Lesa meira: UMSÓKNIR - SUMARIÐ 2013

Miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 10:00 verður opnað fyrir umsóknir vegna sumarúthlutana á orlofsvef félagsins.

 

 Lesa meira: Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar

 

Ráðstefna um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar verður haldin á Grand hótel , fimntudaginn 14. mars kl. 13:30 

Sjá auglýsingu 

 Lesa meira: Erindi Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Sjúkraliðafélags Íslands

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars var haldinn í Iðnó.

Fullt var út úr dyrum á fundinum. 

Meðal ræðumanna var Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands

Hún fór yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og lagði fram krefjandi spurningar um hvað valdi lágri atvinnuþáttöku kvenna.

 

Þá kom hún inn á stöðu heilbrigðiskerfisins og gagnrýndi á þá þöggun viðgengst heilbrigðiskerfinu.

 

Erindið í heild sinni er hægt að nálgast hér 

 

Lesa meira: Erindi Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Sjúkraliðafélags Íslands

Lesa meira: Auka námskeið

Alzheimer
 

Þar sem fullbókað er á fyrra námskeiðið og færri komust að en vildu höfum við ákveðið að bæta við öðru námskeiði 19. og 20. mars. Námskeiðið verður með sama hætti og það fyrra, kennt í Skeifunni 11b en einnig fjarkennt.  

Fjallað verður um minnissjúkdóma og sérstaklega fjallað um Alzheimer sjúkdóminn greiningu hans og einkenni. Farið verður yfir þróun sjúkdómsins og meðferðarúrræði. Félagsleg úrræði og meðferð við lífslok.

Leiðbeinandi: Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á bráðaöldrunarlækningadeild LSH 

Námskeiðið er einnig sent út í fjarkennslu, nánari upplýsingar um fjarkennslu er að finna hér. Skráning á heimasíðu Framvegis hér

Lesa meira: Heildarendurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni og grundvallarbreytingar á réttindum...


Í dag mælti Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi sem felur í sér heildarendurskoðun á almannatryggingalöggjöfinni og grundvallarbreytingar á réttindum ellilífeyrisþega. 

Meginmarkmiðið er að einfalda löggjöfina, skýra betur réttindi lífeyrisþega og styrkja stöðu aldraðra. Frumvarpið er byggt á niðurstöðum starfshóps um endurskoðun almannatryggingalaga sem skipaður var haustið 2009.

Í marga áratugi hefur verið rætt um mikilvægi þess að taka almannatryggingakerfið til allsherjar endurskoðunar.

Núna eftir nokkurra ára undirbúning og þúsundir vinnustunda er lagður fram grunnur að nýju kerfi sem byggir á þverpólitískri sátt. 

Allar nánari upplýsingar má sjá hér. http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/33773


Grein Guðbjartar má sjá hér: http://visir.is/einfaldara-og-rettlatara-almannatryggingakerfi/article/2013703079987

Lesa meira: Kjarakönnun BSRB að fara út til félagsmanna


Næstu daga munu félagsmenn aðildarfélaga BSRB fá senda til sín kjarakönnun BSRB fyrir árið 2013 á tölvupóstnetföng sín. Það er Capacent sem framkvæmir könnunina fyrir BSRB. Bandalagið hvetur sem flesta til að taka þátt í könnuninni þar sem upplýsingarnar sem hún veitir munu gagnast BSRB til að fá betri yfirsýn yfir kjaramál félagsmanna bandalagsins. Könnunin hefur reynst vera öflugt tæki í réttindabaráttunni og þess vegna er mikilvægt að þátttaka í könnuninni sé með besta móti.

 

Meðal þess sem síðasta könnun sýndi glögglega fram á var að álag á opinbera starfsmenn hefur aukist mikið á milli ára og að margir hafa ekki enn fengið leiðréttingar launa sinna vegna kjaraskerðinga í kjölfar efnahagshrunsins. Eins sýndi könnunin fram á mikinn kynbundinn launamun hjá ríki og sveitarfélögum fyrir utan mikilvægar upplýsingar um grunnlaun, yfirvinnu, vinnutíma og líðan í starfi svo nokkur atriði séu talin til. Rétt er að benda fólki á að farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

 

Þegar svör hafa borist verður síðan dregið úr innsendum svörum og hljóta nokkrir þátttakendur gjafabréf frá Icelandair að upphæð 60 þúsund krónur.

 

Það er ósk BSRB og aðildarfélaga bandalagsins að félagsmenn taki beiðni okkar um þátttöku í könnuninni með opnum hug svo að niðurstöður hennar verði sem áreiðanlegastar og gagnist okkur þannig sem best í áframhaldandi baráttu okkar fyrir bættum hag félagsmanna bandalagsins.

 

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi könnunina mun starfsfólk BSRB eftir fremsta megni reyna að svara þeim í samráði við Capacent. Síminn á skrifstofu BSRB er 525 8300 og netfangið erThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." target="_blank" style="color:rgb(17, 85, 204)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

 

Lesa meira: Nýtt hjúkrunarheimili tekur til starfa í Garðabæ.

 

Á starfatorgi sjúkraliðafélagsins er auglýst eftir sjúkraliðum til starfa á nýju hjúkrunarheimili við Sjáland í Garðabæ. 

Sjá auglýsingu 

Sjúkraliðafélag Íslands hvetur sjúkraliða til þess að kynna sér aðstæður á hinu nýja heimili. 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'images/stories/Auglýsingar/Auglýsingar/599146_529447160427875_1681929892_n.jpg'
There was a problem loading image 'images/stories/Auglýsingar/Auglýsingar/599146_529447160427875_1681929892_n.jpg'

Lesa meira: Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti

Lesa meira: Spennandi námskeið hjá Framvegis


Vannæring hjá öldruðum og langveikum - lærðu að greina, fyrirbyggja og meðhöndla-Einnig fjarkennt NÝTT

Þar sem fullbókað er á fyrra námskeiðið og færri komust að en vildu höfum við ákveðið að bæta við öðru námskeiði 29. og 30. apríl. Námskeiðið verður með sama hætti og það fyrra, kennt í Skeifunni 11b en einnig fjarkennt.  

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig næringarástand einstaklingsins hefur áhrif á lífslíkur og árangur meðferðar. Markmið námskeiðsins er að sjúkraliðar þekki leiðir til að koma í veg fyrir vannæringu og að greina einstaklinga í áhættu að fá vannæringu.

Leiðbeinandi: Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur á LSH og doktorsnemi í næringarfræði. Námskeiðið er einnig sent út í fjarkennslu, nánari upplýsingar um fjarkennslu er að finna hér. Skráning á heimasíðu Framvegishér

Sjúkraliðar lifa ekki af laununum

http://www.ruv.is/frett/sjukralidar-lifa-ekki-af-laununum 

Mörgum sjúkraliðum á Landspítalanum reynist erfitt að lifa af launum sínum segir formaður stéttarfélags þeirra. Launin séu lág og einnig sé oft aðeins hlutastarf í boði. Vonir standi til þess að kjörin verði leiðrétt fljótlega.

Eftir að hjúkrunarfræðingar gengu frá stofnanasamningi við Landspítalann í síðustu viku hafa aðrar stéttir innan spítalans krafist launaleiðréttingar. Þar á meðal eru aðrar kvennastéttir, til dæmis lífeindafræðingar, geislafræðingar og ófaglærðir starfsmenn í eldhúsum og þrifum. Sömu sögu er að segja um sjúkraliða sem munu funda með stjórnendum spítalans í fyrramálið. Þeir telja laun sín allt of lág, þeir fái að meðaltali um 270 þúsund krónur fyrir fullt starf.

„Síðan hefur það sýnt sig líka þegar laun og launaþróun hafa verið skoðuð, að þetta hefur haldist,“ segir Kristín Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. „Sjúkraliðar hafa dregist aftur úr öðrum viðmiðunarstéttum innan BSRB. Ástæðan fyrir því er sú að hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið nægjanlegar hækkanir á síðustu árum og hafa því „setið ofan á“ sjúkraliðum,“ bætir hún við.

Við bætist að fæstir sjúkraliðar eru í fullu starfi. Kristín segir að meðal starfshlutfallið sé í kringum 75 prósent. „Það hefur verið svarið frá yfirmönnum að þeir vilji ekki sjúkraliða í meiri vinnu því þetta séu erfið störf,“ segir hún. „ En þeim er ætlað að lifa á launum fyrir kannski 40 til 50% starfshlutfall, þótt þeir jafnvel telji sig vinna meira.“ Af þessum launum segir Kristín að sé útilokað að lifa.