Lesa meira: Nuddnámskeið á haustönn  hjá Gunnari

 

 

Nunndmámskeið hjá Gunnari á haustönn 

en hann hefur verið  með námskeið í klassísku vöðvanuddi og svæðanuddi síðustu níu ár.


 

alt


Þann 15. september nk verður haldin ráðstefna um sjúkdóminn endómetríósu eða legslímuflakk.

Samtök um endómetríósu voru stofnuð árið 2006 til að vekja athygli á þessum króníska sjúkdómi sem leggst á 10% kvenna á barnsburðaraldri.

Því miður er staðan sú að greiningartími er að meðaltali átta ár vegna vanþekkingar á sjúkdómnum meðal almennings og heilbrigðisstétta.

Helstu einkenni legslímuflakks geta verið óeðlilega miklir verkir, mest í kviðarholi og baki, vandkvæði með þvag og hægðir, ófrjósemi, verkir við kynlíf, kvíði, streita, þunglyndi og svo margt annað.

Sjúkraliðar eru hvattir til að mæta á ráðstefnuna og kynna sér sjúdkóminn.

Sjúkdómurinn hefur gríðarleg áhrif á líkamlega, andlega og félagslega líðan endó-kvenna og því mikilvægt að minnka vanþekkingu og koma í veg fyrir fordóma

Heimasíðan samtakanna er www.endo.is 


Sjá dagskrá 

alt

 

Trúnaðarmannanámskeið á sjö stöðum á landinu.

Mikilvægt er að félagsleg fræðsla trúnaðarmanna sé sem allra best og allir trúnaðarmenn fái tækifæri til að sækja trúnaðarmannanámskeið.  Á síðasta misseri var boðið uppá sameiginleg trúnaðarmannanámskeið fyrir öll stéttarfélög innan ASÍ og BSRB. Mæltist það vel fyrir og voru þau vel sótt og því hefur verið ákveðið að hafa framhald á og kenna bjóða uppá áframhaldandi námskeið á sjö stöðum á landinu, á haustönn 2012.

Um er að ræða þrep 2 úr námsskránni, Trúnaðarmannanámskeið I. Auk þess verður boðið uppá fyrri hlutann af þrepi 1 á tveimur stöðum, Vestfjörðum og á Suðurnesjum.

Sjá nánar um námskeiðin

 

 

alt 

 

Þá er að huga að þeim námskeiðum sem í boði eru.

Endurmenntunarstofnun auglýsir  námskeið haustannar fyrir heilbrigðisstarfsfólk. 

Sjá hér 

 

 

 

Lesa meira: Laus vika í Stykkishólmi

Vegna forfalla er orlofshúsið í Stykkishólmi laust vikuna 31. ágúst til 7. sept.  Fyrstur bókar, fyrstur fær.

alt

Austurlandsdeild Sjúkraliðafélags Íslands mótmælir harðlega boðuðum uppsögnum sjúkraliða á hjúkrunarheimilinu Sundabúð Vopnafirði og þeim breytingum á rekstrarfyrirkomulagi  hjúkrunarheimilisins  sem Heilbrigðisstofnun Austurlands boðar.

Stjórnin skorar á Heilbrigðisstofnun Austurlands, Velferðarráðuneytið og sveitastjórn Vopnafjarðarhrepps  að koma þessum málum í lag sem allra fyrst svo að íbúar á hjúkrunardeild Sundabúðar þurfi ekki enn einu sinni að búa við þau ótryggu búsetuskilyrði sem af þessu hlýst.  Að leggja niður hjúkrunardeildina í Sundabúð,  bjóða einungis upp á heimahjúkrun í byggðarlaginu og flytja aðra burt, er algerlega óásættanlegt.

Stjórn Austurlandsdeildar telur að með þessu sé verið að færa þjónustunstigið mörg ár aftur í tímann.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://bsrb.is/files/BSRB-minna_1435075083.jpg
There was a problem loading image http://bsrb.is/files/BSRB-minna_1435075083.jpg

28.6.2012

Lesa meira: Vinningshafar í kjarakönnun BSRB              Enn eiga tveir vinningar í happdrætti BSRB vegna kjara- og viðhorfskönnunar BSRB eftir að ganga út en einn heppinn þátttakandi úr Starfsmannafélagi Fjarðabyggðar hefur þegar fengið sinn vinning, gjafabréf frá Icelandair upp á 60 þúsund krónur.

Lesa meira: Afsláttarkjör á heimasíðu félagsins.
AP Media hefur séð um söfnun afsláttar fyrir notendur Frímanns undanfarin ár og þar á meðal Sjúkraliðafélag Íslands. Það kemur fram hjá söfnunaraðilunum að aldrei hafi verið annar eins fjöldi á bak við afsláttinn, en 15 félög tóku þátt sem telja rúmlega 50,000 félagsmenn í heildina. Í ár bjóða 57 fyrirtæki stéttarfélögum og starfsmannafélögum og félagsmönnum þeirra, sem eru aðilar að Frímanni upp á afslátt af vörum og/eða þjónustu. Um helmingur þessara fyrirtækja eru ný eða hafa ekki veitt afslátt áður. Afsláttur gildir í 1 ár, frá 1. júní 2012-júní 2013.
Sjúkraliðar eru hvattir til þess að skoða á heimasíðunni hvaða afslættir eru í boði. Þegar afsláttur er nýttur þarf að vísa upp félagaskýrteininu sem félagið sendir út árlega. 
Lesa meira: Kvenréttindadagurinn19. júní. Frumvarp um jafnlaunastaðal kynnt
Kvenréttindadagurinn var haldinn hátíðlegur í gær 19. júní. Haldinn var fundur á Grand hóteli Reykjavík þar sem  kynnt var frumvarp til laga um jafnlaunastaðal. Á síðustu árum hefur mikil óánægja verið með það að ekki hafi gengið eftir að eyða óútskírðum  launamun kynjanna. Atvinnurekendur hafa svarað því að erfitt sé um vik þar sem skortur sé á tæki til þess að sjá til þess að konur og karlar séu með jöfn laun. 
Til þess að koma á móts við þessar ábendingar hefur staðall um launajafnrétti verið þróaður. Þetta kom fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra er hún opnaði fyrir umsagnir um frumvarpið um jafnlaunastaðal sem ætlaður er sem tæki í baráttunni gegn launamun kynjanna. Staðallinn er afrakstur starfs aðila vinnumarkaðarins í samvinnu við stjórnvöld og Staðlaráð Íslands. Fulltrúi BSRB í tækninefnd um jafnlaunakerfi er Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur bandalagsins. Slíkur staðall hefur ekki verið gerður áður og hefur vakið mikla athygli annarra landa, einkum nágrannaþjóða okkar. Aðdraganda starfsins má rekja til þess að árið 2008 samþykkti Alþingi að fela þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra (nú velferðarráðherra) að sjá til þess að þróað verði sérstakt vottunarkerfi á framkvæmd stefnu um launajafnrétti og framkvæmd stefnu um jafnrétti við ráðningar og uppsagnir í samvinnu við samtök aðila vinnumarkaðarins með bráðabirgðaákvæði við lög nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Sama ár gerðu Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) með sér samkomulag um að þróað yrði vottunarferli sem fyrirtæki geti nýtt sér og feli í sér vottun á framkvæmd stefnu um launajafnrétti og jafna möguleika kynjanna til starfa og starfsþróunar.
Óskað var eftir því að  Staðlaráð Íslands hefði umsjón með gerð staðals um framkvæmd stefnu um launajafnrétti og jafna möguleika kynjanna til starfa og starfsþróunar sem gæti nýst sem undirstaða vottunar. Erindið var samþykkt af stjórn Staðlaráðs og var stofnuð tækninefnd um jafnlaunakerfi 26. nóvember 2008. Tækninefndin skipaði vinnuhóp sem sá um að semja staðalfrumvarpið sjálft og naut hann liðsauka nokkurra sérfræðinga til að semja viðauka staðalsins.

Afrakstur þriggja og hálfs árs starfs er frumvarpið um jafnlaunakerfi sem nú er opið öllum sem óska aðgangs til umsagnar. Hægt er að óska eftir tímabundnum rafrænum aðgangi að frumvarpinu að staðlinum ÍST 85Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar á umsagnartíma, frá 19. júní til 20. september 2012. Slíkur aðgangur er án endurgjalds en umsóknarblaðið er að finna hér.

Athugasemdir við frumvarpið ber að senda til Guðrúnar Rögnvaldardóttur hjá Staðlaráði ÍslandsThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." style="color: #003f8c;">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20. september 2012.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/BSRB-minna_1435075083.jpg
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/BSRB-minna_1435075083.jpg

Lesa meira: BSRB krefst launaleiðréttingaStjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun þar stjórnin fer fram á að félagsmenn sínir fái að njóta sömu launaleiðréttinga og þingmenn, ráðherrar, embættismenn og margir sveitastjórnarmenn hafa fengið á undanförnum vikum og mánuðum. í kjölfar ákvörðunar kjararáðs um að draga launalækkanir til baka í desember síðastliðnum var fjármálaráðaherra sent bréf þar sem óskað var eftir sambærilegri launaleiðréttingu fyrir félagsmenn BSRB. Í ályktuninni er sú krafa ennfremur ítrekuð.

Ályktunin er svo hljóðandi:

Stjórn BSRB ítrekar þá afstöðu sína að ákvörðun kjararáðs um að draga til baka launalækkanir hjá ráðherrum, þingmönnum og embættismönnum hljóti að vera fordæmisgefandi fyrir félagsmenn BSRB.

Undanfarið hefur það svo orðið sífellt algengara að hærra launaðir starfsmenn ríkis og sveitarfélaga hafi fengið „leiðréttingar" á launum sínum. Sveitastjórnarmenn, alþingismenn, ráðherrar, embættismenn og dómarar hafa nú nær allir fengið „leiðréttingar" á launum sínum sem voru lækkuð í kjölfar hrunsins. BSRB ítrekar að margir af félagsmönnum bandalagsins hafa ekki fengið leiðréttingar á sínum fyrri kjörum og búa margir enn við skert starfshlutfall og „tímabundnar" launalækkanir.

Af aðgerðum kjararáðs og hins opinbera að dæma eru umræddar tímabundnar launalækkanir þó aðeins tímabundnar fyrir ákveðinn hóp fólks. Það vill svo til að sá hópur virðist nær undantekningalaust vera hærra settir starfsmenn á meðan þeir launalægri búa enn við „tímabundna" launalækkun eða skerðingu á starfshlutfalli.

Í upphafi árs sendi BSRB Oddnýju G. Harðardóttur, fjármálaráðherra, bréf þar sem þess var krafist að leiðrétting á kjörum félagsmanna BSRB myndi einnig koma til framkvæmda hið fyrsta. Sú krafa er hér með ítrekuð.

Lesa meira: Velheppnuð vorferð Eftirlaunadeildar SLFÍ

Eftirlaunadeild Sjúkraliðafélags Íslands fór í sína árlegu vorferð 6. júní sl.

70. sjúkraliðar fóru í velheppnaða vorferð deildarinnar um Snæfellsnesið. Stoppað var við  Ölkeldu, boðað var nesti  á Lýsuhóli, keyrt var yfir Fróðárheiði til Stykkishólms þar sem Norska húsið var skoðað og ferðinni síðan lokið með kvöldverði á hótelinu í Stykkishólmi.