Lesa meira: Skráning er hafin í Trúnaðarmannanámskeið Félagsmálaskóla alþýðu

Til aðildarfélaga BSRB,

  

Skráning er hafin í Trúnaðarmannanámskeið Félagsmálaskóla alþýðu en í október mun kennsla á 3. þrepi hefjast. Þar verður m.a. farið yfir vinnurétt, hugmyndafræði starfsendurhæfingarsjóða, vinnueftirlit og tryggingakerfið. Kennslan mun fara fram í húsi BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík dagana 6. til 8. október.

Trúnaðarmannafræðslan hefur verið einn af lykilþáttum í starfsþjálfun trúnaðarmanna og talsmenn verkalýðshreyfingarinnar undanfarin ár.Meginmarkmið hennar er að veita menntun til að þekking og hæfni forystumanna og annarra talsmanna verkalýðshreyfingarinnar sé sem best á hverjum tíma.

Hægt er að skrá sig hér og nálgast allar frekari upplýsingar á heimasíðu Félagsmálaskólans.

 

 

____________________

Ágúst Bogason

Kynningarfulltrúi BSRB

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

+354 525 8304

+354 663 4115

Lesa meira: Fræðslufundur vegna starfsloka dagskrá

Fundurinn verður þriðjudaginn 23. september 2014 kl. 13:30-16:30 í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga innan BSRB sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.

Sjá dagskrá

 

logo BSRB

Fræðslufundur vegna starfsloka

 

Fundurinn verður þriðjudaginn 23. september 2014 kl. 13:30-16:30 í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð. Á fundinn mæta fulltrúar frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga auk fulltrúa frá Tryggingastofnun. Nánari dagskrá auglýst síðar.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga innan BSRB sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum.

 

Skráning á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 525 8306

Lesa meira: Fræðsludagur sjúkraliða með sérnám

Miðvikudaginn 10. september kl. 14:00

á Grettisgötu 89, 1. hæð í húsi BSRB.


Sjá auglýsingu

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.framvegis.is/files/images/logo1.jpg
There was a problem loading image http://www.framvegis.is/files/images/logo1.jpg

Lesa meira: Framvegis námskeið haustið 2014

Námskrá sjúkraliða haustið 2014

Sjúkraliðar víðs vegar um landið ættu nú að hafa fengið námskeiðsbækling frá Framvegis inn um póstlúguna. Í bæklingnum er greint frá framboði námskeiða í haust og hvenær námskeiðin fara fram.

Skráning á námskeiðin hefst mánudaginn 25. ágúst kl. 10, á heimasíðu Framvegis, framvegis.is, eða í síma 581-1900.

Fyrstu námskeið hefjast um miðjan september.

Námskrána má einnig nálgast á heimasíðu Framvegis.

Lesa meira: Skráning í Þórsmerkurferð framlengd

 

Skráningin í sameiginlega Þórsmerkurferð Reykjavíkurdeildar, Suðurnesjadeildar, Suðurlandsdeildar og Vesturlandsdeildar  framlengd. 

Sjá auglýsingu 


Lesa meira: Norræn ráðstefna um nám og starfsþjálfun á vinnustöðum  „Lært fyrir lífið“


Norræn ráðstefna um nám og starfsþjálfun á vinnustöðum 
„Lært fyrir lífið“

 

Staður: Svartsengi, Grindavík, Ísland.  Dagsetning: 25. september 2014, 9:00-17:00. Fríar rútuferðir frá Kringlunni 1 og til baka um kvöldið. 

Íslensk stjórnvöld boða til norrænnar ráðstefnu um náms- og starfsþjálfunartækifæri í atvinnulífinu fyrir fólk á öllum aldri. Ráðstefnan er m.a. liður í þátttöku Íslands í norræna verkefninu Hållbar nordisk välfärd (HNV), þeim hluta þess sem snýr að námi á vinnustað (Lärande på arbetsplats, LPA).

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að þróun menntakerfisins og möguleikum þess til að tengjast betur fyrirtækjum og stofnunum með það að leiðarljósi að ungt fólk og atvinnuleitendur fái tækifæri til þess að fá þjálfun þar sem hluta af námi sínu. Jafnframt verður athygli beint að möguleikum atvinnuleitenda til starfsþjálfunar innan fyrirtækja eða stofnana sem hluta af starfsleitaráætlunum sínum.

Þýðing er í boði á ensku og skandinavísku. 

Skráning á slóðinnihttps://www.eventure-online.
Dagskrá á http://www.vinnumalastofnun.is/files/dagskra_island2_1551129234.pdf

 
Lesa meira: Afmælisráðstefna í Hörpu, Reykjavík, 26.  ágúst 2014
 
Norræna ráðherranefndin fagnar tímamótunum með afmælisráðstefnu í Hörpu, Reykjavík, 26. 
ágúst 2014
 

Lesa meira: MND félagið stendur fyrir Norrænni ráðstefnu  

 

MND félagið stendur fyrir Norrænni ráðstefnu á Grand Hótel 29. og 30. ágúst

Hér í viðhengi er dagskrá ráðstefnunnar sem er mjög fjölbreytt og vönduð. Vandaðir fyrirlesarar frá mörgum löndum og allir áhugasamir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Við vekjum sérstaka athygli á t.d. Dr. Anna Marconi sem fjallar um mikilvægi kynlífs fyrir fatlaða og hegðunarbreytingar hjá mörgum sem veikjast af taugasjúkdómum. Kiki Qu frá Tævan segir frá ferðalagi sínu og Tom í gegnum alvarleg veikindi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun segja okkur sína skoðun. Fjallað verður um réttindi fólks á Íslandi í kerfinu, líf í öndunarvélum, tjáningu, mikilvægi hreyfingar, líkamsbeitingu, samskipti án raddar, tjáningar AP, hristivörn fyrir skjálfta í höndum, mikilvægi aðgengis, rannsóknir og sjálfstætt líf svo eitthvað sé nefnt. Ráðstefnugjöldum er stillt í hóf og getur þátttakandi valið um að vera báða dagana eða annanhvorn daginn. Mikilvægt er að skrá þátttöku sem fyrst. Öryggismiðstöðin, Eirberg, Fastus, Tölvumiðstöð og Lift lab munu kynna nýjungar í hjálpartækjum.

 

 

Kær kveðja, Guðjón Sigurðsson www.mnd.is S. 823 7270

 
Lesa meira: Ráðstefna 3. október 2014. Ný hugsun og þróun í heimaþjónustu.
 
 
3. október 2014: Ný hugsun og þróun í 
heimaþjónustu í hinum vestræna heimi
Ráðstefna um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu
3. október 2014, Nauthóll, Reykjavík
Öll Norðurlöndin hafa mótað stefnu byggða á þeirri sýn að sem flestir geti búið á eigin 
heimili, óháð aldri, heilsufari og fötlun. Því hefur samþætt þjónusta við fólk á heimilum 
sínum aldrei verið mikilvægari en nú. Á ráðstefnunni verður skoðuð reynsla Norðurlandanna 
af samþættingu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu og lagt mat á hvernig hún 
mætir þörfum notenda, dregur úr stofnanaþjónustu og hvort um sé að ræða fjárhagslegan 
ávinning af henni. Kynnt verða fyrirmyndarverkefni frá sveitarfélögum á Norðurlöndunum.
Ráðstefnan er hluti af viðburðaröð velferðarráðuneytisins á sviði félags- og 
heilbrigðismálavegna formennsku Íslands í norrænu ráðherranefndinni á árinu 2014. 
Ráðstefnan er öllum opin og gjaldfrjáls, en skráningar er krafist á 
Erindi á ráðstefnunni eru á ensku og skandinavísku. Sjá dagskrá á vef velferðarráðuneytis, 


Lesa meira: Haustleiga orlofshúsaMiðvikudaginn 20. ágúst nk. kl. 13.00 verður opnað fyrir bókanir á haustleigu orlofshúsanna, þ.e. tímabilið frá 5. september til  5. janúar 2015.

Fyrstur bókar, fyrstur fær.