Sjúkraliðarnir Erla Linda Bjarnadóttir og Ingibjörg Hulda Björnsdóttir skrifuðu grein í fréttablaðið 12. janúar sl. sem fjallar um lokun Öldrunarlækningardeildar á Sjúkrahúsi Akraness. 
Greinin fer hér á eftir 
 
Lesa meira: Erla Linda Bjarnadóttir og Ingibjörg Hulda Björnsdóttir , sjúkraliðar á E-deild...
alt
Lokun öldrunarlækningadeildar
Starfsemi deildarinnar hefur þjónað öldruðum íbúum Akraness og nágrennis um áratuga skeið.

Starfsemi deildarinnar hefur þjónað öldruðum íbúum Akraness og nágrennis um áratuga skeið.

Meginhlutverk starfseminnar er að veita umönnun, hjúkrun og lækningu á sviði öldrunar.

Lögð er áhersla á endurhæfingu aldraðra.

Í dag eru á deildinni 14 legurými sem skiptast í þrjú rými fyrir endurhæfingarsjúklinga, eitt fyrir hvíldarinnlagnir og 10 rými fyrir skammtíma- og langtímainnlagnir.

Endurhæfing: Sýnt hefur verið fram á að endurhæfing þar sem skjólstæðingar fara í endurhæfingaráætlun eykur færni aldraðra og bætir andlega líðan þeirra svo um munar og gerir þeim kleift að búa lengur á heimilum sínum.

Hvíldarinnlagnir: Þjóna þeim einstaklingum sem hafa með aðstoð ættingja getað búið heima. Mikið álag hvílir á herðum ættmenna sem hjúkra öldruðum og veikum einstaklingum. Með þessu fyrirkomulagi er þeim einnig gert kleift að búa lengur heima.

Skammtíma- og langtímainnlagnir: Eru fyrir einstaklinga sem hafa fengið vistunarmat og bíða vistunar á öðrum öldrunarstofnunum. Sumir þeirra hafa dvalið á deildinni í langan tíma vegna þess að hjúkrunar- og dvalarheimilisrými hafa ekki verið nægilega mörg til þess að mæta vaxandi þörf.

Kemur eitthvað annað í staðinn?

Með þessum upplýsingum viljum við vekja bæjarbúa og íbúa á Vesturlandi til umhugsunar um hvað

lokun á deildinni hefur að segja fyrir landshlutann allan. Á síðastliðnu ári

þjónustaði deildin 105 einstaklinga og eru þá ótaldir þeir ættingjar sem njóta þjónustu um leið. Með lokuninni mun endurhæfing fyrir fólk með skerta getu til að sinna þáttum daglegs lífs verða felld niður í þeirri mynd sem hún er núna. Hvíldarinnlagnir verða færðar á aðrar deildir stofnunarinnar ásamt skammtíma- og langtímainnlögnum með öllum þeim

óþægindum sem því fylgir fyrir alla sem að þessum málum koma. Ekkert annað þjónustustig innan heilbrigðiskerfisins getur komið í staðinn fyrir þá þjónustu sem öldruðum er veitt á sérhæfðum öldrunarlækningadeildum. Á deildinni starfar metnaðarfullur og samheldinn hópur sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga ásamt öðru starfsfólki. Starfsfólkið hefur lagt metnað sinn í að sækja sér þekkingu í formi símenntunar skjólstæðingunum til hagsbóta. Meirihluti starfsfólksins hefur áratuga reynslu af umönnum aldraðra og hefur leitast við að veita þeim og fjölskyldum þeirra góða þjónustu.

Atvinnumissir og áhrif á fjölskyldur á Akranesi

Þann 1. febrúar nk. standa hátt í þrjátíu konur með uppsagnarbréf í höndunum. Þessi ráðstöfun hefur áhrif á líf og afkomu hátt í eitt hundrað einstaklinga á Akranesi sem tengjast þessu starfsfólki fjölskylduböndum auk hinna öldruðu og aðstandenda þeirra. Nýbygging á Dvalarheimilinu Höfða er því miður ekki ljós í myrkrinu. Ekki er fyrirséð að þar verði fjölgun á störfum né rýmum í náinni framtíð, þrátt fyrir viðbyggingu, því hún er eingöngu ætluð til þess að skapa einbýli fyrir heimilisfólkið sem fyrir er. Heimahjúkrun mun varla ráða við fjölgun sjúklinga í heimahúsum því álag er mikið á þeirri þjónustu fyrir og engin umræða er um að ráða bót á því.

Það segir sig sjálft að skerðing á þjónustu við aldraða á Vesturlandi er óumflýjanleg þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnenda HVE um að svo verði ekki.

 Lesa meira: Fullt út úr dyrum á opnum fundi Vesturlandsdeildar Sjúkraliðafélags Íslands

 

Fullt var út úr dyrum á opnum fundi sem Vesturlandsdeild Sjúkraliðafélags Íslands hélt á Gamla Kaupfélaginu við Kirkjubraut á Akranesi. Fundurinn hófst klukkan átta og stóð til klukkan að ganga ellefu. Fundurinn var boðaður í kjölfar ákvörðunar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands að loka E – deild, öldrunarlækningadeild Sjúkrahúss Akraness. Mikill hiti var í fundagestum sem skoruðu á velferðarráðherra Guðbjart Hannesson að beyta sér fyrir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð.  

Lesa meira: Opinn fundur um stofnanaþjónustu fyrir aldraða á Vesturlandi með ráðherra, þingmönnum og fulltrúum...

Vesturlandsdeild Sjúkraliðafélags Íslands boðar til opins fundar um málefni aldraðra á Vesturlandi í kjölfar ákvörðunar um lokun á öldrunarlækningadeild Sjúkrahúss Akraness.  Fundurinn verður haldinn í veitingahúsinu Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11 á Akranesi, fimmtudaginn 12. janúar 2012 kl. 20.00.


Sjá dagskrá 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/LSR-mynd_696336846.jpg
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/LSR-mynd_696336846.jpg

BSRB, KÍ og BHM efna til málþings um lífeyrismál

10.1.2012

Lesa meira: BSRB, KÍ og BHM efna til málþings um lífeyrismáMálþing um samspil lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnunar ríkisins fer fram á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 19. janúar. BSRB, KÍ og BHM standa sameiginlega að málþinginu þar sem Benedikt Jóhannesson mun kynna efni nýrrar skýrslu sem hann hefur unnið um ofangreint málefni með sérstaka áherslu á lífeyrissjóði opinberra starfsmanna.

Efni skýrslunnar er fyrir margra hluta sakir áhugavert og ekki síður niðurstöðurnar sem sýna m.a. fram á að munurinn á ráðstöfunartekjum lífeyrisþega eftir því hvort þá greitt úr opinberu lífeyrissjóðunum eða þeim almennu er mun minni en margir hafa haldið fram þegar tekið hefur verið tillit til greiðslna frá TR.

Auk Benedikts mun Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra fjallar um sýn stjórnvalda á verkefnin sem framundan eru í lífeyrismálum og Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, flytur erindið „Lífeyristrygging - Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða" sem fjallar um víxlverkun lífeyrisgreiðslna og almannatrygginga.

Einnig munu formenn BSRB, KÍ og BHM taka til máls um þetta mikilvæga málefni sem hefur verið nokkuð í umræðunni undanfarið. Áformað er að dagskráin hefist kl. 12:30 fimmtudaginn 19. janúar og standi til 16:00. Ekkert þátttökugjald verður innheimt og hvetur BSRB sem flesta félagsmenn sína og aðra sem áhuga hafa á málaflokknum til að láta sjá sig.


Lesa meira: Sjúkraliðar á E-deild Heilbrigðisstofnunar vesturlands álykta

Velferðarráðherra Guðbjarti Hannessyni var afhent ályktunin á fundi sem haldinn var með honum og stjórn Vesturlandsdeildar Sjúkraliðafélags Íslands. En fundurinn haldinn var á Akranesi í gærkvöldi og stóð frá kl. 20:00 til að verða 22:15.

Sjá ályktunina 

Lesa meira: Styrkir til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar vorið 2012

Styrkir til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar vorið 2012

   
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Markmið styrkjanna er að hvetja fyrirtæki eða stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.
Umsækjendur skulu uppfylla almenn skilyrði gildandi reglugerðar um námssamninga og starfsþjálfun um hæfi til þess að annast nemendur í starfsnámi. Þeir skulu hafa á að skipa hæfum tilsjónaraðila með náminu og leggja fram áætlun um vinnustaðanámið og fyrirsjáanlega framvindu þess.

  • Styrkir geta numið allt að 20 þús. kr. á viku og eru veittir til 24 vikna að hámarki. Styrkur er greiddur eftir því sem námi vindur fram.
  • Umsóknum er skilað á sérstöku eyðublaði sem er að finna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.
  • Umsókn skal fylgja yfirlit um framvindu vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar.
  • Nánari upplýsingar veitir Ólafur Grétar Kristjánsson í síma             545 9500       eða í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • Umsóknarfrestur er til  1. febrúar 2012.

Lesa meira: Áhugaverð námkeið

Heilbrigðis- og félagssvið

- fjölbreytt og áhugaverð námskeið á vormisseri


Sjá auglýsingu 

 

Lesa meira: Starfslokanámskeið BSRB

 

Námskeiðið verður haldið dagana 31. janúar og 2. febrúar 2012.

Námskeiðið verður frá kl. 16.30 til kl. 19.00 og er haldið í húsnæði BSRB Grettisgötu 89, 1. hæð.

Námskeiðið er frítt og er einkum ætlað þeim sem eru að nálgast starfslok eða eru nýlega hættir störfum og er opið öllum félagmönnum aðildarfélaga innan BSRB og mökum þeirra.

Skráning hefst 5. janúar 2012 á vef BSRB www.bsrb.is og í síma 525 8306.

 

 

Dagskrá:

 

Þriðjudagur 31. janúar

16.30: Ásta Arnardóttir frá Tryggingastofnun fjallar um almannatryggingakerfið

17.15: Kynning á sjálfboðaliðastarfi Rauða krossins

17.30: Kaffi.

17.45: Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur – Ár fullþroskans

 

Fimmtudagur 2. febrúar

16.30: Ágústa H. Gísladóttir og Páll Ólafsson frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Þórdís Yngvadóttir frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga fjalla um lífeyrismálin

17.30: Kaffi

17.45: Edda Björgvinsdóttir leikkona - Jákvæðni, húmor og hlýlegt viðmót


Lesa meira: BSRB krefst sambærilega leiðréttinga á launumBSRB telur þá ákvörðun kjararáðs að draga til baka launalækkanir hjá ráðherrum, þingmönnum og embættismönnum einnig hljóta að vera fordæmisgefandi fyrir félagsmenn BSRB. Í kjölfar efnahagshrunsins missti fjöldi félagsmanna bandalagsins vinnuna og aðrir þurftu að taka á sig tímabundnar launalækkanir og skert starfshlutfall. Nú hefur kjararáð riðið á vaðið og leiðrétt þessar tímabundnu launalækkanir hjá ákveðnum hópi opinberra starfsmanna og krefst BSRB þess að leiðréttingar á kjörum félagsmanna bandalagsins muni einnig koma til framkvæmda hið fyrsta. Mun BSRB í kjölfarið fara fram á viðræður við fjármálaráðherra um hvernig staðið verði að þeim leiðréttingum. Sjá nánar


Lesa meira: Námsstefna um verkjameðferð Mælitæki – Meðferð - Árangur

Dagana 16. og 17. mars verður haldin námsstefna um verkjameðferð á Reykjalundi.

 

Fyrri daginn verður farið í nokkur grundvallaratriði í verkjameðferð, fjallað um líkamlega, sálræna og félagslega þætti og þverfaglega nálgun.

Auk þess verður sagt frá niðurstöðum rannsóknar þar sem yfir 100 sjúklingum verkjasviðs var fylgt eftir í 3 ár. 

 

Sjá nánar 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Hilmar%20Ögmundsson%20í%20viðtali%20við%20Rúv_1017464986.JPG
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Hilmar%20Ögmundsson%20í%20viðtali%20við%20Rúv_1017464986.JPGLesa meira: Hagfræðingur BSRB á Rúv: Barnabætur hafa rýrnað um 20%

 

 

 

 

 

 

 

 

Barnabætur hafa rýrnað um tuttugu prósent miðað við verðlag síðustu þriggja ára samkvæmt því sem að Hilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB, hefur reiknað út.

Hann fjallaði ítarlega um málið í fréttum Rúv í gærkvöldi þar sem m.a. kom fram að lágmarkslaun hafa hækkað á síðustu árum en ekki frítekjumark vegna barnabóta og því hafi bætur til foreldra á lágmarsklaunum farið minnkandi. Sjá nánar

http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/2074/