Lesa meira: Trúnaðarmannanámskeið I, 4 þrep dagana 3. og 4. nóvember nkTrúnaðarmannanámskeið BSRB fer fram 3. og 4. nóvember. Að þessu sinni verður farið yfir sjálfseflingu og samskipti og kennari er Sigurlaug Gröndal.

Helstu áhersluþættir námskeiðsins að þessu sinni eru:

  • Hvernig sjálfstraust einstaklinga hefur áhrif á samskipti
  • Nemendur kynnast áhrifum skorts á sjálfstraust og ýmsar birtingamyndir þess
  • Nemendur kynnast leiðum til að efla sjálfstraustið og hvaða aðstæður geta haft áhrif á minnkandi sjálfstraust
  • Nemendur læra helstu atriði sem hafa þarf í huga þegar þeir tala fyrir framan hóp
  • Nemendur læra helstu atriði uppbyggingar á ritun ræðna
  • Nemendur spreyta sig á upplestri – stuttri ræðugerð og flutningi á henni

Skráning og frekari upplýsingar má nálgast hér.

 

 

Lesa meira: Skrifað undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga

 

Skrifað var undir nýjann kjarasamning milli Sjúkraliðafélags Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í kvöld. 

Samningurinn inniber m.a. lagfæringu á launatöflu, endurskoðun launaröðunar og hækkaða persónuuppbót. 

Samningurinn gildir fram í apríl 2015 og er afturvirkur frá því 1. ágúst sl. 

Sjúkraliðar sem starfa hjá sveitarfélögunum mun gefast kostur á að kynna sér samninginn á heimasíðunni og kjósa um hann fyrir 13. nóv nk. 

Lesa meira: Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar 2014

Hér í viðhengi er dagskrá ráðstefnunnar "Góð Vinnuvernd - Vinnur á Streitu" sem

Vinnueftirlitið heldur fimmtudaginn 30. október n.k. Það þarf ekki að skrá sig, heldur bara mæta.

Mjög spennandi ráðstefna.

Sjá viðhengi

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://nlfi.is/sites/default/files/styles/slide_show/public/field/image/IMG_3165.JPG
There was a problem loading image http://nlfi.is/sites/default/files/styles/slide_show/public/field/image/IMG_3165.JPG
Lesa meira: Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings
Hvítt hveiti
Skaðvaldur og næringarlaus orkugjafi?
 

Föstudaginn 17. október kl. 17.30 verður hátíð vegna opnunar á félagsaðstöðu sjúkraliða að Grensásvegi 16.

Allir sjúkraliðar velkomnir í léttar veitingar og spjall!

Trúnaðarmannaráð  verður haldið 17. október 2014 kl. 9:00 

í nýjum sal SLFÍ á Grensásvegi 16, 108 Reykjavík, 1. hæð

Lesa meira: Opinn fundur með forstjóra TR

Heilbrigðis- og velferðarnefnd BSRB býður til opins fundar á morgun, föstudaginn 10. október kl. 15:00 á 1. hæð BSRB hússins að Grettisgötu 89. Þar mun Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar sitja fyrir svörum nefndarmanna og gesta fundarins.

Sjá nánar

Vefstofurnar eru undirbúningur fyrir fund mennta- og fræðslunefndar BSRB sem fer fram þann 28. október næstkomandi í BSRB húsinu. Þar munu fulltrúar frá félagseiningum BSRB koma saman til þess að móta í sameiningu menntastefnu BSRB.

Að þessu sinni mun Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB sitja fyrir svörum. Hróbjartur Árnason lektor við Háskóla Íslands mun ræða við Elínu Björgu um hvers vegna BSRB er að setja sér sérstaka menntastefnu. Þá gefst þátttakendum í vefstofunni jafnframt tækifæri til að spyrja Elínu Björgu. Þátttakendur geta setið við tölvuna sína heima eða á skrifstofunni og fylgst með, sent spurningar inn skriflega eða tekið upp hljóðnemann.

Vefstofan verður í 30 mínútur á morgun 9. október kl. 12:30-13:00

 

Sjá nánar

 

logo BSRB

Ályktun stjórnar BSRB

Sjá nánar

 Lesa meira: Málþing Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja
13. október kl. 13:00 í BSRB húsinu á Grettisgötu 89, 1. hæð
 

Lesa meira:  Minna á að skráning stendur yfir á Trúnaðarmannanámskeið

Ég vil minna á að skráning stendur yfir á Trúnaðarmannanámskeið Félagsmálaskóla alþýðu en í október mun kennsla á 3. þrepi hefjast. Þar verður m.a. farið yfir vinnurétt, hugmyndafræði starfsendurhæfingarsjóða, vinnueftirlit og tryggingakerfið. Kennslan mun fara fram í húsi BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík dagana 6. til 8. október.

Trúnaðarmannafræðslan hefur verið einn af lykilþáttum í starfsþjálfun trúnaðarmanna og talsmenn verkalýðshreyfingarinnar undanfarin ár. Meginmarkmið hennar er að veita menntun til að þekking og hæfni forystumanna og annarra talsmanna verkalýðshreyfingarinnar sé sem best á hverjum tíma.

Hægt er að skrá sig hér og nálgast allar frekari upplýsingar á heimasíðu Félagsmálaskólans.