afl sem ekkert fær staðist


Kristín Á Guðmundsdóttir
formaður SLFÍ


pdfSjá prentvæna útgáfu

Lesa meira: Kynning á kjarasamningi SLFÍ við Reykjavíkurborg


Kynning kjarasamnings


Sjúkraliðafélags Íslands  við


Reykjavíkurborg

 

 


Kynningin fer fram að Grettisgötu 89, fyrstu hæð, föstudaginn 9. maí kl. 15.00.

Farið verður yfir það sem samið var um í aðfarasamningi til eins árs.

Kosning um samninginn mun verða rafræn og hefjast laugardaginn 10. maí kl. 13.00 og ljúka miðvikudaginn 14. maí kl. 13.00, (verður kynnt betur á fundinum og heimasíðu SLFÍ).

 

 

 

Mikilvægt að allir mæti

Samstaða er afl sem ekkert fær staðist

 

 

 

 

Kjaramálanefnd SLFÍ

 

Lesa meira: Trúnaðarmenn hjá SFV munið fundinn í dag  

Trúnaðarmenn á SFV stofnunum eru minntir á fund trúnaðarmanna,  sem haldinn verður á Grensásvegi 16 í dag

 kl. 14:00. Dagskrá fundarins  er undirbúningur að verkfalli sem kemur til framkvæmda á mánudag 12. maí nk. 

Trúnaðarmenn eru beðnir að hafa meðferðis vinnuskýrslur frá hverri deild fyrir sig. 

 

Samninganefnd félaganna fundaði undir stjórn ríkissáttasemjara í deilunni kl. 10 í gærmorgun. 

Farið var sérstaklega yfir stöðu félagsmannanna í starfsréttindum, en það er eitt af baráttumálunum að félagsmenn Sjúkraliðafélagsins og SFR stéttarfélags Í almannaþjónustu

geti gengið að því vísu að réttindi þeirra séu í samræmi við það sem gerist hjá starfsmönnum á  opinbera vinnumarkaðnum.

Einnig var farið yfir launakjör og þá sérstaklega í tengslum við það jafnlaunaátakið sem gert var hjá ríkisstofnunum . Sú framkvæmd kom ekki inn til þeirra sem starfa hjá þessum stofnunum.

Boðað er til næsta fundar kl. 10 í fyrramálið hjá ríkissáttasemjara.  

Sjúkraliðafélag Íslands  skrifaði undir breytingu og framlengingu á kjarasamning við Reykjavíkurborg á tíundatímanum í kvöld mánudaginn 5 maí. 

Kjarasamningurinn verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum og verður fundur auglýstur fljótlega. 

23. Fulltrúaþing Sjúkraliðafélags Íslands verður haldið

14. maí nk. að Grettisgötu 89 og hefst kl. 9.00.

Íbúðin í Kaupmannahöfn

Vegna forfalla er íbúðin í Kaupmannahöfn laus dagana 16. maí til 19. maí.

Fyrstur kemur fyrstur fær.

Lesa meira: Upplýsingar um stöðuna í kjarasamningum við atvinnurekendur  Frá sameiginlegum fundi SLFÍ og SFR


Upplýsingar um stöðuna í kjarasamningum

við atvinnurekendur  

Aðal krafa félagsins hefur verið að launatöflur verði lagfærðar með tilliti til

þeirrar skekkju sem hefur orðið á launatöflum

vegna ítrekaðra krónutöluhækkanna í stað prósentu hækkana.

 

Viðræður við fjármálaráðuneytið (Ríkið) .

Samningviðræður við ríkið hafa legið niðri um nokkurn tíma, en höfðu þokast í rétta átt.

Félagið  hefur lagt áherslu á að launataflan verði lagfærð þannig að

mikilvægt skref verði tekið í að það náist að rétta hana af í næsta samningi.

Nokkur vinna hefur verið lögð í töfluútreikninga en ekki gengið sem skyldi.

Félagið hefur óskað eftir fundi sem fyrst þannig að samningar klárist.

 

Reykjavíkurborg.

Síðast var haldinn fundur með samninganefnd Reykjavíkurborgar þann 29. apríl.

Sama krafa hefur verið þar og við ríkið þ.e. að launataflan verði lagfærð. 

Félagið lagði fram tillögu að lagfærðri launatöflu og er hún í

skoðun og verður svarað á fundi n.k. mánudag 5. maí.

 

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Samningaumleitanir hafa verið við samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu

í nokkurn tíma, en án nokkurs árangurs.

Viðræðunum var vísað til ríkissáttasemjara  fyrr í mánuðinum og hafa  þegar verið haldnir

fjórir fundir undir stjórn hans. 

Eins og fram hefur komið í fréttum  hefur þegar verið samþykkt að leggja niður vinnu

hafi samningar ekki náðs fyrir 12. maí nk. 

Farið verður í tvö einsdags verkföll , þ.e. 12. og  15. maí  og í einn sólarhring þann 19. maí.  

Allsherjarverkfall  hefst 22. maí hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 

Lesa meira: Niðurstöður kosninga um verkfall

Boðun verkfalls/falla og niðurstöður kosninga hjá Sjúkraliðafélagi Íslands

(SLFÍ) og SFR - stéttarfélagi í almannaþjónustu

Sjá niðurstöður

Lesa meira: Kosning um boðun verkfalls


Tilkynning frá kjörstjórn Sjúkraliðafélags Íslands 

 

ATKVÆÐAGREIÐSLA sjúkraliða í Sjúkraliðafélagi Íslands, sem eru starfsmenn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV), um boðun verkfalls.

Ás, Dalbær, Eir, Grund, Hlévangur, HNLFÍ, Holtsbúð, Hornbrekka, Hrafnista Reykjavík,Hrafnista Hafnarfirði, Hrafnista í Kópavogi,  Hrafnista Reykjanesi, (Nesvellir) Kumbaravogur, Lundur, Mörk, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Skjól, Skógarbær, Sóltún og Sunnuhlíð/Vigdísarholt.

 

Atkvæðagreiðslan fer fram rafrænt frá kl. 9.00 þann 17. apríl og lýkur kl. 16.00, 24. apríl.

 

Búið er að setja upp kosningahnapp á heimasíðu félagsins http://www.slfi.is  „Kosning“

 

Eftir að smellt er á hnappinn þá er viðkomandi beðinn um félaganúmer. Félaganúmerið er á félagskírteininu þínu fyrir árið 2014.  Ef einhver vandamál koma upp, þá vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu félagsins á opnunartíma í síma 553 9493 .

 

Kjörstjórn Sjúkraliðafélags Íslands 

Lesa meira: Málþing um ICF flokkunarkerfi

 

Í tilefni af væntalegri útgáfu ICF-flokkunarkerfisins á íslensku og komu Dr. Jerome Bickenbach, sérfræðings á sviði ICF til Íslands, standa

Embætti landlæknis, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri fyrir málþingi um ICF-flokkunarkerfið.

Málþingið verður haldið föstudaginn 25. apríl kl. 13:00-16:45 á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.

Sjá meðfylgjandi dagskrá.

 

Málþingið er öllum opið en nauðsynlegt er að skrá þátttöku, í síðasta lagi 22. apríl.

Skráning fer fram á viðburðasíðu Embættis landlæknis, http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/vidburdir/skra/item22866/?link_276=22866

Nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." target="_blank" style="color: #1155cc;">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Lesa meira: Opnað fyrir bókanir á orlofsvef SLFÍ

Opnað fyrir bókanir á orlofsvef SLFÍ

 

Fimmtudaginn 17. apríl (skírdag) kl. 13.00 verður orlofsvefurinn opnaður til bókunar á því sem er laust, samkvæmt reglunni fyrstur kemur fær.