Lesa meira: Afmælishátíð orlofsbyggðarinnar að Eiðum

 

Afmælishátíð orlofsbyggðarinnar að Eiðum fór fram laugardaginn 8. júní sl. í blíðskapar veðri. Svæðið var opið gestum og velunnurum og sérstök dagskrá var við hús nr. 8 frá kl. 14:30.

Ávörp fluttu Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður rekstrarfélagsins að Eiðum, og Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Stúlknakórinn Liljurnar fluttu nokkur lög, hoppukastali var við leikvöllinn og  bátar voru til taks til að róa út á vatnið.

Sjá myndir frá hátíðinni 

Lesa meira: Samið við Landspítala

 

Sjúkraliðafélag Íslands undirritaði nýjan stofnanasamning við Landspítala í dag. 

Samningurinn var unninn samkvæmt ákvörðun fyrrverandi ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur um að jafna kynbundinn launamun.

Fyrsta skrefið í þeirri viðleitni er tekið með því að hækka laun kvennastétta innan heilbrigðisþjónustunnar um  4,8%. 

Sjúkraliðafélag Íslands lagði einnig fram mótmæli í fundargerð samstarfsnefndar, þar sem mismunun milli sétta innan Landspítalans var viðhöfð með því að háskólastéttir skyldu fá allt að 7% launahækkun.

Félagið áskilur sér rétt til að sækja leiðréttingu á þessum mun í næstu kjarasamningum. 

 

Sjá nýjan stofnanasamning

Lesa meira: Áhrifaþættir á heilsu og vellíðan – frá rannsóknum til aðgerða

Föstudaginn 28. júní nk. kl. 9:00–15:00 verður haldin ráðstefna í Háskólanum í Reykjavík um ofangreint efni.  Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Sir Michael Marmot.

 

Sir Michael Marmot, er einn eftirsóttasti  fyrirlesari á sviði lýðheilsumála um allan heim. Sir Marmot hefur leitt vinnu á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í greiningu á félagslegum áhrifaþáttum heilbrigðis og áhrifum ójöfnuðar á heilsu.

 

Hann hefur ritað fjölda vísindagreina og bóka á sviðinu, þar með talið bókina Social Determinants of Health.  Hann stjórnanði jafnframt vinnu WHO  við skýrsluna Closing the gap in a generation, sem gefin var út árið 2008 og hefur haft mikil áhrif um allan heim.

 

Sir Marmot er yfirmaður Institute of Health Equity sem hefur það markmið að draga úr áhrifum ójöfnuðar á heilsu. Hann hefur stýrt fjölda byltingarkenndra rannsókna og hefur meðal annars yfirumsjón með langtímarannsókn Breta,Whitehall II, þar sem kannað er hvernig félagsleg staða hefur áhrif á heilsu.

 

Hinn erlendi fyrirlesarinn á ráðstefnunni er prófessor Felicia Huppert, forstjóri The Wellbeing Institute við Cambridgeháskóla. Huppert hefur verið leiðandi á sviði rannsókna og mælinga á vellíðan og er hún m.a. í ráðgjafahópi David Cameron, forsætisráðherra Breta, um mælingar á vellíðan fyrir stefnumótun. Sérsvið Huppert er andleg vellíðan og faraldsfræði jákvæðrar geðheilsu. Hún hefur meðal annars rannsakað áhrif þess að kenna gjörhygli (e. mindfulness) í skólum á hugræn og lífeðlisfræðileg viðbrögð við streitu og rannsakað helstu áhrifaþætti vellíðanar og jákvæðrar geðheilsu.

 

Í framhaldi af erindum erlendra gestafyrirlesara verða flutt íslensk erindi um stöðuna hér á landi hvað varðar áhrifaþætti heilsu og vellíðanar, áhrif ójöfnuðar á heilsu og tækifæri til að nýta rannsóknir til að bæta heilsu og líðan Íslendinga.

 

Ráðstefnan er haldin til minningar um Guðjón Magnússon, lækni ogprófessor.. Guðjón Magnússon vann ötullega að bættri lýðheilsu og heilsueflingu, meðal annars sem aðstoðarlandlæknir (1980-1990), skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu (1990-1996), rektor Norræna lýðheilsuháskólans í Gautaborg (NHV) (1996-2002), einn af framkvæmdastjórum Evrópudeildar WHO og sem vísindamaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík . Guðjón hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín, til að mynda riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1989 og heiðursviðurkenningu frá ASPHER, samtökum lýðheilsuskóla í Evrópu árið 2009.

 

Takið daginn frá nú þegar!

Verð: 3900 krónur, innifalið er morgunhressing og hádegisverður

Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 21. júní með því að senda tölvupóst með viðfangsefninu „Marmot“  á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." target="_blank" style="color:rgb(17, 85, 204)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

http://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item20424/Ahrifathaettir-a-heilsu-og-vellidan-–-fra-rannsoknum-til-adgerda

 

Lesa meira: Afmælishátíð að Eiðum

 

Boðið er til afmælishátiðar að orlofsbyggðinni að  Eiðum 8. júní nk. og hefst hátðiðin kl. 14:30.

Allir velkomnir 

Klikkið á linkinn hér fyrir neðan 

 

Afmælishátíð Orlofsbyggðin að Eiðum 30 ára 

Lesa meira: Ráðherra undirritar reglugerð um sjúkraliða.


Ráðherra Guðbjartur Hannesson hefur undirritað reglugerð um sjúkraliða.
Annars vegar 
um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. Hins vegar reglugerð um menntun, réttindi og skyldur hjúkrunarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi.

 

Mikill styr hefur ríkt um reglugerðardrögin í alllangann tíma. Skrifað var undir reglugerðir allra annarra heilbrigðisstétta fyrir áramót, en ráðherra stöðvaði undirskrift á fyrrgreindum reglugerðum eftir að sjúkraliðar mótmæltu  því að kveðið væri sérstaklega á um að hjúkrunarfræðingar bæru faglega ábyrgð á hjúkrun.

Sjúkraliðafélag Íslands fundaði mörgum sinnum með fulltrúum ráðuneytisins og bentu á að með tillögunum væri verið að setja íþyngjandi  hömlur á störf sjúkraliða umfram það sem  fram kemur í lögunum.

Sjúkraliðar afhentu ráðherra 1135 undirskriftir sjúkraliða, þar sem þeir skoruðu á hann að taka málið til skoðunar. Einnig lagði félagið fram lögfræðiályt Gísla Guðna Hall, hrl. þar sem hann benti á að með tillögunum væri um að ræða brot á jafnræðisreglunni. Yfirstjórn velferðarráðuneytisins fundaði um málið og komst að því að þörf væri á að drögin yrðu endurskoðuð. 


Niðurstaða ráðherra var að undirrita reglugerðir sem Sjúkraliðafélagið gat sætt sig við og sagði ráðherra m.a. að því tilefni:

"Reglugerðirnar eru í samræmi við drög sem send voru formönnunum félaganna í gær að öðru leyti en því að í reglugerð hjúkrunarfræðinga er bætt við tilvísun í 10. gr. laga um heilbrigðisþjónustu; ""Um faglega ábyrgð hjúkrunarfræðinga fer að öðru leyti samkvæmt ákvæðum 10. gr. laga um heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007".
Af þessu tilefni vil ég taka fram að ég tel að reglugerðirnar séu í fullu samræmi við þann ramma sem heilbrigðisþjónustunni er settur í lögum og reglum og í fyrrgreindum reglugerðum felist engar breytingar á ábyrgð og starfssviði umfram það sem lög um heilbrigðisstarfsmenn fela í sér.

Mér er ljóst að það var orðið brýnt að undirrita þessar reglugerðir, einkum til þess að unnt væri að afgreiða starfsleyfi."


Sjúkraliðafélag Íslands telur að mikið hafi áunnist með þessari niðurstöðu. Að öðrum kosti hefði stéttin farið aftur um 30 ár hvað starfsréttindi varðar. 

 

Lesa meira: Ályktanir 22. fulltrúaþings Sjúkraliðafélags Íslands

 

22. fulltrúaþingi Sjúkraliðafélags Íslands lauk kl. 13:30 í dag. 

Á þinginu voru samþykktar tillögur og ályktanir ásamt framtíðarstefnu félagsins.

 

Ályktun um kjaramál

Ályktun um starfsumhverfi

Ályktun um starfsöryggi sjúkraliða hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu

Ályktun um vinnuvernd og heilsueflingu

 
 Lesa meira: Ályktun trúnaðarmannaráðs vegna uppsagnar á trúnaðarmönnum félagsins
Í gær 21. maí var haldinn trúnaðarmannaráðsfundur í Sjúkraliðafélagi Íslands. Trúnaðarmannaráð telur á annaðhundrað trúnaðarmanna af öllu landinu. 
Meðal þess sem þar var tekið fyrir var uppsögn tveggja trúnaðarmanna á hjúkrunarheimilinu Mörkinni Suðurlandsbraut. 
 
Fundurinn ályktaði harðlega í málinu og er hún birt hér á heimasíðunni.
 

 sjúkraliðar að störfum

 

Birna Ólafsdóttir, fræðslufulltrúi SLFÍ,  og Guðrún Lárusdóttir sjúkraliðanemi sátu fyrir svörum í  þættinum Ísland í bítið í morgun. Hér má heyra viðtalið. 

Til að hlusta

 Lesa meira: Opið hús hjá Reykjavíkurdeild í apríl 2013

Opið hús var hjá Reykjavíkurdeild í lok apríl 2013

Lesa meira: Opið hús hjá Reykjavíkurdeild í apríl 2013