Lesa meira: Aðstæður fatlaðs fólks: Aðbúnaður, þjónusta, viðhorf, líðan, sjálfræði.


Stöðuúttekt á þjónustu við fatlað fólk við tilfærslu á málaflokknum frá ríki til sveitarfélaga 1. janúar 2011.  Kynning á niðurstöðum rannsóknar - lærdómur til framtíðar  26. október kl. 13-16:45 í Hörpu, Norðurljósasal.


Aðgangur öllum opinn, en til hagræðis eru þátttakendur beðnir um að skrá sig. 
Skráning:  
HÉR   

 Lesa meira: Fræðadagar heilsugæslunnar. Allir sjúkraliðar við heilsugæslu heimahjúrun og hjúkrun aldraðra...

Við viljum vekja athygli á því að skráning er hafin á Fræðadaga heilsugæslunnar sem verða haldnir í þriðja sinn þann 10. og 11. nóvember n.k. á Grand Hótel í Reykjavík.

 

Fræðadagar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru árlegir fræðsludagar þar sem starfsmenn miðla þekkingu sinni og reynslu og fjalla um mál sem þeim eru hugleikin eða sem efst eru á baugi hverju sinni. 

 

Í ár er dagskráin fjölbreytt að vanda. Við fáum m.a. góðan gest frá Svíþjóð, Ingibjörgu Jónsdóttur lífeðlisfræðing, sem vinnur við Streiturannsóknarstofnun Gautaborgar. Ingibjörg ætlar að tala um hreyfingu sem meðferðarform en rannsóknir hafa m.a. sýnt að hreyfing getur haft  sömu áhrif á boðefni líkamans og ýmis lyf, t.d. sum geðlyf. 

Aðrir aðalfyrirlesarar eru Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur og Jóhann Ágúst  Sigurðsson prófessor, yfirlæknir Þróunarstofu heilsugæslunnar.

 

Eins og áður er, auk erinda fyrir alla gesti, fjallað um afmörkuð málefni í minni sölum. Auk funda um fæðu og heilsu, hreyfingu barna og aldraðra sem og hreyfiseðils í Heilsugæslu, verður fundur um offitu,  fjallað um börn og brjóstagjöf og rætt um öldrunarþjónustuna, geðheilbrigði og mæðravernd.  Einnig verður rætt um lyfjagjafir, nýjar bólusetningar, nýja endurhæfingu og við fáum að vita hvað kynverund barna þýðir.

 

Alls eru um 50 erindi í boði þannig að það er úr nógu að velja. Skoðið spennandi dagskrá á http://heilsugaeslan.is/?PageID=2636

 

f.h. framkvæmdanefnar Fræðadaga HH

Hólmfríður Erla Finnsdóttir

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/BSRB%20logo_60916268.jpg
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/BSRB%20logo_60916268.jpg
Lesa meira: Ályktun aðalfundar BSRB
Aðalfundur BSRB fór fram í dag, föstudaginn 21. október, í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89. Dagurinn hófst með erindi Torbens M. Andersen, hagfræðiprófessors við Árósaháskóla og síðan tóku hefðbundin aðalfundarstörf við. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum og send út að honum loknum.

Ekkert svigrúm til frekari skerðinga

Aðalfundur BSRB mótmælir harðlega áframhaldandi árásum ríkisstjórnarinnar á velferðarkerfi landsmanna með nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Velferðarkerfið er hornsteinn samfélagsins sem hefur gert öllum kleift, óháð efnahag og aðstæðum, að njóta sama réttar til þjónustu. Fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu með tilheyrandi uppsögnum á starfsfólki mun fela í sér enn frekara álag á þá starfsmenn sem eftir eru og er álag þeirra nú þegar of mikið. Jafnframt mun niðurskurðurinn fela í sér skerðingu á þjónustu til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Aðalfundur BSRB krefst þess að ríkisstjórn sem kennir sig við aukna velferð leiti annarra leiða en að skerða ennfrekar velferðarkerfið.

Foreldrar hafa ekki efni á fæðingarorlofi

Aðalfundur BSRB óttast að Fæðingarorlofssjóður og það fordæmisgefandi fæðingarorlofskerfi sem byggt hefur verið upp á Íslandi sé í hættu. Í fjárlögum komandi árs er gert ráð fyrir svipuðum útgjöldum til sjóðsins þar sem útgjöld hans á yfirstandandi ári reyndust um 1 ma.kr. lægri en áætlað var. Bent er á að sífellt færri foreldrar hafa nýtt rétt sinn til fæðingarorlofs þar sem greiðslur úr sjóðnum hafa verið skertar til muna. Greiðsluþak sjóðsins er nú orðið svo lágt að fleiri og fleiri foreldrar, sér í lagi feður, telja sig ekki hafa efni á að taka fæðingarorlof. Þetta er að hluta til ástæðan fyrir tekjuafgangi Fæðingarorlofssjóðs. BSRB telur að nýta eigi tekjuafganginn til hækkunar greiðsluþaksins á ný og tryggja þannig rétt barna til samvista við báða foreldra líkt og markmiðið var með setningu fæðingar- og foreldraorlofslaga.

BSRB leggst gegn breytingum á séreignarlífeyriskerfinu

Síðustu ár hefur öflugt séreignarlífeyriskerfi verið byggt upp á Íslandi. Nú er höggvið að rótum þess með tillögum að skattlagningu á inngreiðslum yfir 2% í séreignarlífeyrissjóði. Fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar opna á þann möguleika að tvískatta hluta af séreignarlífeyrissparnaði fólks og telur aðalfundur BSRB fullvíst að slíkar aðgerðir yrðu upphafið að endalokum séreignarlífeyriskerfisins. Bandalagið leggst alfarið gegn breytingum á séreignarlífeyriskerfinu og óttast jafnframt að þessar aðgerðir gætu verið fyrsta skrefið í átt að almennri skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóði sem myndu á endanum rýra kjör lífeyrisþega til mikilla muna.

Lífeyrissjóðir eru ekki bankar

BSRB hafnar því alfarið að skattleggja eigi launagreiðslur lífeyrissjóða og setja þá þannig undir sama hatt og banka og vátryggingafélög líkt og lagt er til í nýju fjárlagafrumvarpi. Slík skattlagning mun auka allan rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna sem aftur hefur áhrif á réttindi lífeyrisþega lífeyrissjóðanna.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Torben%20M%20Andersen2mynd_Johannes%20Janssonnorden.or_1884670445.jpg
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Torben%20M%20Andersen2mynd_Johannes%20Janssonnorden.or_1884670445.jpg


Lesa meira: Torben M. Andersen á opnum fundi hjá BSRBTorben M. Andersen2Torben M. Andersen, prófessorvið hagfræðideild Árósaháskóla, heldur erindi um norrænu velferðarkerfin á tímum niðurskurðar í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89 á morgun, 21. október kl.10:00. Erindið er öllum opið og að því loknu mun hann svara spurningum viðstaddra.

Erindi Torbens er hluti af aðalfundi BSRB sem jafnframt fer fram á morgun. Ráðgert er að Torben muni fjalla um norrænu velferðarkerfin í rúman klukkutíma og svara svo spurningum viðstaddra. Að því loknu verður gert matarhlé og svo munu hefðbundin aðalfundarstörf hefjast.

Torben þessi  var formaður ráðgjafanefndar dönsku ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum frá 2001-2003, formaður velferðarnefndar danska þjóðþingsins frá 2003-2006 og formaður grænlensku skatta- og velferðarnefndarinnar frá 2009-2011. Hann hefur átt sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum sem hafa fjallað um velferðar- og hagfræðileg málefni, m.a. í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Kanada.

Eftir hann liggja margar greinar og rannsóknir á norræna velferðarkerfinu og það má eiginlega fullyrða að hann er manna fróðastur á þessu sviði.  Hann veltir upp áhugaverðum spurningum um norræna velferðarkefið sem hann hefur leitað svara við með rannsóknum.

BSRB hvetur sem felsta til að mæta og hlýða á það sem Torben hefur fram að færa.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/halla%20Gunnarsdóttir_2076530848.gif
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/halla%20Gunnarsdóttir_2076530848.gif

Lesa meira: Jafnréttisdagar Háskóla ÍslandsJafnréttisnefnd Háskóla Íslands stendur fyrir sérstökum Jafnréttisdögum næstu tvær vikurnar. Margir áhugaverðir viðburðir munu vera á dagskrá en markmið Jafnréttisdaga er að stuðla að fræðslu, aukinni umræðu og skilningi á jafnréttismálum, innan sem utan háskólasamfélagsins. Ókeypis er á alla viðburði Jafnréttisdaga og aðgangur er öllum heimill.

Í boði er fjölbreytt fyrirlestradagskrá þar sem komið er inn á jafnréttismál frá ólíkum sjónarhornum og má sjá nánari dagskrá yfir það hér. Þess utan eru léttari viðburðir, s.s. listasýningar og aðrar uppákomur á dagskránni.

Af nokkrum áhugaverðum erindum sem í boði verða á jafnréttisdögum eru „Vinna, borða, sofa? Opinn fundur um karla og jafnrétti" þar sem Guðmundur Andri Thorsson, Ingólfur V. Gíslason og Kristín Ástgeirsdóttir verða með framsögu. Einnig má benda á „Úr ræsinu í ríkisstjórn - Hinsegin sögugöngu um Reykjavík" og „Kynvitund og stjórnarskráin" þar sem Grímur Ólafsson og Silja Bára Ómarsdóttir fjalla um málið. Þá verða þær Anna Wojtynska, Guðbjört Guðjónsdóttir og Joanna Dominiczak með erindi sem nefnist „Konur af erlendum uppruna: Atvinnumál og fólksflutningar frá femínísku sjónarhorni" þar sem Halla Gunnarsdóttir verður fundarstjóri.

Lesa meira: Sérdeild sjúkraliða með sérnám í hjúkrun aldraðra ályktar

 

 

Sérdeild sjúkraliða með sérnám í hjúkrun aldraðra ályktar um lokun Líknardeildar á Landakoti

 

 Lesa meira:  Sjúkraliðinn, 3. tölubl. komið út

 

Þriðja tölublað komið úr og er væntanlegt til félagsmanna í dag eða á morgun 

Eins og venjan er er einnig hægt að nálgast blaðið hér á heimasíðunni.  

alt
Opnað hefur verið fyrir leigu í janúar 2012 á íbúinni í Kaupmannahöfn á orlofsvef SLFÍ. 
Leigusamningur rennur út eftir það og verður ekki endurnýjaður.

Lesa meira: Nýr formaður í Vestmannaeyjadeild

 

Á síðasta aðalfundi Vestmannaeyjadeildar sem haldinn var 29. september sl. var  

Rósa Sigurjónsdóttir kosinn  nýr formaður í stjórn deildarinnar. Torfhildur Þórarinsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku 

Um leið og Rósa er boðin velkomna til starfa vill stjórn og starfsmenn félagsins þakka Torfhildi fyrir samstarfið og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni 

Lesa meira: MANNAUÐSMÁL RÍKISINS – 2 STEFNA STJÓRNVALDA OG   STAÐA MANNAUÐSMÁLA RÍKISINS
Mannauðsstjórnun  felst  m.a. í því að beita markvissum aðferðum til að efla 
starfsmenn og bæta frammistöðu þeirra. Nokkrar nýlegar rannsóknir benda til þess að 
allnokkur munur  sé á mannauðsstjórnun  hjá opinberum stofnunum og einkafyrirtækjum og að mikið svigrúm  sé til  úrbóta á þessu sviði hjá ríkinu.  Þá hafa 
rannsóknir sýnt að sterk tengsl eru á milli árangursríkrar mannauðsstjórnunar og 
velgengni stofnana. Veigamikill hluti nútíma mannauðsstjórnunar er að frammistaða 
sé metin með reglubundnum hætti. Það er m.a.  forsenda þess að unnt sé að taka á 
ófullnægjandi árangri starfsmanna og hvetja þá til  dáða.  Ríkisendurskoðun telur að 
stjórnvöld verði að leggja meiri áherslu á að bæta mannauðsstjórnun og efla fræðslu 
um hana til stjórnenda ríkisins

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=att&th=132f37eda3b9f930&attid=0.0.2&disp=emb&realattid=4d34616f0468297e_0.5&zw'
There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=att&th=132f37eda3b9f930&attid=0.0.2&disp=emb&realattid=4d34616f0468297e_0.5&zw'

Lesa meira: Vinnuverndarvikan 2011

Þema vikunnar er öryggi við viðhaldsvinnu

 og er sérstaklega horft til viðhalds véla og tækja.

 

 

Slagorð vikunnar er:   ,,ÖRUGGT VIÐHALD – ALLRA HAGUR”

 

 

Vinnuverndarvikan 24. - 28. október nk. er kjörið tækifæri fyrir stjórnendur og starfsmenn til efla það vinnuverndarstarf sem þegar er til staðar. Fyrirtæki eru hvött til að nýta sér upplýsingar um öryggi við viðhaldsvinnu sem er að finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins undir flipanum Vinnuverndarvikan 2011. Á síðunni er bæði að finna efni tengt vinnuverndarvikunni og gerð áhættumats.  

Slóðin erwww.vinnueftirlit.is 

 

Vikan verður að þessu sinni notuð til að kynna fyrir atvinnulífinu áhættumat í tengslum við viðhaldsvinnu og þá sérstaklega hvað varðar viðhald véla og tækja.

Áhættumatið eins og það er kallað, heitir formlega skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Það er lögbundin skylda allra atvinnurekenda að sjá til þess að áhættumat sé unnið fyrir viðkomandi vinnustað, (sjá meðfylgjandi bækling: Áhættumat).

 

Í vinnuverndarvikunni eru ýmsir viðburðir, m.a. verður haldin ráðstefna þriðjudaginn 25. október á Grand Hótel Reykjavík kl. 13 -16. Á dagskrá verða fyrirlestrar og fyrirtæki sem skara fram úr í vinnuvernd verða verðlaunuð. 

Allir eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira: Vinnuverndarvikan 2011

 

 

Vinnueftirlitið starfar samkvæmt Lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, kölluð vinnuverndarlögin

 

Fjallað er um áhættumat starfa, öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og vinnuverndar-starf í Reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum nr. 920/2006

 

Vinnuverndarlögin og allar reglugerðir sem heyra undir þau er að finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is