Lesa meira: Vinna við kjarakönnun BSRB er hafin fyrir árið 2013


Vinna við kjarakönnun BSRB fyrir árið 2013 er nú farin af stað og mega félagsmenn bandalagsins eiga von á því að haft verði samband við þá á næstu vikum vegna þess. Þetta er annað árið í röð sem að slík könnun er framkvæmd og því þekkja margir hvernig fyrirkomulagið er. Fólki er gefinn kostur á að svara kosningunni rafrænt á netinu og munu þeir sem tóku þátt í fyrra fá könnunina senda á netfang sitt. Capacent, sem er framkvæmdaraðili könnunarinnar, mun svo hafa samband við þá sem eru að taka þátt í gerð könnunarinnar í fyrsta sinn til að fá þeirra samþykki og aðrar nauðsynlegar upplýsingar.

 

Byggt hefur verið á reynslu síðasta árs við framkvæmd könnunarinnar í ár. Fyrir vikið eru spurningarnar aðeins færri hjá flestum aðildarfélögum. Að mestu er spurt um sömu atriði og í fyrra til að ná samanburði á helstu atriðum s.s. launaþróun, álagi og vinnutíma.

 

Rétt er að benda fólki á að farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og könnunin er framkvæmd af BSRB til að fá betri yfirsýn yfir kjaramál félagsmanna bandalagsins. Könnunin hefur reynst vera öflugt tæki í réttindabaráttunni og þess vegna er mikilvægt að þátttaka í könnuninni sé með besta móti.

 

Meðal þess sem síðasta könnun sýndi glögglega fram á var að álag á opinbera starfsmenn hefur aukist mikið á milli ára og að margir hafa ekki enn fengið leiðréttingar launa sinna vegna kjaraskerðinga í kjölfar efnahagshrunsins. Eins sýndi könnunin fram á mikinn kynbundinn launamun hjá ríki og sveitarfélögum fyrir utan mikilvægar upplýsingar um grunnlaun, yfirvinnu, vinnutíma og líðan í starfi svo nokkur atriði séu talin til.

 

Það er ósk BSRB og aðildarfélaga bandalagsins að félagsmenn taki beiðni okkar um þátttöku í könnuninni með opnum hug svo að niðurstöður hennar verði sem áreiðanlegastar og gagnist okkur þannig sem best í áframhaldandi baráttu okkar fyrir bættum hag félagsmanna bandalagsins.

 

Lesa meira: Uppstillinganefnd


Frá uppstillinganefnd

Við leitum að sjúkraliðum sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum við 
að gera gott félag betra. Okkur vantar gott fólk í hinar ýmsu nefndir félagsins
og hafir þú áhuga settu þig í samband við okkur.
Sendið okkur tölvupóst á netfangiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
og við höfum samband.

Fyrir hönd uppstillinganefndar


Guðrún Helga Marteinsdóttir

S: 899-4658

 
Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://styrktarsjodur.bsrb.is/files/images/logo1.png
There was a problem loading image http://styrktarsjodur.bsrb.is/files/images/logo1.png

Lesa meira: Rafrænar umsóknir

 

 

Styrktarsjóður BSRB hefur nú tekið upp rafrænt umsóknarkerfi. Allir þeir sem hyggjast sækja um styrk hjá sjóðnum eru  beðnir að fylla út rafrænt umsóknarform á heimasíðu sjóðsins.


 http://styrktarsjodur.bsrb.is/styrkir/


Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://images.paraorkut.com/img/clipart/images/a/airplane-16.gif
There was a problem loading image http://images.paraorkut.com/img/clipart/images/a/airplane-16.gif

                         Lesa meira: Kaupmannahöfn, opnað fyrir bókanir 18. janúar

Orlofsíbúðin í Kaupmannahöfn.

Föstudaginn 18. janúar nk. kl. 13.00 verður opnað á orlofsvefnum fyrir bókanir á íbúð SLFÍ í Kaupmannahöfn. Tímabil 17. maí – 31. des. 2013.

Minnt er á að ef ekki er gengið frá greiðslu um leið og bókað er fellur bókunin sjálfkrafa út að 12 klst. liðnum.

 

http://orlof.is/slfi/site/cottage/cottage_details.php?cottage_id=24

 

Lesa meira: Jólakveðja

 

Lesa meira: Ályktun Kjaramálanefndar

Ályktun kjaramálanefndar

Sjúkraliðafélags Íslands

Sjá nánar


 

 


 

 

 


Lesa meira: Vaktabók 2013

Verið er að undirbúa útsendingu á vaktabók 2013 með 4. tölublaði Sjúkraliðans og verður hún komin til sjúkraliða á allra næstu dögum.

Lesa meira: Alþjóðasamtök opinberra starfsmanna funda í Suður-Afríku

Formaður SLFÍ Kristín Á. Guðmundsdóttir er nú stödd á þingi Alþjóðasamtaka opinberra starfsmanna (PSI) í Durban í Suður-Afríku ásamt formanni BSRB og fleiri fulltrúum aðildarfélaga innan BSRB.  

Sjá nánar

Lesa meira: Tvær greinar vegna Evrópudags sjúkraliða

Hugleiðing vegna Evrópudags sjúkraliða 26. nóv 2012.

Sjá grein


Til hamingju með daginn

Sjá grein


Lesa meira: Evrópudagur sjúkraliða

 

Mánudaginn 26. nóvember nk.  mun Framvegis símenntunarmiðstöð verða með fræðslufund í tilefni af Evrópudegi sjúkraliða. Fræðslufundurinn verður sendur út í fjarfundi á símenntunarmiðstöðvarnar um allt land. 

Fjallað verður um nýja löggjöf um heilbrigðisstéttir sem tekur gildi 1. janúar 2013

Á heimasíðu fræðslumiðstöðvarinnar er hægt að ská sig og eru sjúkraliðar hvattir til að gera það sem fyrst 

Sjá hér

 

Lesa meira: Stök námskeið á sviði erfðatækni


Erfðatækni, umhverfi og samfélag 

Í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Matvælastofnun

 

Stök námskeið á sviði erfðatækni sem henta þeim sem vilja efla og dýpka þekkingu sína á erfðatækni á einn eða annan máta. Námskeiðin geta t.a.m. nýst vel þeim sem vinna við fjölmiðla, almenningsfræðslu, kennurum á mismunandi skólastigum, starfsfólki í

heilbrigðisgeiranum, þeim sem vinna við landbúnað sem og þeim sem vinna við lyfja - og matvælaframleiðslu.