Framhaldsnám sjúkraliða í hjúkrun aldraðra - 6. jan. 2014

 

sjukra

 

Fjölbrautaskólinn við Ármúla/Heilbrigðisskólinn auglýsir eftir umsóknum um framhaldsnám sjúkraliða í öldrunarhjúkrun, sem fyrirhugað er að hefjist í lok janúar 2014. Námið er í samræmi við nýja námskrá í framhaldsnámi sjúkraliða í öldrunarhjúkrun frá 2013. Námið er á 4. þrepi framhaldskólans, sem skilgreint var í lögum um framhaldsskóla frá 2008. Inntökuskilyrði eru að umsækjandi hafi: Starfsréttindi sem sjúkraliði á Íslandi og þriggja ára starfsreynslu sem sjúkraliði, hafi góða ensku og tölvukunnáttu og hafi lokið lyfjafræði 103 eða sambærilegum áfanga í sjúkraliðanámi. Umsóknarfrestur er til 17. janúar og skal skila umsókn á skrifstofu skólans og skulu henni fylgja eftirtalin gögn: Afrit af prófskírteini vegna sjúkraliðanáms og annars náms/námsskeiða, sem nýtast í náminu, starfsferilsskrá og meðmælum frá vinnuveitenda. Námið verður skipulagt sem nám með vinnu og kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl 15-19. Önnin kostar 75 þúsund krónur. Allar nánari upplýsingar um námið er hægt að finna á heimasíðu Fjölbrautaskólans við Ármúla / Heilbrigðisskólans, sjúkraliðabraut, framhaldsnám sjúkraliða, www.fa.is og hjá kennslustjóra sjúkraliðabrautar, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 5258800. Skólameistari