Lesa meira: Kynningafundir um nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu


Kynningarfundir um nýgerðann kjarasamning Sjúkraliðafélags Íslands og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, verða með eftirfarandi hætti. 


  • Þriðjudagur 27. maí kl 16:00 sameiginlegur fundur SLFI og SFR kl 16:00. (Fyrsta hæð BSRB,  kleinur með kaffinu)
  • Þriðjudagur kl. 17:30. Kynningarfundur SFR á SAA (Þórarinn og Árni)
  • Miðvikudagur 28. maí kl 9:30 sameiginlegur fundur SLFI og SFR á HNLFI (Kristín og Árni)

 

Rafræn kosning

  • Hefst þriðjudaginn 27. maí  kl 17:00 og lýkur þriðjudaginn 3 júní kl 12.

 

Kynningafundur 27. maí 2004 from Sjúkraliðafélag Íslands on Vimeo.

Lesa meira: Kjarasamningur í höfn

 

Skrifað var undir kjarasamning milli Sjúkraliðafélags Íslands og SFR- stéttarfélags í almannaþjónustu við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Samningurinn er í anda þeirra samninga sem gerðir hafa verið við aðra samningsaðila.  Verkfallinu er aflýst á meðan samningar eru kynntir og kosið verður um þá á næstu dögum. Með samningi þessum eru starfsmenn SFV orðnir jafnfætis starfsmönnum hjá ríkinu hvað varðar réttindi og kjör.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.mbl.is/frimg/7/42/742794.jpg
There was a problem loading image http://www.mbl.is/frimg/7/42/742794.jpg

22. maí 2014

Verkfalli frestað - samningar í höfn

Lesa meira: Verkfalli frestaðEftir rúmlega sólarhringssetu hefur verið skrifað undir kjarasamning í húsnæði ríkissáttasemjara en samkomulag náðist í deilunni rétt í þessu eftir langan og strangan samningafund. Verkfalli sem hófst kl. átta í morgun hefur því verið frestað

Lesa meira: Verkfall hafið

Ágætu félagsmenn. 

Ljóst er að verkfall gegn SFV hefst núna kl. 8. Mikilvægt er að allir félagsmenn mæti á fund á Grettisgötu 89 nú á eftir kl. 09. Þar munum við fara yfir verkfallsvörslu dagsins og ræða framhaldið.

Þrátt fyrir að að verkfall hefjist þá munum við halda áfram viðræðum fram eftir morgni. Okkar von er sú að það muni skila árangri.

Samninganefndir félaganna sitja enn í húsakynnum ríkissáttasemjara nú kl. 05:30 að morgni fimmtudagsíns 22. maí.

Sjúkraliðar eru beðnir um að fylgjast með á facebooksíðunni Verkfall felagsmanna SLFÍ og SFR

Samningafundi var frestað hjá ríkissáttasemjara nú kl. 18.00, án samkomulags,

þannig að verkfall hefst í kvöld á miðnætti.

 

Klukkan 7.30 í fyrramálið eru allir boðaðir á fund að Grettisgötu 89.


Trúnaðarmenn og aðrir félagsmenn koma til fundarins því mjög mikilvægt er að sem

flestir mæti því verkfallið er allur sólarhringurinn og þ.v. nauðsynlegt að geta dreift

álaginu á verkfallshópana.

Farið verður yfir hvernig gekk á fundum helgarinnar og framhald aðgerða skipulagt.

Að loknum fundi fara trúnaðarmenn Sjúkraliðafélagsins og trúnaðarmenn SFR ásamt

öðrum félagsmönnum í verkfallsvörslu, farið er á sama vinnustað og á fimmtudaginn

var.

Heimsóknin gengur út það sem áður hefur komið fram að líta við á vettvangi og

tryggja að ekki sé verið að fremja nein verkfallsbrot og láta vinnustaðinn vita að við

tökum verkfallið mjög alvarlega.

Verkfallsverðir og aðrir félagsmenn mæta aftur kl. 15.00 og verður verkfallsvarslan

gerð upp og atburðir skráðir.

 

Sjáumst sem flest, því samstaða er afl sem ekkert fær staðist.

 

Með góðri kveðju

Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri SLFÍ sími 863-9471

Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR sími 893- 9879


Lesa meira: Tilkynning til félagsmanna vegna verkfalls 19. maí

Samninganefndir SLFÍ og SFR sátu á sáttafundum með SFV í allan gærdag.

Ríkissáttasemjari boðaði síðan til fundar aftur í dag kl. 10:00 í morgun.

Aðallega hafa umræðurnar snúist um réttindakaflann.

Búist er við að fundi verði framhaldið áfram í dag.  

 

 

Lesa meira: Staðan í kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu

Lesa meira: Staðan í viðræðum við hjúkrunarheimilin


Reykjavík 15. maí kl.17.15           

 

 

Kæri sjúkraliði

 

 

Nú þegar þetta er skrifað hefur næsti samningafundur ekki verið boðaður hjá ríkissáttasemjara

 

Verkfallsdagurinn gekk nokkuð vel fyrir sig, lítið var um verkfallsbrot, en nú er verið að skoða nokkur mál sem áhöld eru um hvort séu verkfallsbrot.

Orðsending verður send á yfirmenn stofnanna og félögin munu vera í sambandi við Eflingu og félag hjúkrunarfræðinga um að ekki verði farið í störf félagsmanna okkar.

 

Ef ekki semst fyrir n.k. mánudaginn 19. maí, er mjög mikilvægt að allir mæti í verkfallsmiðstöðina á Grettisgötu 89, á milli 7.30-7.45, mikið mun mæða á verkfallsvörðum því þá er sólarhrings verkfall.

Gert er ráð fyrir að trúnaðarmenn okkar stýri áfram verkfallsvörslunni,  en aðrir félagsmenn komi einnig á vettvang til tryggja að ekki sé um verkfallsbrot að ræða og sýna þann styrk sem einkennt hefur félagsmennina.

 

 

Samstaða er afl sem ekkert fær staðist!

 

Gunnar Örn Gunnarsson framkvæmdastjóri SLFÍ sími 863-9471

 

Nú þegar þetta er skrifað hefur næsti samningafundur ekki verið boðaður hjá ríkissáttasemjara

Verkfallsdagurinn gekk nokkuð vel fyrir sig, lítið var um verkfallsbrot, en nú er verið að skoða nokkur mál sem áhöld eru um hvort séu verkfallsbrot.

Orðsending verður send á yfirmenn stofnanna og félögin munu vera í sambandi við Eflingu og félag hjúkrunarfræðinga um að ekki verði farið í störf félagsmanna okkar.

 

Ef ekki semst fyrir n.k. mánudaginn 19. maí, er mjög mikilvægt að allir mæti í verkfallsmiðstöðina á Grettisgötu 89, á milli 7.30 - 7.45, mikið mun mæða á verkfallsvörðum því þá er sólarhrings verkfall.Lesa meira: Næsti samningafundur hefur ekki verið boðaður

 

Gert er ráð fyrir að trúnaðarmenn okkar stýri áfram verkfallsvörslunni, en aðrir félagsmenn komi einnig á vettvang til tryggja að ekki sé um verkfallsbrot að ræða og sýna þann styrk sem einkennt hefur félagsmennina.

 

Samstaða er afl sem ekkert fær staðist!


Gunnar Örn Gunnarsson,

framkvæmdastjóri SLFÍ

sími 863-9471

 

Sjá fréttabréf