Lesa meira: Ályktanir 22. fulltrúaþings Sjúkraliðafélags Íslands

 

22. fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands lauk kl. 13:30 í dag. 

Á þinginu voru samþykktar tillögur og ályktanir ásamt framtíðarstefnu félagsins.

 

Ályktun um kjaramál

Ályktun um starfsumhverfi

Ályktun um starfsöryggi sjúkraliða hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu

Ályktun um vinnuvernd og heilsueflingu

 
 Lesa meira: Ályktun trúnaðarmannaráðs vegna uppsagnar á trúnaðarmönnum félagsins
Í gær 21. maí var haldinn trúnaðarmannaráðsfundur í Sjúkraliðafélagi Íslands. Trúnaðarmannaráð telur á annaðhundrað trúnaðarmanna af öllu landinu. 
Meðal þess sem þar var tekið fyrir var uppsögn tveggja trúnaðarmanna á hjúkrunarheimilinu Mörkinni Suðurlandsbraut. 
 
Fundurinn ályktaði harðlega í málinu og er hún birt hér á heimasíðunni.
 

 sjúkraliðar að störfum

 

Birna Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi SLFÍ,  og Guðrún Lárusdóttir sjúkraliðanemi sátu fyrir svörum í  þættinum Ísland í bítið í morgun. Hér má heyra viðtalið. 

Til að hlusta

 Lesa meira: Opið hús hjá Reykjavíkurdeild í apríl 2013

Opið hús var hjá Reykjavíkurdeild í lok apríl 2013

Lesa meira: Opið hús hjá Reykjavíkurdeild í apríl 2013 

sukralidar---svunta 411262960

Reykjavíkurdeildin býður sjúkraliða á Höfuðborgarsvæðinu velkomna í OPIÐ HÚS mánudaginn 22. apríl milli kl. 17 og 19 á skrifstofu SLFI. Starfsfólk skrifstofunnar og stjórn Reykjavíkurdeildarinnar verða á staðnum og svara góðfúslega þeim spurningum sem brenna á sjúkraliðum þessa dagana. Þetta er einnig kjörið tækifæri til þess að kynnast, spjalla og þjappa okkur saman. Léttar veitingar!


Lesa meira: Hvatningaverðlaun Reykjavíkurborgar féll í hlut sjúkraliða í flokki einstaklinga

 

Hlíf Geirsdóttir sjúkraliði við afhendingu hvatningaverðlaunanna.

 

Gott starf á Velferðarsviði verðlaunað

 

Þann 12. apríl sl. var Hlíf Geirsdóttur sjúkrlaiða veitt hvatningaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki einstaklinga. 

Alúð, nýbreytni og þróun var lykillinn að vali á þeim, einstaklingum, starfsstöðum og hópum sem hlutu hvatningarverðlaun velferðarráðs fyrir árið 2012.

Fyrir valinu voru þeir sem þykja til fyrirmyndar í starfi Velferðarsviðs. Allir sem starfa á eða í samvinnu við Velferðarsvið gátu sent inn tilnefningu til valnefndar.

Sjúkraliðafélag Íslands færir Hlíf hamingjuósir í tilefni af heiðrinum. 

Hlíf Geirsdóttir, matsfulltrúi og sjúkraliði varð fyrir valinu í flokki einstaklinga en í rökum með tilnefningu Hlífar segir m.a. að hún sé frábær starfsmaður, dugleg, útsjónarsöm og hugsi út fyrir kassann. Hún er óhrædd við að fara nýjar leiðir í vinnu sinni og hún kemur fram við alla, bæði samstarfsmenn og notendur, af mikilli virðingu, alúð og kærleika. Hlíf hefur unnið farsælt starf hjá Reykjavíkurborg sl.25 ár.

Markmiðið með veitingu hvatningarverðlauna er að skapa hvetjandi vinnustaðamenningu og vekja athygli á gróskumiklu starfi í velferðarmálum Reykjavíkurborgar, auk þess að stuðla að aukinni nýbreytni  og þróunarstarfi.

Valnefndin er skipuð fulltrúum velferðarráðs, skrifstofu Velferðarsviðs, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og BHM. Í valnefnd vegna verðlauna fyrir árið 2012 voru: Björk Vilhelmsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Garðar Hilmarsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Lóa Birna Birgisdóttir. Alls bárust nefndinni 50 tilnefningar sem er til marks um það góða starf sem unnið er á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Lesa meira: Aðalfundur Ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands 

Aðalfundur Ungliðadeildar SLFÍ verður haldinn þann 29. apríl 2013, kl.17:00 í BSRB húsinu  að Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://lsl.is/templates/NETVISTUN_2007/images/logo.gif
There was a problem loading image http://lsl.is/templates/NETVISTUN_2007/images/logo.gif

Lesa meira: Námskeið Lífsins - samtaka um líknarmeðferð

Notkun áhugahvetjandi samtals í líknarmeðferð

 

Námskeið Lífsins - samtaka um líknarmeðferð - verður haldið í

Safnaðarheimili Háteigskirkju 12. apríl 2013

 

Lífið Samtök um líknameðferð.pdf

 

Lesa meira: Úthlutun orlofshúsanna er lokið

Úthlutun orlofshúsanna er lokið og ættu allir umsækjendur að hafa fengið tilkynningu þar um í tölvupósti.

Ef ekki, vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna, s. 553-9493

Lesa meira: Umsóknarfrestur til miðnættis 3. apríl

Umsóknarfrestur til miðnættis miðvikudaginn 3. apríl 2013