Stofnun stjórnsýslufræða og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands 

í samstarfi við Landssamband eldri borgara bjóða til 
málþings þriðjudaginn 15. mars kl. 13.30-16 í húsnæði Háskóla Íslands við Stakkahlíð (áður Kennaraháskólinn) 


Virkni, afþreying, þátttaka 
Málþing um nýsköpun og rannsóknir um bætt heilbrigði og virkni eldri borgara

Þátttökugjald er kr. 1900.- en  kr. 1400.-  fyrir lífeyrisþega (kaffi og meðlæti innifalið) 
Skráning HÉR


Rannsóknir sýna að regluleg hreyfing, ástundun áhugamála, virkni í samskiptum og þátttaka í félagslegu starfi hefur jákvæð áhrif andlega og líkamlega heilsu, eykur vellíðan og bætir lífsgæði fólks. Á málþinginu verður fjallað um nýbreytni í starfi með eldra fólki sem stuðlar að virkni og þátttöku auk þess sem kynntar verða niðurstöður rannsókna um bætt heilbrigði og virkni eldri borgara hér á landi.  

Á málþinginu kynnir Dr. Sólveig Ása Árnadóttir sjúkraþjálfari og lektor við HA niðurstöður rannsóknar sinnar um hreyfingu eldra fólks í þéttbýli og dreifbýli. Janus Guðlaugsson íþróttafræðingur og kennari við HÍ ræðir niðurstöður nýrrar rannsóknar sinnar um áhrif fjölþættrar þjálfunar á líðan og heilsu eldra fólks. Sigurður Guðmundsson landsfulltrúi UMFÍ kynnir hugmynd um Landsmót 50+ í sumar og Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur, segir frá athugun sinni á áhrifum útiveru á líðan eldra fólks sem býr á hjúkrunarheimilum. Eftir kaffihlé ræðir Sigrún Huld Þorgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um minningarvinnu með öldruðum og Dagmar Huld Matthíasdóttir hjúkrunarforstjóri fjallar um samvinnuverkefni hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar og Rauða kross Íslands, sem hefur áhrif allt til Malaví. Að síðustu mun Kristinn G. Harðarson, myndlistarmaður segja frá hugmyndum um listasmiðjur fyrir eldri borgara og Ásdís Skúladóttir kynnir verkefni sem unnið hefur verið
markvisst að um árabil   í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 Reykjavík og byggist á því að auka færni eldri borgara í tölvutækni og efla tengsl kynslóðanna. Sigurveig Huld Sigurðardóttir, dósent við Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og Helgi K. Hjálmsson, formaður LEB stýra málþinginu.

 

 

 Á morgun, þirðjudaginn 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. BSRB stendur þá fyrir fundi á Grand Hótel Reykjavík, klukkan 11.45 til 13. Yfirskrift fundarins er: 'Staða konunnar er laus til umsóknar - Jafnrétti úr viðjum vanans.' Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, flytur þar erindið: Löggjöf um mismunum og fjölþætt mismunum. Þá kynnir Eygló Árnadóttir, sjálfstætt starfandi fræðikona, niðurstöður athugunar á velferð kvenna fyrir og eftir efnahagshrun, en erindið nefnir hún Konur í kreppu? Að lokum flytur Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands, erindið: 'Engin afsökun fyrir þvermóðsku og heimóttarskap að vera úr Mývatnssveit.' Um skrif Öðlingskarlanna í Fréttablaðið. Sjá nánar

 

SLFÍ fundaði með SNS í dag í húsi ríkissáttasemjara. Unnið var í samanburði á samningum ríkis og sveitar.

 

Næsti fundur ákveðinn 22. mars nk.

Áhugaverð námskeið hjá Endurmenntun háskóla Íslands  

 

Sjá nánar

Mun fleiri konur en karlar hafa misst vinnuna hjá ríkinu vegna niðurskurðar ríkisstjórnarinnar. Í ársbyrjun 2009 störfuðu 21.900 hjá ríkinu í 17.900 stöðugildum, en um síðustu áramót störfuðu þar 21.000 í 17.400 stöðugildum. Fækkað hefur um 470 konur og 70 karla. Þetta kom fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn á Alþingi í gær. Af þessu sést að varnaðarorð BSRB, sem meðal annars mátti sjá í ályktun jafnréttisnefndar BSRB frá í júní 2009, hafa illu heilli ræst. Sjá nánar

 

 

Nú stendur yfir vinnufundur stjórnar BSRB um lífeyrismál í BSRB-húsinum, Grettisgötu 89. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, fór í morgun yfir stöðuna á sjóðnum, réttindi og uppbyggingu bæði A og B deildar. Þá fór Hilmar Ögmundsson, hagfræðingur BSRB, yfir stöðuna á lífeyrissjóðum sveitarfélaga. Nú er Benedikt Jóhannesson tryggingasérfræðingur að fara yfir samspil lífeyrissjóðakerfisins og almannatrygginga. Árni Stefán Jónsson, fyrsti varaformaður BSRB, mun á eftir fara yfir stöðuna í vinnuhópi um lífeyrismál. Stjórn BSRB mun síðan vinna úr þeim upplýsingum sem fram koma í vinnuhópum. Sjá nánar 

Stjórn BSRB mótmælir harðlega innihaldi minnisblaðs ASÍ og SA um stöðu lífeyrismála, dagsettu 25. febrúar 2011. Þar koma fram hugmyndir um skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Stjórnin samþykkti rétt í þessu ályktun þar sem þessum áherslum er hafnað og ASÍ átalið fyrir að einbeita sér ekki að hagsmunabaráttu fyrir eigin félaga frekar en að berjast fyrir réttindaskerðingu hjá félögum annarra launþegasamtaka. Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð launabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð.

BSRB stendur fyrir opnum fundi um Icesave í BSRB-húsinu, Grettisgötu 89, fimmtudaginn 24. mars klukkan 16.30. Frummælendur á fundinum verða lögfræðingarnir Jóhannes Karl Sveinsson, sem sat í samninganefnd um Icesave, og Reimar Pétursson, sem er einn þeirra sem kvatt hafa til þess að lögin um Icesave verði felld. Fundurinn er öllum opinn. Sjá nánar

 

Óhætt er að segja að skoðanir hafi verið skiptar á opnum fundi BSRB um Icesave, sem haldinn var í BSRB-húsinu í gær. Frummælendur, lögfræðingarnir Jóhannes Karl Sveinsson og Reimar Pétursson, reifuðu kosti og galla þess að segja já eða nei í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Fundurinn var mjög fræðandi og upplýsandi og þátttakendur fengu að spyrja frummælendur spjörunum úr að framsögum loknum.

 

Sjá nánar

Sjúkraliðafélag Íslands hefur sett í gang kjarakönnun meðal sjúkraliða. Nauðsynlegt er að Kjaramálanefnd félagisins  fá upplýsingar um það hvað það sé helst sem félagsmenn leggja áherslu á í komandi kjarasamningum. Allir sjúkraliðar sem hafa skráð tölvupóstfang og símanúmer hafa fengið upplýsingar um könnunina. Hér hægramegin á síðunni er hægt að komast inn á könnunina. Þar inni skráið þið inn félagsnúmerið ykkar og takið þátt. Félagið óskar eftir því að sjúkraliðar hvetji til þáttöku. Einnig óskar félagið eftir því að sjúkraliðar komi inn upplýsingum um tölvupóstfang og símanúmer til skrifstofunnar ef þeir eru efins um að það hafi verið gert. Hægt er að skrá þær með því að fara inn á BREITT HEIMILISFANG hægramegin á síðunni eða HÉR.