Lesa meira: Hvatningaverðlaun Reykjavíkurborgar féll í hlut sjúkraliða í flokki einstaklinga

 

Hlíf Geirsdóttir sjúkraliði við afhendingu hvatningaverðlaunanna.

 

Gott starf á Velferðarsviði verðlaunað

 

Þann 12. apríl sl. var Hlíf Geirsdóttur sjúkrlaiða veitt hvatningaverðlaun Reykjavíkurborgar í flokki einstaklinga. 

Alúð, nýbreytni og þróun var lykillinn að vali á þeim, einstaklingum, starfsstöðum og hópum sem hlutu hvatningarverðlaun velferðarráðs fyrir árið 2012.

Fyrir valinu voru þeir sem þykja til fyrirmyndar í starfi Velferðarsviðs. Allir sem starfa á eða í samvinnu við Velferðarsvið gátu sent inn tilnefningu til valnefndar.

Sjúkraliðafélag Íslands færir Hlíf hamingjuósir í tilefni af heiðrinum. 

Hlíf Geirsdóttir, matsfulltrúi og sjúkraliði varð fyrir valinu í flokki einstaklinga en í rökum með tilnefningu Hlífar segir m.a. að hún sé frábær starfsmaður, dugleg, útsjónarsöm og hugsi út fyrir kassann. Hún er óhrædd við að fara nýjar leiðir í vinnu sinni og hún kemur fram við alla, bæði samstarfsmenn og notendur, af mikilli virðingu, alúð og kærleika. Hlíf hefur unnið farsælt starf hjá Reykjavíkurborg sl.25 ár.

Markmiðið með veitingu hvatningarverðlauna er að skapa hvetjandi vinnustaðamenningu og vekja athygli á gróskumiklu starfi í velferðarmálum Reykjavíkurborgar, auk þess að stuðla að aukinni nýbreytni  og þróunarstarfi.

Valnefndin er skipuð fulltrúum velferðarráðs, skrifstofu Velferðarsviðs, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og BHM. Í valnefnd vegna verðlauna fyrir árið 2012 voru: Björk Vilhelmsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Garðar Hilmarsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Lóa Birna Birgisdóttir. Alls bárust nefndinni 50 tilnefningar sem er til marks um það góða starf sem unnið er á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.

Lesa meira: Aðalfundur Ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands 

Aðalfundur Ungliðadeildar SLFÍ verður haldinn þann 29. apríl 2013, kl.17:00 í BSRB húsinu  að Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://lsl.is/templates/NETVISTUN_2007/images/logo.gif
There was a problem loading image http://lsl.is/templates/NETVISTUN_2007/images/logo.gif

Lesa meira: Námskeið Lífsins - samtaka um líknarmeðferð

Notkun áhugahvetjandi samtals í líknarmeðferð

 

Námskeið Lífsins - samtaka um líknarmeðferð - verður haldið í

Safnaðarheimili Háteigskirkju 12. apríl 2013

 

Lífið Samtök um líknameðferð.pdf

 

Lesa meira: Úthlutun orlofshúsanna er lokið

Úthlutun orlofshúsanna er lokið og ættu allir umsækjendur að hafa fengið tilkynningu þar um í tölvupósti.

Ef ekki, vinsamlegast hafið samband við skrifstofuna, s. 553-9493

Lesa meira: Umsóknarfrestur til miðnættis 3. apríl

Umsóknarfrestur til miðnættis miðvikudaginn 3. apríl 2013

Lesa meira:  Aukanámskeið - Ávana-,fíknilyf og hjúkrun einstaklinga með fíknsjúkdóma

Ávana-, fíknilyf og hjúkru einstaklinga með fíknisjúkdóma

 

 

Sjá auglýsingu

Lesa meira: Léttara líf án lyfja


Léttara líf án lyfja

 

Kæru sjúkraliðar!

 

 

 

Ykkur er boðið á námskeiðið:


 

Þriggja tíma námskeið laugardaginn 23. mars 2013  kl:10-13:15 (Skráning hefst kl. 9:45)

Staðsetning:  Lifandi markaður, Borgartúni 24, 105 Reykjavík

 

Á árinu 2012 voru LifeWave ljósgjafarnir viðurkenndir og skráðir sem ljósorkumeðferð (phototherapy) í Evrópu.

 

Nú er boðið upp á námskeið til að kynna þessa nýjung innan heilsugeirans. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu en seldar verða veitingar í hádegishléinu.

 

Þar sem sætafjöldi er takmarkaður viljum við biðja þá sem hafa áhuga að láta vita sem fyrst með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." eða í síma 696 8609.


Sjá dagskrá.

 

 

LifeWave er ódýr og áhrifarík meðferðartækni sem skilar oft skjótum árangri. Tæknin notar innrauðar ljósbylgjur, en þær eru ekki innan hins sjáanlega litrófs ljóssins. Ljósgjafarnir örva orkuflæði og efla styrk orku af ákveðnum tíðnum. Af þessu er mikill heilsufarslegur ávinningur og ljósgjafarnir geta haft ýmis góð áhrif:

 

Góð lausn á svefnvanda

Öflug verkjastilling

Aukin orka og úthald

Góð hjálp við þyngdarstjórnun

Góð vörn gegn streitu

Vinnur á bólgum

Eflir afeitrunarhæfni og andoxunarvarnir líkamans

 

Tæknina nýtir fólk sem hefur áhuga á forvörnum og / eða vill bæta árangur sinn í íþróttum. Jafnframt hefur fjöldi sjúklinga greint frá því hvernig tæknin hefur hjálpað þeim að öðlast bætt lífsgæði.

 

Á námskeiðinu verður m.a. greint frá því hvernig ljósgjafarnir eru notaðir og sýnt hvar þeim er komið fyrir á nálastungupunktum til að veita mismunandi meðferðir.

Sjá námskeiðsdagskrá í viðhengi.

 

Fyrirlesarar eru: Gunnar Jónasson tæknifræðingur, Steinar Þorsteinsson tannlæknir, Hanna Elísdóttir heilsuráðgjafi og Kristín Björg Guðmundsdóttir dýralæknir Ph.D.

 

Hlakka til að heyra frá þér.

Með kveðju,

Kristín Björg Guðmundsdóttir

 Lesa meira: UMSÓKNIR - SUMARIÐ 2013

Miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 10:00 verður opnað fyrir umsóknir vegna sumarúthlutana á orlofsvef félagsins.

 

 Lesa meira: Fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar

 

Ráðstefna um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar verður haldin á Grand hótel , fimntudaginn 14. mars kl. 13:30 

Sjá auglýsingu 

 Lesa meira: Erindi Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Sjúkraliðafélags Íslands

 

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars var haldinn í Iðnó.

Fullt var út úr dyrum á fundinum. 

Meðal ræðumanna var Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands

Hún fór yfir stöðu kvenna á vinnumarkaði og lagði fram krefjandi spurningar um hvað valdi lágri atvinnuþáttöku kvenna.

 

Þá kom hún inn á stöðu heilbrigðiskerfisins og gagnrýndi á þá þöggun viðgengst heilbrigðiskerfinu.

 

Erindið í heild sinni er hægt að nálgast hér 

 

Lesa meira: Erindi Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns Sjúkraliðafélags Íslands

Lesa meira: Auka námskeið

Alzheimer
 

Þar sem fullbókað er á fyrra námskeiðið og færri komust að en vildu höfum við ákveðið að bæta við öðru námskeiði 19. og 20. mars. Námskeiðið verður með sama hætti og það fyrra, kennt í Skeifunni 11b en einnig fjarkennt.  

Fjallað verður um minnissjúkdóma og sérstaklega fjallað um Alzheimer sjúkdóminn greiningu hans og einkenni. Farið verður yfir þróun sjúkdómsins og meðferðarúrræði. Félagsleg úrræði og meðferð við lífslok.

Leiðbeinandi: Jón Eyjólfur Jónsson, yfirlæknir á bráðaöldrunarlækningadeild LSH 

Námskeiðið er einnig sent út í fjarkennslu, nánari upplýsingar um fjarkennslu er að finna hér. Skráning á heimasíðu Framvegis hér