Félagsmálaskóli BSRB stendur fyrir starfslokanámskeiði á höfuðborgarsvæðinu dagana 31. janúar til 2. febrúar 2011. Námskeiðið verður frá kl. 16.30 til kl. 19.00 hvert kvöld og er haldið í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð. Námskeiðið er opið öllum félagsmönnum í aðildarfélögum BSRB sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu og mökum þeirra. Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 26. janúar á skrifstofu BSRB, í síma 525-8300, eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Námskeiðið er frítt fyrir alla félaga í aðildarfélögum BSRB og maka þeirra.

 

Sjá nánar 

virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum. Gert er ráð fyrir því að umsækjendur hafi áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar. Æskilegt er að þeir hafi sótt fræðslustarf verkalýðshreyfingarinnar og þekki til starfsemi stéttarfélaganna og samtaka þeirra hér á landi.

Norræni Lýðháskólinn í Genf, Genfarskólinn, byrjar 24. mars 2011 í Runö í Svíþjóð. Að því loknu tekur við fjarnám sem stendur þar til þátttakendur fara út í lok maí.

Aðild að Genfarskólanum eiga MFA-samböndin í Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Finnlandi og hér á landi.

Fornámskeið 24. til 27. mars í Svíþjóð

Skólinn er haldinn samhliða Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf og dregur nafn sitt af því. Nemendur kynnast þinghaldinu og Alþjóðavinnumálastofnuninni ILO. Stofnunin starfar að vinnumálum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar á ILO-þinginu eru frá stjórnvöldum, atvinnurekendum og samtökum launafólks um allan heim.  Þátttakendur kynnast norrænu samstarfi á vettvangi ILO og geta kynnt sér ýmis alþjóðasamtök verkalýðshreyfingarinnar sem starfa í tengslum við ILO.

Fjarnám er í apríl og maí

Námið fer fram í formi fjarnáms, fyrirlestra, hópastarfs og þátttakendur fylgjast með  fundum Alþjóðavinnumálaþingsins og nefndarstarfi þess. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi gott vald á einu norðurlandamáli og hafi auk þess góða enskukunnáttu.

Aðalnámskeið 29. maí til 17. júní í Genf

Íslensku þátttakendurnir á Genfarskólanum hafa verið tveir undanfarin ár. Þeir hafa sótt fundi hér á landi, sem haldnir hafa verið til undirbúnings þátttöku í skólanum. Kynningarfundir verða haldnir í byrjun næsta árs.  Á kynningarfundinum munu þátttakendur hitta fulltrúa Íslands sem sækja ILO þingið, ásamt þátttakendum síðasta árs.

 

Ég vil nota þetta tækifæri til að minna á að fulltrúar Íslands hafa vakið athygli fyrir samviskusemi, góðan undirbúning og einlægan áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar.

Umsóknum skal skilað til Félagsmálaskóla alþýðu að Sætúni 1, 105 Reykjavík.  Meðfylgjandi eru upplýsingar um skólann og umsóknareyðublað.

Umsóknarfrestur er til 10. janúar nk.

 

 

 

Trúnaðarmenn eru mynntir á að opið er fyrir skráningu á trúnaðarmannanámskeiðin á vorönninni 2011

 

Fyrstu námskeiðin hefjast upp úr 20 janúar.

 

Sjá þau námskeið sem eru í boði  

Stjórnarfundur EPN stendur nú yfir í Kaupmannahöfn. Í stjórn sitja fulltrúar frá sex löndum. Rapport frá löndunum verða gerð skil í fréttablaði Sjúkraliðanum.

 

 

Enn er laust á trúnaðarmannanámskeið sem félagið hefur hvatt trúnaðarmenn til að taka

 

Sjá nánar

Sjúkraliðar eru minntir á almennan kjaramálafund sem haldinn verður með sjúkraliðum sem starfa hjá Reykjavíkurborg, í dag  miðvikudaginn 19. janúar kl. 15:30. 

yfir stöðuna í samningamálum við Reykjavíkurborg.

Fundurinn verður haldinn að Grettisgötu 89 (BSRB húsið)

Sjúkraliðar hjá borginni eru allir sem einn hvattir til að mæta.

Farið verður

Hér að neðan eru gefnir möguleikar á að senda á mail þeirra sjúkraliða sem þið þekkið til þess að hvetja þá til mætingar.  

Einnig hafið þið möguleika á að gefa álit ykkar eða tilkynningu um mætingu.

Sjúkraliðar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hittust á almennum kjaramálafundi félagsins í dag. Mikil óánægja er meðal sjúkraliða að ekki skuli enn hafa verið samið við Sjúkraliðafélagið, en 18 mánuðir eru frá því að samningar urðu lausir.

 

Fundurinn sendi frá sér ályktun þar sem þess er krafist að stjórn borgarinnar sjái svo um að nú þegar verði gengið til samningsgerðar og borgin greiði nú þegar uppsafnaðan kjaramun fyrir þá mánuði sem liðnir eru.

Sjá ályktunina í heild sinni

Framkvæmdanefnd BSRB fundaði í dag með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra. Þar var farið yfir þau verkefni sem aðildarfélögin hafa falið BSRB að berjast fyrir og falla beint undir verksvið ráðherra, svo sem málefni Lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna, að unnið verði að þeirri framtíðarsýn að vinnuvikan verði 36 stundir og að staðið verði við gefin loforð um hækkun persónuafsláttar. Sjá nánar 

 

Lesa meira: Flíspeysur til söluNýjar flíspeysur eru nú komnar í sölu á skrifstofu félagsins, þær eru hvítar og til í öllum stærðum.

 

 

Verð á peysu afgreitt á skrifstofu    kr.   3.500,-

Verð á peysu sent í pósti                kr.   4.000,-

 

Athugið, peysur verða ekki sendar í póstkröfu, þannig að greiða þarf inn á bankareikning félagsins.