Lesa meira: 43. Þing BSRB var innihaldsríkt og málefnalegt

43 Þingi BSRB lauk seinnipart föstudag. Sjúkraliðafélag Íslands átti 20 fulltrúa á þinginu.

Sjá nánar umfjöllun um þingið á heimasíðu BSRB

 

http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/2237/

 
alt
Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings
félagsheimili NLFA í Kjarna, Kjarnaskógi
laugardaginn 13. október kl.13:00 – 16:00
alt
Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings
í Hvammi, Grand Hótel, föstudaginn
12. október 2012 kl. 13:00 – 17:00

Lesa meira: Fyrsti trúnaðarmannaráðsfundur félagsins

 

  

Fyrsti trúnaðarmannaráðsfundur félagsins var haldinn 8. október sl. Á hann mættu yfir 80 sjúkraliðar allstaðar að af landinu.

 

Á fundinum flutti Sigrún Ásta Þórðardóttir, sálfræðingur erindið "Streita og streitueinkenni",

Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri fór yfir mikilvægi öflugs stéttafélags,

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson,  ræddi um hlutverk og verkefni trúnaðarmanna á vinnustað.

Eftir hádegi var hópavinnu með spurningarnar, Hvernig hægt sé að koma í veg fyrir streitu í starfi sjúkraliða. „Hvernig styrkjum við félagið“?  Að lokum var unnið með spurninguna "Hlutverk og verkefni trúnaðarmanna á vinnustöðum- Þarf að endurskoða þá þætti með tilliti til breytinga á vinnumarkaði".

Tómas Bjarnason, frá Capasent og Hilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB kynntu launakönnun BSRB / SLFÍ.

 

Deginum lauk með því að trúnaðarmannaráð samþykkti ályktun, þar sem m.a. kemur fram gagnrýni á að ekki skuli hafa náðst meiri árangur í leiðréttingu á launamun kynjanna.  Einnig var ályktað um álagið sem er á sjúkraliðum og heldur áfram að aukast jafnt og þétt. 

 

Sjá ályktunina í heild sinni 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'chrome-extension://lifbcibllhkdhoafpjfnlhfpfgnpldfl/numbers_button_skype_logo.png'
There was a problem loading image 'chrome-extension://lifbcibllhkdhoafpjfnlhfpfgnpldfl/numbers_button_skype_logo.png'
alt
 
Framvegis kynnir NÝTT námskeið
Umhirða og umgengni fylgihluta 

Áhugvert og hagnýtt námskeið fyrir alla sjúkraliða um aðferðafræði og umgengni fylgihluta vegna í- og áhluta. Á námskeiðinu verður fjallað um þvagleggi vegna útskilnaðar, æðaleggi, eftirlit með vökva í æð, mat á stungusvæði, skráningu o.fl. Ennfremur verður fjallað um sondur, PEG í meltingarvegi, tegundir þeirra og ísetningu. 

Námskeiðið hefst 10. október, endilega skoðið þetta! 

Skráning á heimasíðu okkar www.framvegis.is eða í síma  Lesa meira: Framvegis kynnir nýtt námskeið581-1900.

Lesa meira: Munið trúnaðarmannaráðsfundinn 8. október


Trúnaðarmenn, formenn félagsdeilda og fulltrúar í kjaramálanefnd.

Munið fyrsta trúnaðarmannaráðsfundinn á mánudag 8. október.

Flott, spennandi og metnaðarfull dagskrá í boði


Lesa meira: Námskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema í verknámi


Námskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema í verknámi

Námskeið fyrir leiðbeinendur sjúkraliðanema í verknámið verður haldið 3. og 4. október næstkomandi kl: 16:00-19:00 .

Markmið námskeiðs er að verðandi leiðbeinendur: 

Verði færari um að leiðbeina sjúkraliðanemum í verknámi.
Þekki hlutverk leiðbeinenda í verknámi sjúkraliðanema.
Kynnist meginhugmyndum kennslufræðinnar, sem snýr að verknámi.
Þekki fyrirkomulag sjúkraliðanáms í fjölbrautaskólum.
Verði hæfari til þess að meta framfarir sjúkraliðanema í verknámi og geti skýrt frá þeim grundvallarviðmiðum sem námsmat í verknámi miðast við

Deildarstjórar skrá sjúkraliða til þátttöku með því að senda tölvupóst á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." target="_blank" style="color:rgb(17, 85, 204)">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem fyrst

 

 

Lesa meira: Fræðsludagur fyrir sjúkraliða 3. október 2012
Fræðsludagur fyrir sjúkraliða 3. október 2012
Fræðsludagur fyrir sjúkraliða verður haldinn að Grettisgötu 89 (hús BSRB) í Reykjavík, miðvikudaginn 3. október n.k. og hefst kl. 13.00. Flutt verða þrjú fræðsluerindi um málefni sem varða allar heilbrigðisstéttir.


Lesa meira: Sjúkraliðar á Landspítala funda


Sjúkraliðar samþykktu ályktun einróma á fjölmennum fundi á Landspítala í dag 

 

 

Sjúkraliðar hafa ásamt öllu starfsfólki á LSH tekið þátt í gríðarlega erfiðum niðurskurði á rekstri Landspítalans á síðastliðnum fjórum árum. Starfsfólk spítalans hefur tekið á sig auknar byrðar, launaskerðingu og gífurlegt viðbótarálag.  Allt hefur þetta verið gert undir dyggri forystu forstjóra spítalans sem hvatt hefur starfmenn til dáða og lofað framgang þeirra í ræðu og riti. 

Með ákvörðun sinni um ríkulega hækkun launa forstjórans, sem voru ærin fyrir, hefur velferðarráðherra lagt í rúst þá samstöðu sem ríkt hefur meðal starfsmanna, sem hafa með blóði, svita og tárum náð að spara í rekstri stofnunarinnar.

Fundurinn krefst þess að launhækkun þess manns sem leitt hefur niðurskurðinn innan Landspítalans verði dregin til baka eða viðlíka hækkanir nái til starfsmanna sem tekið hafa þátt í því erfiða verkefni að vera heilbrigðisstarfsmaður á Íslandi á síðastliðnum árum. Ef ekki þá afsalir þú þér herra forstjóri þessari launahækkun til að koma í veg fyrir að öll sú vinna sem starfsmenn LSH hafa lagt á sig á síðastliðnum árum verði gerð hlægileg.

Fundurinn krefst fundar með öllum starfsmönnum LSH, velferðarráðherra og forstjóra spítalans sem fyrst.

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.mbl.is/frimg/6/32/632359A.jpg
There was a problem loading image http://www.mbl.is/frimg/6/32/632359A.jpg

„Launahækkunin er hneyksli“

Lesa meira: Viðtal við formann Sjúkraliðafélagsins á MBL.is

Kristín A. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands

Ómar Óskarsson

 

„Það er gríðarleg reiðialda hjá mínu fólki og ég skil það vel. Margir íhuga alvarlega að segja upp störfum. Þetta er eins og köld og blaut tuska framan í andlitið,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Gífurleg óánægja er meðal sjúkraliða á Landspítalanum vegna launahækkunar forstjóra sjúkrahússins fyrir skömmu. Fjöldi sjúkraliða íhugar nú að segja upp störfum. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir launahækkunina vera hneyksli.

„Höfum verið að spara og spara“

„Fari svo, að fólk segi upp störfum, þá er það auðvitað ákvörðun hvers og eins og er ekki á vegum félagsins, en við erum með friðarskyldu þar til samningar renna út, það er í mars 2014. Núna erum við að undirbúa fund með sjúkraliðum á Landspítalanum, þar sem þetta einstaka mál verður rætt,“ segir Kristín og bendir á að sjúkraliðar eigi ekki síður auðvelt með að fá vinnu erlendis en aðrar heilbrigðisstéttir. „Það er beðið eftir þessu fólki erlendis. Þessi launahækkun er bara eitt stórt hneyksli.“

Lesa meira: Viðtal við formann Sjúkraliðafélagsins á MBL.is

Sjúkraliðar að störfum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Kristín segir að niðurskurðurinn í heilbrigðiskerfinu hafi komið illa niður á sjúkraliðum. 

„Við höfum verið að spara og spara, það er alls staðar undirmannað og það þýðir meira álag á fólk. Það verið að plástra tækin á sjúkrahúsunum. Álagið veldur því að fólk veikist, en það má ekki kalla út þannig að fólk er að mæta veikt til vinnu til að minnka álagið á samstarfsfólk sitt. Störfin eru orðin svo þung. Á góðum stundum er fólki þakkað fyrir að sýna aðhald og ráðdeildarsemi. En það segir núna: hingað og ekki lengra. Eftir þessa launahækkun segir fólk: Nú hættum við þessu!“

Frétt mbl.is: „Kornið sem fyllti mælinn“

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/u/0/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=att&th=139bb4d8a910912b&attid=0.1&disp=emb&zw&atsh=1'
There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/u/0/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=att&th=139bb4d8a910912b&attid=0.1&disp=emb&zw&atsh=1'
There was a problem loading image 'chrome-extension://lifbcibllhkdhoafpjfnlhfpfgnpldfl/numbers_button_skype_logo.png'
There was a problem loading image 'chrome-extension://lifbcibllhkdhoafpjfnlhfpfgnpldfl/numbers_button_skype_logo.png'
Lesa meira: Áhugavert námskeið hjá Framvegis
 

7.2.2012

Framvegis kynnir NÝTT námskeið
Núvitund og hjúkrun

Áhugvert og hagnýtt námskeið sem gagnast persónulega og í krefjandi starfi sjúkraliða. Á námskeiðinu verður fjallað um hvað núvitund felur í sér, hvernig hægt er að nota aðferðina á kerfisbundinn hátt í starfi sem og í einkalífi. Gerðar verða fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem geta aukið skilning okkar á huganum og venjum hans.

Námskeiðið hefst 18. september örfá sæt laus!

Skráning á heimasíðu okkar www.framvegis.is eða í síma  Lesa meira: Áhugavert námskeið hjá Framvegis 581-1900.