Lesa meira: Kjara- og viðhorfskönnun BSRB
BSRB hefur samið við Capacent Gallup um kjara- og viðhorfskönnun meðal allra aðildarfélaga bandalagsins. Hún mun verða ein af stærstu og veigamestu launa- og vinnumarkaðskönnunum landsins.  Félagsmenn BSRB mega eiga von á hringingu á næstu dögum og vikum þar sem þeim verður boðin þátttaka í könnuninni. Sjálf könnunin verður svo send rafrænt út í mars og mun gagnaöflun fara fram þann mánuðinn.  

Könnunin skapar  mikilvægan grunn til samanburðar og rannsókna á launaþróun meðal félagsmanna BSRB. Einnig er könnunin mikilvægt verkfæri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Sérstök áhersla verður lögð á að greina laun á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar til samanburðar. Þannig nýtist könnunin launamönnum, launamannahreyfingum og atvinnurekendum bæði til viðmiðunar á launum, þróun þeirra sem og til jöfnunar.

Upplýsingar úr launakönnun eru síðan öflugt tæki fyrir félagsmenn til að hafa sem viðmiðun í launaviðtölum. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt til að niðurstöðurnar nýtist félagsmönnum í baráttunni um betri kaup og kjör. BSRB hvetur því alla félagsmenn til að taka þátt í könnuninni. 

Upplýsingar um hvenær  vænta má niðurstöðu könnunarinnar mun birtast á heimasíðu BSRB í júní.  

Þátttakendur könnunarinnar eru jafnframt þátttakendur í happadrætti sem dregið verður úr við lok könnunar. Heppnir þátttakendur gætu því unnið gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 60.000 kr. 

Capacent Gallup sér um alla gagnavinnslu og framkvæmd könnunar og farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. 

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi könnunina er velkomið að hafa samband við BSRB í síma            525-8300       þar sem Hilmar Ögmundsson  (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." style="color: #003f8c;">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) veitir nánari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við Capacent Gallup í síma             540-1000       þar sem Þórhallur Ólafsson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." style="color: #003f8c;">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða Tómas Bjarnason (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." style="color: #003f8c;">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) veita nánari upplýsingar
.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Félagsmálaskóli%20Alþýðu_518818328.JPG
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Félagsmálaskóli%20Alþýðu_518818328.JPG

Lesa meira: Trúnaðarmannanám um allt land á næstu mánuðum
Félagsmálaskóli Alþýðu minnir á að á næstu misserum verður farið um landið til að kenna trúnaðarmannanámskeið.
Dagana 20.-22. febrúar er komið að Norðurlandi vestra en kennt verður að Löngumýri. Um er að ræða þrep 1 úr námsskránni, Trúnaðarmannanámskeið I. 

Félagmálaskóli fer svo áfram um landið á næstunni og kennt verður á eftirfarandi stöðum:

5. mars - 7. mars                  Norðurland eystra - Lionssalurinn Skipagötu 14

12. mars - 14. mars              Vestfirðir - Stjórnsýsluhúsið

19. mars - 21. mars              Vesturland  -Sæunnargötu 2a, Borgarnesi

23. apríl - 25. apríl                Vestmannaeyjar - Strandvegi 50

6. maí - 9. maí                       Reykjavík - Sætúni 1

Skráning þarf að hafa borist 10 dögum fyrir áætlaðan námskeiðsdag á heimasíðu skólanshttp://www.felagsmalaskoli.is/ .  Nánari upplýsingar má fá hjá Sigurlaugu Gröndal í síma            535-5630       eða með því að senda tölvupóst, á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." p="">

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." p="">
 

 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=att&th=13558daf598b2bcd&attid=0.1&disp=emb&zw'
There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=att&th=13558daf598b2bcd&attid=0.1&disp=emb&zw'
There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=att&th=13558daf598b2bcd&attid=0.2&disp=emb&zw'
There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=att&th=13558daf598b2bcd&attid=0.2&disp=emb&zw'
There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=att&th=13558daf598b2bcd&attid=0.2&disp=emb&zw'
There was a problem loading image 'https://mail.google.com/mail/?ui=2&ik=8c60fa87d6&view=att&th=13558daf598b2bcd&attid=0.2&disp=emb&zw'
Lesa meira: Áhugavert námskeið fyrir sjúkraliða
Lesa meira: Áhugavert námskeið fyrir sjúkraliða Lesa meira: Áhugavert námskeið fyrir sjúkraliða

Áhugavert námskeið fyrir sjúkraliða

Þóra Jenný Gunnarsdóttir lekot við hjúkrunarfæðideild Háskóla Íslands verður með námskeið umViðbótarmeðferðir í hjúkrun fyrir sjúkraliða 29. febrúar og 6. mars.

Viðbótarmeðferðir eru notaðar með það að markmiði að draga úr einkennum eins og verkjum, ógleði og kvíða og þannig stuðla að bættum lífsgæðum skjólstæðinga. Á námskeiðinu verður farið í hugtök, skilgreiningar, kenningar og hugmundafræði nokkurra meðferða. Auk þess verða veklegar æfingar í nuddi og slökun þar sem lögð er áhersla á hagnýtingu í starfi.

Við hvetum ykkur eindregið að kynna ykkur þetta námskeið nánar á heimasíðu okkarwww.framvegis.is eða hafa samband við okkur í síma             581-1900      .

Lesa meira: Námsstefna um verkjameðferð Meðferð - Árangur

Dagana 16. og 17. mars 2012 mun verkjasvið Reykjalundar halda námsstefnu um verkjameðferð. Námsstefnan verður haldin á Reykjalundi. Fyrri daginn verður farið í nokkur grundvallaratriði í verkjameðferð með áherslu á þverfaglega teymisvinnu. Seinni daginn verða síðan vinnusmiðjur þar sem þátttakendum gefst tækifæri á að dýpka skilning sinn og færni í meðferð þrálátra verkja.


Sjá dagskrá 

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/3B648797-A1D1-45D9-9D4A-63C2DEF8F11B/Framvegis-toppur-mynd2_1845610389.jpg
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/3B648797-A1D1-45D9-9D4A-63C2DEF8F11B/Framvegis-toppur-mynd2_1845610389.jpg
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/441FC97F-4B42-4348-9E8B-BFD25CBE4993/1827752955spacer.gif
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/441FC97F-4B42-4348-9E8B-BFD25CBE4993/1827752955spacer.gif
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/441FC97F-4B42-4348-9E8B-BFD25CBE4993/1827752955spacer.gif
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/441FC97F-4B42-4348-9E8B-BFD25CBE4993/1827752955spacer.gif
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/441FC97F-4B42-4348-9E8B-BFD25CBE4993/1827752955spacer.gif
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/441FC97F-4B42-4348-9E8B-BFD25CBE4993/1827752955spacer.gif
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/3B648797-A1D1-45D9-9D4A-63C2DEF8F11B/white_602066545.jpg
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/3B648797-A1D1-45D9-9D4A-63C2DEF8F11B/white_602066545.jpg
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/3B648797-A1D1-45D9-9D4A-63C2DEF8F11B/white_602066545.jpg
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/3B648797-A1D1-45D9-9D4A-63C2DEF8F11B/white_602066545.jpg
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/441FC97F-4B42-4348-9E8B-BFD25CBE4993/1827752955spacer.gif
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/441FC97F-4B42-4348-9E8B-BFD25CBE4993/1827752955spacer.gif
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/441FC97F-4B42-4348-9E8B-BFD25CBE4993/1827752955spacer.gif
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/441FC97F-4B42-4348-9E8B-BFD25CBE4993/1827752955spacer.gif
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/3B648797-A1D1-45D9-9D4A-63C2DEF8F11B/Framvegis-botn-nr2_1075082461.jpg
There was a problem loading image http://www.outcomenewsletter.com/upload/3B648797-A1D1-45D9-9D4A-63C2DEF8F11B/Framvegis-botn-nr2_1075082461.jpg
Lesa meira: Auglýsing frá Framvegis
Lesa meira: Auglýsing frá Framvegis Lesa meira: Auglýsing frá Framvegis
Sjúkraliðar - námskeið á næstunni

30. janúar Sár og sárameðferð fullt-biðlisti

6. febrúar Sjúkraflutningar örfá sæti laus

13. febrúar Helstu flokkar geðraskana örfá sæti laus í sal - fullt í fjarkennslu

21. febrúar Heimahjúkrun örfá sæti laus


 
Lesa meira: Auglýsing frá Framvegis
Lesa meira: Auglýsing frá Framvegis
 

Annað á döfinni hjá Framvegis

Skrifstofuskólinn

Skrifstofuskólinn er ætlaður fólki á vinnumarkaði sem er 20 ára eða eldra og vill auka færni sína til að takast á við almenn skrifstofustörf. Námsaðferðir eru byggðar á hagnýtum viðfangsefnum sem auðvelt er að yfirfæra á almenn skrifstofustörf.  

Sjá nánar um námið hér

Lesa meira: Auglýsing frá Framvegis
Lesa meira: Auglýsing frá Framvegis Lesa meira: Auglýsing frá Framvegis
Lesa meira: Auglýsing frá Framvegis
Í þessum pósti eru myndir. Ef þær birtast ekki, smelltu þá hér
Smelltu hér til að afskrá þig.

Lesa meira: Nuddnámskeið vorönn 2012
Hef verið með námskeið í klassísku vöðvanuddi og svæðanuddi síðustu átta ár
.
Hvert námskeið er 18 kennslustundir og er kennt á fjórum kvöldstundum. Einnig hef ég farið út á landsbyggðina og haldið helgarnámskeið. Næstu námskeið verða sem hér segir.

Svæðanudd
7. – 8. og 14. – 15. febrúar

Í svæðanuddi er farið inn á öll kerfi líkamans gegnum iljar, rist og ökkla. Á námskeiðinu er farið í gegnum hugmyndafræði og sögu svæðanudds og verklega kennslu. Eftir námskeiðið á fólk að geta nuddað heilnudd í svæðanuddi sjálfstætt.

Verð á námskeiðið er 26.000. Innifalið í námskeiðinu er kennslumappa og dvd diskur með svæðanuddi sem tekinn var upp á námskeiði hjá mér fólki til upprifjunnar.

Klassískt vöðvanudd
24. – 25. jan og 31. jan. – 1. feb.

21. – 22. og 28. – 29. feb.

  Í klassísku vöðvanuddi er kennt að nudda bak, háls og höfuð og andlit.
Hámarksfjöldi nemenda á hvert námskeið er takmarkaður við 6 manns til að hægt sé að leiðbeina hverjum og einum sem best. Verð á hvert námskeið er 26.000 kr. Innifalið í námskeiðinu er DVD kennslumyndband, kennslumappa og olíubrúsi með ilmolíum.

Víða taka verkalýðsfélög þátt í kostnaði við námskeiðin. Hafið samband og fáið nánari upplýsingar í síma 822 0727 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." target="_blank">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Gissur%20Pétursson,%20forstjóri%20Vinnumálastofnunar_1295978394.JPG
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Gissur%20Pétursson,%20forstjóri%20Vinnumálastofnunar_1295978394.JPG

Af heimaíðu BSRB

Lesa meira: Fjallað um tilfærslu á málefnum atvinnuleitenda í fjölmiðlum Tilraunaverkefni nokkurra stéttarfélaga innan ASÍ um tilfærslu á þjónustu við atvinnuleitendur verður undirritað síðar í vikunni ef allt gengur eftir. Formaður BSRB hefur undanfarið lýst andstöðu við þetta fyrirkomulag og í gær tók formaður SFR opinberlega undir þá gagnrýni. Fjallað var um málið í fjölmiðlum bæði í dag og í gær.

Fyrir áhugasama má finna umfjöllun um tilraunaverkefni hér á vef Rúv og í dag birtist svo ítarleg fréttaskýring um málið á leiðarasíðu Morgunblaðsins í dag. Þar fjallar Ómar Friðriksson um tilfærslu á þjónustu við atvinnuleitendur. Fréttaskýringu Morgunblaðsins má sjá hér að neðan:

340 milljónir í tilraun en VMST heldur sínu

Samhliða ákvörðun um framlengingu kjarasamninga sl. föstudag náðist samkomulag milli launþegasamtakanna á almenna vinnumarkaðinum og ríkisstjórnarinnar um að setja í gang á vormánuðum þriggja ára tilraunaverkefni um þjónustu við atvinnuleitendur. Það gengur út á að nokkur stéttarfélög taka tímabundið að sér ákveðin verkefni sem til þessa hafa verið á könnu Vinnumálastofnunar (VMST).

Þetta verkefni hefur verið mjög umdeilt, félög opinberra starfsmanna lagst gegn því og andstaða verið við það innan Vinnumálastofnunar. Forstjóri VMST segir raunar að samkomulag liggi ekki enn fyrir en heimildarmenn innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða að niðurstaða liggi fyrir um að stór verkefni, einkum vinnumiðlun og ráðgjöf fyrir atvinnuleitendur, færist til VR á höfuðborgarsvæðinu, stéttarfélaga á Suðurnesjum og til AFLs stéttarfélags á Austurlandi. Er reiknað með að Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra leggi þessar breytingar fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag til formlegrar afgreiðslu málsins
.

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Elín%20Björg%20Jónsdóttir,%20formaður%20BSRB%20-%20lítl%20mynd%20f.%20vef_244603667.jpg
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Elín%20Björg%20Jónsdóttir,%20formaður%20BSRB%20-%20lítl%20mynd%20f.%20vef_244603667.jpg

Tilraunaverkefni SA og ASÍ kostað af Atvinnuleysistryggingasjóði


Lesa meira: Tilraunaverkefni SA og ASÍ kostað af AtvinnuleysistryggingasjóðiBSRB hefur áður lýst andstöðu sinni á tilfærslu á þjónustu við atvinnuleitendur frá Vinnumálastofnun til stéttarfélaga. Nú liggur hins vegar ljóst fyrir að velferðarráðuneytið hefur samþykkt að tiltekin stéttarfélög innan Alþýðusambandsins munu taka þátt í svokölluðu tilraunaverkefni þar sem stéttarfélögin í samstarfi við atvinnurekendur koma í ríkara mæli að þjónustu við atvinnuleitendur. Til verkefnisins á að leggja árlega 113 milljónir næstu þrjú árin og munu þeir fjármunir koma úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Sjá nánar

http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/nr/2101/

Multithumb found errors on this page:

There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Mynd%201-NOTA_175505309.JPG
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Mynd%201-NOTA_175505309.JPG
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Mynd%202-NOTA_877835313.JPG
There was a problem loading image http://www.bsrb.is/files/Mynd%202-NOTA_877835313.JPG
"Almennt eru greiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum til ellilífeyris talsvert lægri en úr þeim opinberu. Hins vegar jafnast bilið mjög þegar tekið er tillit til greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins. Þær stuðla að því að allir ná ákveðu lágmarki ráðstöfunartekna. Greiðslurnar frá TR eru skertar eftir því sem meira er greitt úr lífeyrissjóðum. Skattgreiðslur minnka einnig muninn því að þeir sem meiri tekjur fá eru jafnframt meiri tekjustofn fyrir ríkið," er meðal þess sem stendur í skýrslu Benedikts Jóhannessonar sem hann vann fyrir BSRB, KÍ og BHM og kynnt var á málþinginu „Samspil lífeyris og almannatrygginga - þín framtíð" fyrr í dag.

Benedikt tekur dæmi af opinberum starfsmanni sem er með 300 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þegar hann kemst á lífeyri fær hann 216.600 kr. úr lífeyrissjóð. Hann fær 28.794 kr frá TR og þegar búið að greiða skatta sitja eftir 196.999 kr. Maður með sömu laun á almennum markaði fær 167.600 kr. úr sínum lífeyrissjóði og 57.171 kr. frá TR. Eftir skatta sitja eftir 184.656 kr. Það er 6,3% minna en opinberi starfsmaðurinn fær en þessi munur hefur gjarnan verið sagður rúmlega 20%.

Í skýrslunni kemur einnig fram fróðlegur samanburður á skuldbindingum ríkisins vegna félaga í LSR annars vegar og fólks sem ekki er í LSR hinsvegar. Samkvæmt ársskýrslu fyrir árið 2010 er áfallin skuldbinding vegna ellilífeyrisþega í B-deild 167 milljarðar króna hjá LSR. Þetta má sjá á mynd 1. Ef bætt er við mismun á reiknaðri „skuldbindingu hjá TR" vegna þessa hóps og dregnar frá heildarskatttekjur vegna hópsins umfram þá sem eru í almennum sjóðum, fæst að í raun stendur eftir niðurstaða upp á tæpa 100 milljarða, þ.e. hugsa má dæmið sem svo að sjóðfélagar sjálfir fjármagni um 40% af lífeyrisskuldbindingu sinni.

„Skuldbinding" Tryggingastofnunar að frádreginni „eign" vegna skatttekna, vegna sambærilegs hóps á almennum markaði er 80 milljarðar króna. Þessi skuldbinding er hvergi færð til bókar fremur en tekjurnar sem ríkið mun hafa af lífeyrisþegar LSR og annarra opinberra sjóða.

Lesa meira: Benedikt:

Þegar Benedikt bar saman greiðslur til lífyrisþega sem fengu annarsvegar greitt úr opinberu sjóðunum og svo þeim almennu voru niðurstöðurnar ekki síður áhugaverðar. Þótt munurinn á greiðslum úr lífeyrissjóði geti verið tæplega 23% jafnast sá munur mikið, þegar tekið hefur verið tillit til greiðslna frá TR og skatta. Fyrir mann sem var með 250 þúsund krónur í launatekjur að jafnaði á starfsævinni er munurinn 5,2% í ráðstöfunartekjum á ellilífeyrisárum, af 300 þúsund krónum er munurinn rúmlega 6% og þegar launin eru komin í 350 þúsund munar 10% á ráðstöfunartekjum á ellilífeyrisaldri. Þannig hefur 22,6% munur á réttindum minnkað í 5-10% þegar áhrif skatta og greiðslna frá TR koma til.

Lesa meira: Benedikt:

Af skýrslu Benedikts má sjá að tekjujafnandi áhrif greiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins og skattgreiðslna valda því að munur á ráðstöfunartekjum er mun minni en munur á lífeyrisréttindum gefur til kynna. Lífeyrisgreiðslur frá almennum lífeyrissjóði, sem eru um 23% lægri en greiðslur frá A-deild LSR, gefa ráðstöfunartekjur sem eru aðeins um 5%-10% minni hjá þeim sem er í almenna lífeyrissjóðnum. Jafnframt má líta svo á að á móti skuldbindingu vegna lífeyrissjóða ríkisins komi bæði sparnaður vegna almannatrygginga og meiri skatttekjur en ella
.

 

Málþing BHM, BSRB og KÍ um samspil lífeyris og almannatrygginga verður haldið á Grand hótel Reykjavík 

þann 19. janúar nk. frá kl.13.00-16.00.

Benedikt Jóhannesson frá Talnakönnun  kynnir niðurstöður skýrslu sem hann vann að beiðni BHM, BSRB og KÍ um samspil lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun.

Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, flytur erindi um víxlverkun lífeyrisgreiðslna og almannatrygginga.

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, kynnir sýn stjórnvalda á verkefnin sem framundan eru í lífeyrismálum.

Málþingið er mikilvægt innlegg í umræðuna um stöðu lífeyrismála og mögulegar breytingar á framtíðarfyrirkomulagi þeirra. Því er ætlað  að auka þekkingu almennings á lífeyrismálum og þátttöku ríkisins í öðrum kjörum fólks á efri árum

Eiríkur Jónsson frá KÍ flytur inngangsorð og Guðlaug Kristjánsdóttir frá BHM samantekt fyrir hönd bandalaganna þriggja, en fundarstjórn verður í höndum Elínar Bjargar Jónsdóttur, formanns BSRB.

Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Þótt svo sé er fólk beðið um að skrá sig til þátttöku og er það gert hér eða í gegnum hnapp til hægri á forsíðu BSRB.

Lesa meira: Samspil lífeyris og almannatrygginga - þín framtíð