Lesa meira: Síðustu skráningardagar á Forystufræðslu BSRB

Forystufræðsla BSRB - Nóvember námskeið –líka fjarkennd

Síðustu skráningardagar

Hér má fá allar upplýsingar og  skrá sig á námskeiðið.

Hér má skoða námsskrár Forystufræðslunnar.

Lesa meira: Formaður BSRB skrifar grein í Fréttablaðið í dag

Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB skrifar grein í Fréttablaðið í dag undir yfirskriftinni „Félagsleg samheldni skilar meiru en einstaklingshyggja". Hún fer m.a. yfir velferðarkerfið og skatta með hliðsjón af því sem Torben M. Andersen sagði í erindi sínu , en hann var sérstakur gestur á aðalfundi BSRB.

"Útgjöld til heilbrigðismála er önnur grundvallarforsenda hagvaxtar því ef heilsa fólks er góð gerir það því kleift að vinna meira og skila betur til samfélagsins. Umönnun aldraðra og barna skiptir líka sköpum í þessu samhengi og veitir fleirum möguleika á að vinna og leggja þannig til samfélagsins, segir í greininni en hana má nálgast í heild sinni hér.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Sinfóníuhljómsveit%20Íslands_1766953933.jpg
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Sinfóníuhljómsveit%20Íslands_1766953933.jpg

Verkfallsboðun talin lögmæt - fordæmisgefandi fyrir aðildarfélög BSRB

4.11.2011

Lesa meira: Verkfallsboðun talin lögmæt - fordæmisgefandi fyrir aðildarfélög BSRBÍslenska ríkið stefndi Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitar Íslands nýverið fyrir Félagsdóm og krafðist þess að boðað verkfall yrði dæmt ólögmætt, á þeirri málfræðilegu forsendu að um væri að ræða verkföll en ekki verkfall. Nú hefur dómur fallið í málinu Starfsmannafélagi Sinfóníuhljómsveitarinnar í vil og er sá dómur fordæmisgefandi fyrir aðildarfélög BSRB sem gera kjarasamninga við ríki og sveitarfélög.

Íslenska ríkið taldi að boðuð verkföll Sinfoníuhljómsveitarinnar væru ólögmæt þar sem um margar sjálfstæðar vinnustöðvanir hafi verið að ræða og því hafi borið að greiða atkvæði um hverja fyrir sig en ekki í einu lagi eins og gert var. Sá skilningur byggir á orðalagi 15. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna þar sem talað sé um „boðun verkfalls í eintölu".

Í niðurstöðu Félagsdóms segir að eðlilegt hafi verið að virða hina boðuðu verkfallsaðgerð heildstætt sem eina vinnustöðvun en ekki sem fleiri sjálfstæðar vinnustöðvanir. Því var ekki fallist á að ágallar hafi verið á atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina enda bæri enga nauðsyn til þess að fram færi sérstök atkvæðagreiðsla um hverja verkfallslotu samkvæmt verkfallsboðuninni.

Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands var því sýknað og dæmdar kr. 300.000 í  málskostnað. Dóminn má nálgast á slóðinni http://www.bhm.is/media/frettir/Starfsmannafelag-Sinfoniuhljomsveitarinnar.pdf

Hið góða líf fyrir fólk með þroskahömlun?

 

Opinn fyrirlestur á vegum Rannsóknaseturs í fötlunarfræði

 

8. nóvember 2011 kl.12.05 – 13 í Gimli 102

 

Hvað felst í því að lifa hinu góðu lífi? Hvernig vitum við að við sjálf eða aðrir lifi góðu lífi? Er hægt að „skapa“  gott líf fyrir  einhvern annan? Í fyrirlestrinum er rýnt hvað við lítum á sem „hið góða líf“ í vestrænum samfélögum og afleiðingar þess fyrir fólk með þroskahömlun. Litið verður til heimspeki og félagsvísindalegra kenninga til að varpa ljósi á af hverju það virðist vera erfitt fyrir fólk með þroskahömlun að lifa hinu góða lífi. Í lokin verða settar fram tillögur um mögulegar leiði til að stuðla að hinu góða lífi fyrir fólk með þroskahömlun.

 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

 

Fyrirlesarinn Dr. Kelley Johnson er prófessor í fötlunarfræðum og félagslegri stefnumótun við University of Bristol og er forstöðumaður Norah Fry Research Centre við sama skóla. Kelley er áströlsk og hefur í meira en fimmtán ár unnið rannsóknir með fötluðu fólki og talað fyrir umbótum í málefnum fatlaðs fólks í Ástralíu og öðrum löndum. Hún er höfundur fimm bóka um konur með þroskahömlun, lokun sólahringsstofnana, samfélag án aðgreiningar og samvinnurannsóknir.

 


Lesa meira: Vara við innleiðingu neysluskatts

1.11.2011


Í kjölfar nýrrar skýrslu, þar sem m.a. kemur fram að Íslendingar eru næst feitasta þjóð í heimi, hefur velferðarráðherra boðað þjóðarátak í heilsu. Í framhaldinu gaf ráðherrann í skyn að til greina komi að beita skattkerfinu til að breyta neyslumynstri Íslendinga. Hafa sérstakir skattar á óhollari matvæli, til dæmis svokallaðir sykurskattar, verið nefndir í því samhengi og með slíkum sköttum eigi að reyna að stýra vali neytenda.

„Þótt þjóðarátak í heilsu sé í sjálfu sér göfugt markmið sem allir hljóta að geta stutt er ekki annað hægt en að vara við því að nota skattkerfið til að fá þjóðina til að lifa heilsusamlegra líferni. Eins og staðan er á Íslandi í dag megum við ekki við því að hrófla frekar við verðlaginu. Tilraunir til að stýra neyslu í gegnum hærri skatta munu alltaf hafa áhrif á vísitöluna sem leiðir til hækkunar verðlags. Á meðan við búum við verðtryggingu lána munu slíkar aðgerðir einungis auka enn á þunga skuldastöðu heimilana," segir Hilmar Ögmundsson hagfræðingur BSRB og bendir á að þótt markmiðið sé betri heilsa þjóðarinnar er því ekki hægt að framkvæma svona aðgerðir á meðan lán landsmanna eru beintengd við verðlag.

„Fyrir utan að slík aðgerð myndi hafa áhrif á allt verðlag í landinu sýna dæmin okkur að hækkanir umfram hina eiginlegu skatta fylgja gjarnan svona aðgerðum. Danir settu svokallaðan fituskatt á ákveðin matvæli fyrir ekki svo löngu síðan. Það hefur þegar sýnt sig að kaupmenn nýttu tækifærið og hækkuðu verð á vörum sem hinn nýi skattur náði til umfram sjálfa skattahækkunina. Það er erfitt fyrir neytendur að átta sig á því hvort hækkun skatta útskýri hækkandi vöruverð eða almennar hækkanir frá kaupmanni eða framleiðanda," segir Hilmar ennfremur. Betra væri þess vegna að lækka gjöld á hollari mat í stað þess að hækka gjöld á óhollan mat. En telja verður frekar ólíklegt að það verði niðurstaðan miðað við núverandi árferði.

„BSRB varar þess vegna við því að innleiða hverskyns neysluskatta því slíkt mun alltaf hafa áhrif á allt verðlag í landinu og hækka lán landsmanna," segir Hilmar að lokum.

Lesa meira: Margrét Tómasdóttir hættir hjá félaginu

Síðasta dag októbermánaðar hætti Margrét Tómasdóttir störfum fyrir félagið, en hún hefur starfað sem bókari um nokkurra ára skeið

Sjúkraliðafélagið óskar Margréti góðs farnaðar í framtíðinni

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Katrín%20Jakobsdóttir,%20mennta-%20og%20menningarmálaráðherra%20fyrr%20í%20dag_1389776425.jpg
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Katrín%20Jakobsdóttir,%20mennta-%20og%20menningarmálaráðherra%20fyrr%20í%20dag_1389776425.jpg


31.10.2011

Lesa meira: Ráðherra úthlutaði styrkjum vegna nema í starfsþjálfunMennta- og menningarmálaráðuneyti úthlutaði í fyrsta skipti  styrkjum í dagtil fyrirtækja og stofnana vegna nema í starfsþjálfun. Styrkirnir eiga að gera fleiri nemendum sem taka starfsþjálfun sem hluta af starfsnámi á framhaldsskólastigi kleift að ljúka tilskilinni þjálfun á vinnustað. Nokkuð hefur borið á því í efnahagsþrengingum undangenginna ára að nemendur hafi átt erfitt með að komast á námssamning og ljúka námi sínu. Með styrkjum til vinnustaðanáms er leitast við að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum í starfsþjálfun og gera þeim kleift að ljúka starfsnámi sínu. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkir styrkir eru veittir af almannafé en samtök á vinnumarkaði hafa lengi kallað eftir því að fyrirtæki og stofnanir fái þóknun fyrir að annast þá kennslu eða þjálfun á vinnustað sem er skilyrði fyrir því að nemendur fái lokið starfsnámi að fullu. Birna Ólafsdóttir, formaður fræðslunefndar Sjúkraliðafélags Íslands er fulltrúi BSRB í nefnd um vinnustaðanámssjóð en auk hennar eru fulltrúar frá KÍ, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, ASÍ, Fjármálaráðuneytinu og Félagi íslenskra framhaldsskólanema í nefndinni.

Stutt samkoma var haldin af þessu tilefni í dag þar sem Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hélt ræðu þar sem m.a. kom fram að 65 umsóknir bárust um framangreinda styrki frá fyrirtækjum og stofnunum að þessu sinni. Alls verður hægt að úthluta 57 milljónum króna í styrki til umsækjenda í þessari lotu og njóta um 170 nemendur góðs af.

Í ár eru styrkirnir veittir af mennta- og menningarmálaráðuneytinu en á næsta ári verður stofnaður sérstakur vinnustaðanámssjóður um þetta málefni og þannig á að koma til móts við kostnað fyrirtækja og stofnana sem annast kennslu eða þjálfun starfsnámsnemenda. Á árunum 2012-2014 verður alls 450 milljónum króna varið til verkefnisins.

Formaður BSRB tók einnig til máls á samkomunni og óskaði Elín Björg öllum hlutaðeigandi hjartanlega til hamingju með áfangann enda mun framtakið gera mun fleiri nemendum en ella kleift að komast að í starfsnámi. Þá vill BSRB sérstaklega benda á úthlutunarreglur styrkja til vinnustaðanáms og hvetur bandalagið alla til að kynna sér málið og hvort þeir geti ekki nýtt sér sjóðinn til að taka við nemendum í starfsþjálfun á sínum vinnustað. Fyrirtæki og stofnanir sem taka nema í vinnustaðarnám geta sótt um 20 þúsund á viku fyrir hvern nema í allt að 24 vikur á ári.

Lesa meira: Til félagsmanna SLFÍ, vegna mikillar eftirspurnar:

Lyfjahvarfafræði - auka námskeið

Einnig í boði í fjarkennslu

Markmið: Að þátttakendur námskeiðsins skilji hvað verður um lyf í líkamanum, allt frá inntöku þess til útskilnaðar. Að þátttakendur geti nýtt sér upplýsingar um lyf sem koma fram í lyfjatextum og kunni skil á þeim hugtökum sem þar eru notuð.

Lýsing: Fjallað verður um afdrif lyfja í mannsklíkamanum, þ.e. hvað líkaminn gerir við lyfið. Þá er aðallega átt við frásog lyfja, dreifinguþeirra um líkamann og útskilnað. Einnig verður farið í verkunarmáta lyfja, skömmtun, meðferðarfylgni, aukaverkanir og milliverkanir lyfja.

Tími: 16., 17., 23. og 24. Nóv kl. 17-21

Skráning hér

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Elín%20Björg%20Jónsdóttir,%20formaður%20BSRB%20-%20lítl%20mynd%20f.%20vef_244603667.jpg
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Elín%20Björg%20Jónsdóttir,%20formaður%20BSRB%20-%20lítl%20mynd%20f.%20vef_244603667.jpg

Lesa meira: Grein formanns BSRB í Fréttablaðinu í dag
Fréttablaðið birti í dag grein Elínar Bjargar Jónsdóttur, formanns BSRB, þar sem hún fjallar um stöðu Fæðingarorlofssjóðs og skatta á inngreiðslur séreignarlífeyrissparnaðar.
Grein Elínar Bjargar fylgir þannig eftir ályktunum nýafstaðins aðalfundar BSRB þar sem fjallað var um báða málaflokkana. Sjá nánarhttp://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/2037/
Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Torben%20M.%20Andersen%20á%20fundi%20BSRB_916697782.jpg
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Torben%20M.%20Andersen%20á%20fundi%20BSRB_916697782.jpg

„Félagsleg samheldni skilar samfélaginu meiru en einstaklingshyggja"
Lesa meira: „Félagsleg samheldni skilar samfélaginu meiru en einstaklingshyggjaTorben M. Andersen, prófessor við hagfræðideild Árósarháskóla, hélt á föstudag erindi á aðalfundi BSRB.

Fjallaði Torben um velferðarkerfi Norðurlandanna í víðu samhengi og leiðrétti um leið margar rangfærslur sem haldið hefur verið fram um velferðarkerfið í íslenskri umræðu síðustu misseri. 

Sjá nánarhttp://www.bsrb.is/malefni/adalfundur/nr/2036/